Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 34
136 HELGI HALLGRÍMSSON, grasafræðingur, Víkurbakka: IMÁTTÚRU- VERNDARFÉLÖG LANDSHLUTANNA og Samband íslenzkra náttúruverndarfélaga (SÍN) Sennilega hafa íslendingar orðið einna síðast- ir Evrópuþjóða að tileinka sér þá alþjóðlegu vakningu á sviði umhverfisverndar, sem óx úr grasi um miðbik þessarar aldar. Á árunum 1966—67 urðu töluverðar umræð- ur um náttúruvernd á aðalfundum Hins islenzka náttúrufrceðifélags, sem haldnir voru í Reykja- vík, og leiddu þær til stofnunar sérstakrar nátt- úruverndarnefnclar á félagsins vegum árið 1967. Vorið 1969 gekkst nefndin fyrir því að fá hing- að brezka náttúruverndarsýningu, og var hún sett upp bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á sýningunni á Akureyri lá frammi listi, þar sem áhugamenn gátu skráð sig sem stofnendur náttúruverndarfélags, en síðan var boðað til sér- staks stofnfundar þess á Laugum í Reykjadal 28. júní 1969. Félag þetta hlaut nafnið Satntök um náltúru- vernd á Norðurlandi (SUNN). Skyldi félagssvæð- ið vera Norðlendingafjórðungur, og var boðað til annars stofnfundar í Húnaveri þetta sama sumar, en endanlega var gengið frá stofnun fé- lagsins á Akureyri vorið 1970. Vorið 1969 var einnig haldin í Reykjavík ráð- stefna tim gróðureyðingu og landgræðslu. Þar var kosin nefnd til að undirbúa stofnun lands- samtaka um þessi mál, og var stofnfundurinn haldinn 25. okt. um haustið. Samtökin nefnd- ust Landgrœðslu- og náttúruverndarsamtök Is- lands, sem síðar var stytt í Landvernd. Samkvæmt lögum þessara samtaka gátu aðeins félög og fé- lagasambönd orðið beinir aðilar að þeim, en ein- staklingar gátu orðið styrktaraðilar. Ýrnis lands- sambönd og félög gerðust stofnaðilar Landvernd- ar, og óx samtökunum fljótt l'iskur um hrygg fjárhagslega, svo að þau gátu komið á fót skrif- stofu í Reykjavík. Þann 13. sept. árið 1970 voru stofnuð á Egils- stöðum Nátlúruverndarsamtök Austurlands (NAUST), félagssvæðið Austfirðingafjórðungur (Austurlandskjördæmi). Á árinu 1970 var í undir- búningi stofnun Náttúruverndarfélags Reykja- vikur og nágrennis, sem endanlega var stofnað 15. maí 1971 undir nafninu Náttúruverndarfé- lag Suðvesturlands. Þann 29. ágúst 1971 voru svo stofnuð Vestfirzk náttúruverndarsamtök í Flókalundi, með Vestfjarðakjördæmí sem félags- svæði. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.