Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 44
FélagsheimiliS Hnitbjörg á Raufarhöfn, þar sem þingið var haldið. Hluti hússins er leigSur Landsbanka íslands undir bankaútibú. vitanna að verða umsvifamikil. Vekur þingið athygli á því að sveit- arfélög á tilteknu svæði eða jafn- vel á liéraðsgrundvelli ráði sam- eiginlegan starfsmann til þess að annast störf fyrir sig. Heilbrigðisáætlun fyrir Norðurland Fjórðungsþingið samþykkir sam- starf við heilbrigðisráðuneytið um gerð heilbrigðisáætlunar fyrir Norðurland, sem nær til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar og mál- efna aldraðra, jafnframt átelur þingið liarðlega þann seinagang, sem orðið hefur á framkvæmd laga um heilsugæzlustöðvar og upp- byggingu sjúkraliúsa á Norður- landi. Stjórnsýslumiðstöðvar Fjórðungsþingið samþykkir að gangast fyrir áætlunargerð um stjórnsýslumiðstöðvar á Norður- landi í samstarfi við Framkvæmda- stofnun ríkisins og viðkomandi sveitarfélög. Jafnframt verði leitað til ríkisstjórnarinnar og fjárfest- 146 ingarsjóða um fjármögnun þess- SVEITARSTJÓRNARMÁL ara frantkvæmda og eftir þvl leit- að, að þeir staðir, sem þegar hafa hafið byggingu húsnæðis fyrir stjórnsýslumiðstöðvar, fái þegar nauðsynlega fjármagnsfyrirgreiðslu til að ljúka byggingu liið fyrsta. Fjölgað í fjórðungsráði Á þinginu var lögum Fjórðungs- sambandsins breytt á þá leið, að fjórðungsráð er nú skipað 12 mönn- um í stað 11 áður, þ. e. sex úr livoru kjördæmi og formaður úr hópi fjórðungsráðsmanna, en áður var hann kosinn til viðbótar 10 fulltrú- um, þannig að fjórðungsráð var að formanni meðtöldum skipað 11 mönnum. í samræmi við þessa lagabreyt- ingu voru á fundinum kjörnir í stjórn Fjórðungssambandsins: Formaður: Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Aðrir i fjórðungsráði eru: Frá Norðurlandi vestra: Brynjólf- ur Sveinbcrgsson, oddviti, Hvamms- tanga; Jón lsberg, oddviti, Blöndu- ósi; Lárus Ægir Guðmundsson, sveitarstj., Skagaströnd; Þórir Hilmarsson, bæjarstj., Sauðárkróki; Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður, Skagafjarðarsýslu, og Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Frá Norðurlandi eystra: Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri, Olafs- firði; Valdimar Bragason, bæjar- stjóri, Dalvík; Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, Akureyri; Haukur Harðarson, bæjarstjóri, Húsavík, og Sigurður Gizurarson, sýslumað- ur Þingeyjarsýslu. Endurskoðendur Fjórðungssam- bandsins voru kosnir Einar Fr. Jó- hannesson, Htisavík, og Svavar Hjörleifsson, Lyngholti í Skarðs- lireppi í Skagafjarðarsýslu. Sex milliþinganefndir Loks voru á þinginu kjörnar sex nefndir til þess að starfa milli fjórð- ungsþinga. Eru það iðnþróunar- nefnd, samgöngumálanefnd, menn- ingarmálanefnd, landbúnaðar- og landnýtingarnefnd, ferðamálanefnd og þjónustudreifingarnefnd. — I ln’erri þeirra eru 9 fulltrúar og jafnmargir til vara. Næsta fjóröungsþing á Siglufirði í þinglok bauð Bjarni Þór Jóns- son, bæjarstjóri á Siglufirði, að næsta fjórðungsþing yrði haldið þar í bæ að ári. Hefur verið ákveðið, að þingið standi frá 30. ágúst til og með 1. september 1976.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.