Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 36
úruminjaskráningu og lausn ýmissa mála. Þannig hafa félögin að nokkru komið í stað náttúru- verndarnefndanna, sem samkvæmt lögum eiga að starfa að þessum rnálurn í sýslum og kaup- stöðum, en liafa flestar reynzt vera fremur at- kvæðalitlar, Náttúruverndarfélög landshlutanna hafa flest gerzt aðiljar að Landvernd, sem þó hefur ekki reynzt vera heppilegur samstarfsvettvangur fyrir þau. Stafar jjað f)Tst og fremst af þvi, að í Land- vernd koma saman mörg félög og félagasam- bönd, sum þeirra margfalt fjölmennari en nátt- úruverndarfélögin, og með mörg og mismunandi stefnumið, sem brotið geta í bága við verndunar- sjónarmið náttúruverndarfélaganna. Á hinn bóginn hafa stofnendur náttúruvernd- arfélaganna, og síðar formenn þeirra, haft með sér náið samstarf og komið saman til árlegra funda síðan árið 1973. Formleg urðu tengsl félaganna þó ekki fyrr en vorið 1975, er stofnað var Samband islenzkra náttúruverndarjélaga (SÍN) ])ann 23. marz á Mógilsá á Kjalarnesi. Stjórn þess er skipuð formönnum aðildarfé- laganna og kjósa þeir forseta úr sínum hópi. Fyrsti forseti sambandsins var kjörinn Helgi Hallgrímsson, Víkurbakka, Eyjafirði, sem líka er formaður og stofnandi elzta félagsins, SUNN. Miðstöð sambandsins verður fyrst um sinn í náttúruverndarstofu Náttúrugripasafnsins á Ak- ureyri (að Hafnarstræti 81, símanúmer 21472). Með stofnun þessa sambands er ekki stefnt að neinu skrifstofubákni, sem ríkja skuli yfir félög- unum. Aðalstarfsemin verður eftir sem áður á vettvangi hinna einstöku félaga, og ákvarðanir sambandsstjórnar eru ekki bindandi fyrir aðild- arfélögin. Tilgangur sambandsins er fyrst og fremst að efla samstöðu aðildarfélaganna, skipu- leggja sameiginleg verkefni þeirra og tengsl við önnur félög og stofnanir fyrir þeirra hönd. Þannig hefur SÍN nú gerzt aðili að Alþjóðlega náttúruverndarsambandinu (International Union for Conservation of Nature and Natural Re- sources, IUCN), sem hefur aðsetur í Morges í Svisslandi. Annars staðar á Norðurlöndunum hafa lengi starfað félagssambönd, sem liafa náttúruvernd á stefnuskrá sinni og byggð eru upp á svipaðan hátt og SÍN. Má nefna Norges nalurvœrnforbund í Noregi, Svenska naturskyddsföreningen í Sví- þjóð og Danmarks naturfredningsforening í Dan- mörku. Hefur SÍN einnig tekið upp fast sam- band við þessi félög. Þess má ennfremur geta, að SÍN hefur tekið upp viðræður við Landvernd um það, hvernig samstarf þessara landssambanda skuli vera hátt- að og hvort einhverjir möguleikar séu á samruna þeirra í náinni framtíð. Náttúruverndarfélög landshlutanna hafa yfir- leitt haft gott samband við sveitarfélög og sam- bönd þeirra á viðkomandi svæðum. Nefna má t. d. ráðstefnu um landnýtingu, sem SUNN og Fjórðungssamband Norðlendinga efndu til í sameiningu á Hrafnagili í Eyjafirði vorið 1973. Ymis sveitarfélög eru styrktaraðilar viðkom- andi náttúruverndarsamtaka, og leggja þeim þannig til nokkurt árlegt rekstrarfé. Sama er að segja um ýmis svæðafélög, svo sem ýmis kaupfé- lög, búnaðarsamböncl o. fl. Þrátt fyrir þessa ágætu hjálp, er fjárhagsleg geta náttúruverndar- félaganna mjög takmörkuð, og ekkert þeirra hefur enn getað ráðið sér fastan starfsmann. Á síðastliðnu ári sótti SÍN um ríkisstyrk, en sú beiðni hefur enn ekki borið árangur. Náttúruvernd í nútíma skilningi er ekki leng- ur bundin við friðun jurta eða dýra, jafnvel frið- un eða friðlýsing landsvæða er ekki lengur neitt aðalatriði, þótt hún sé viðurkennd lijálparráð- stöfun. Það, sem nú er talið mestu máli skipta, er að hindra þau alvarlegu áhrif, sem ýmis mannleg starfsemi getur haft á umhverfið, í formi meng- unar af ýmsu tagi, rýrnunar lífrænna auðlinda og minnkandi fjölbreytni í náttúrunni. Þetta er ekki sízt okkar eigin hagur, mannfólksins, og því er nútíma náttúruvernd einnig mannvernd. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.