Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 43
boði sýslumanns störf fyrir al- mannatryggingar, sýslusamlög, innheimtustörf, eftirlitsstörf o. fl. Fjórðungsþingið telur eðlilegt, að til þessara starfa séu ráðnir sér- stakir starfsmenn, ýmist í fullt starf eða í lilutastarf og telur þingið að mjög komi til greina í minna þétt- býli, að þessum mönnum séu falin jafnhliða þjónustustörf fyrir skatt- stofu. Fræðsluskrifstofur Á Fjórðungsþingi var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir fræðsluskrif- stofur Norðurlands vestra og eystra fyrir árið 1976. Niðurstöðutölur hinnar fyrrnefndu voru kr. 1.371 þús. og hinnar síðarnefndu kr. 1.491 þús. Jafnframt var að tillögu fjár- hagsnefndar þingsins samþykkt svofelld tillaga: Fjórðungsþing Norðlendinga 1975 bendir á, að með grunnskóla- lögum liafi landshlutasamtökum sveitarfélaga vergði lögð á herðar veruleg útgjöld við rekstur fræðslu- skrifstofa, án þess að tryggja þeim tekjustofn til að standa undir verk- efninu. Fjórðungsþing itrekar f)Tri stefnu um að tekjustofnar skuli fylgja verkefnum. Fjórðungsþingið væntir þess, að stjórnvöld verði við eðlilegum ósk- um landshlutasamtakanna um tekjustofn til að standa undir lög- Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn, formaSur FjórSungssambands NorS- lendinga. boðnum greiðslum vegna fræðslu- skrifstofanna og bendir á, að tæp- ast verði um fullnægjandi rekstur fræðsluskrifstofa að ræða, fyrr en tekjustofn er tryggður. Þingið væntir þess, að næsta Alþingi lögfesti tekjustofn i þessu skyni og telur jringið, að trygging þurfi að vera fyrir slíkum tekju- stofni á þessu ári. Jafnframt bendir þingið á, að nauðsynlegt sé, að endurskoðaðar verði reglur um greiðslur framlaga ríkisins vegna fræðsluskrifstofa, á þann veg, að framlag, sem miöað er við nemendafjölda, sé greitt ó- skilorðsbundið, ennfremur að stofnkostnaðarframlag ríkisins, scrn greitt er án mótframlags, nái einnig til búnaðar í fræðsluskrifstofu í leiguhúsnæði. Fjórðungsþingið skorar á al- þingismenn úr dreifbýli að beita sér fyrir þessari réttarbót. Þjónusta byggingarfulltrúa Fjórðungsþingið bendir á, að greinilega hafi komið fram, að nú- verandi umdæmi byggingarfulltrúa séu of stór og nauðsynlegt sé að endurskipuleggja svæðaskiptinguna og störf byggingarfulltrúa, miðað við þarfir sveitarfélaganna. Fjórð- ungsþingið telur, að starfsemi byggingarfulltrúa eigi að miðast við stærri þéttbýlisstaði, smærra þétt- býli og aðliggjandi svæði eða hér- aðssvæði. Jafnframt ítrekar þingið fyrri samþykktir, að komið verði upp skipulagsskrifstofu, sem ann- ist skipulagsþjónustu fyrir sveitar- félögin á Norðurlandi og starfi með byggingarfulltrúum. Fjórð- ungsþingið ítrekar fyrri samþykkt- ir að öll sveitarfélög verði skipu- lagsskyld. Þjónustustarfsemi við sveitarfélögin Fjórðungsþingið bendir á, að vegna vaxandi krafa um stjórn- sýslu og skýrslugerð, séu störf odd- ByggSin á Raufarhöfn er mjög dreifS, og í rauninni i fjórum hverfum. Lengst tll vinstri á myndinni er skólahúsið, en kirkjan lengst til hægri. Sigurjón Jóhannsson tók myndina. SVEITARSTJÓRNARMÁL 145

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.