Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 37
17. FJÓRÐUNGSÞING NORÐLENDINGA Fjórðungsþing Norðlendinga, liið 17. í röðinni, var lialdið á Raufar- liöfn dagana 1.—3. september 1975. Brynjólfur Sveinbergsson, fráfar- andi formaður Fjórðungssambands- ins, setti þingið, minntist 30 ára starfsafmælis þess og skýrði frá því, að nú hefðu öll sveitarfélög á fé- lagssvæðinu gengið í sambandið. Forseti þingsins var Sigurður Jónsson, oddviti Sauðaneshrepps, og varaforsetar Heimir Ingimars- son, sveitarstjóri á Raufarhöfn, og Björn Guðmundsson, oddviti Kelduneslirepps. Ritarar þingsins voru Jóhann Helgason, hrepps- nefndarmaður í Presthólahreppi, og Pálmi Ólason, oddviti Þórshafn- arhrepps. Þingið sátu 55 fulltrúar frá 41 sveitarfélagi af 68 á félagssvæðinu, 8 fulltrúar sýslunefnda og 26 gestir. Ávörp og kveðjur Á þinginu fluttu ávörp Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Bjarni Bragi Jónsson, forstöðumað- ur Áætlanadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins, Helga Kristjáns- dóttir á Silfrastöðum og alþingis- mennirnir Ingi Tryggvason, Jón G. Sólnes, Stefán Jónsson og Stefán Valgeirsson, og kveðjur bárust frá Ólafi Jóhannessyni og frá lands- hlutasamtökunum á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Kvöldverðarboð Að fundi loknum á fyrsta degi þinghaldsins buðu hreppsnefndir Þórshafnarhrepps og Raufarhafn- arhrepps þingfulltrúum til kvöld- verðar í félagsheimilinu Hnitbjörg, Raufarhöfn. Björn Hólmsteinsson, oddviti Raufarhafnarhrepps, stjórn- aði hófinu, en síðan var efnt til kvöldvöku. Angantýr Einarsson, skólastjóri á Raufarhöfn, Óli Hall- dórsson, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, og Björn Haraldsson í Austurgörðum í Kelduhverfi, fluttu ræður og gamanþætti; Margrét Bóasdóttir á Raufarliöfn söng við undirleik Soffíu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri; Jóhann Jósefsson, bóndi á Ormalóni, lék á liarmoníku. Nokkrar konur á Raufarhöfn sungu gamla söngva úr síldinni, og hljómsveitin Jenný á Raufarhöfn lék nokkur lög. Þing- fulltrúum þótti mikið til koma þessa jtáttar heimamanna á fjórð- ungsþinginu. Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra Brvnjólfur Sveinbergsson, fráfar- andi formaður Fjórðungssambands- ins, flutti þinginu skýrslu um störf stjórnarinnar frá seinasta þingi og Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri þess, gerði grein fyrir gangi helztu mála, sem skrifstofa sam- bandins hafði fjallað urn á starfs- árinu. Einnig gerði framkvæmdastjóri grein fyrir ársreikningi Fjórðungs- sambandsins fyrir árið 1974 og til- lögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 1976. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings árið 1974 voru 6.843 jmsund krónur og efnahagsreiknings pr. 31. 12. 1974 kr. 1.229 þús. krónur. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar árið 1976 voru 13.9 millj króna. Á tekjuhlið hennar er gert ráð fyr- ir 1.5 millj. króna framlagi frá Byggðasjóði, 4.2 millj. króna fram- lagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og 8.2 millj. króna í framlög frá sveitarfélögunum. Eru þau reiknuð sem 0.4% af útsvörum, aðstöðu- gjöldum, fasteignasköttum og Jöfn- unarsjóðsframlagi í hverju sveitar- félagi. Var gjaldstofninn hækkaður á þinginu úr 0.33% í 0.4%. Umræðuefni þingsins Á fjórðungsþinginu voru flutt eftirfarandi framsöguerindi: Reynir G. Karlsson, æskulýðsfull- trúi rikisins, flutti erindi um könn- un á æskulýðsmálum á Norður- landi. Guðmundur Óskarsson, verk- frœðingur, gerði grein fyrir byggða- jtróunaráætlun fyrir Norður-Þing- eyjarsýslu. Lárus Jónsson, alþingismaður, reifaði umræður um orkumál á Norðurlandi. 139 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.