Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 45
97. löggjafarþingið í 1. tbl. þessa árs birtist yfirlit um lög, sem sett voru til ársloka 1975 og snertu sveitarstjórnir. Hér fara á eftir þau lög, sem sett hafa verið á síðari liluta 97. löggjafarþingsins, þ. e. fyrri hluta ársins 1976, auk yfirlits um störf þingsins. Þingið stóð samtals 187 daga, frá 10. okt. 1975 til 20. des. 1975 og frá 26. jan. til 19. maí 1976. Það hélt alls 341 fund, 119 í neðri deild, 127 í efri deild og 95 í sameinuðu þingi. Þingið setti samtals 108 lög. Frumvörp að 94 þeirra voru flutt sem stjórnarfrumvörp og 14 sem þingmanna- frumvörp. 7 þingmannafrumvörpunum var vísað til ríkisstjórnarinnar, en 64 urðu ekki útrædd. Þar af voru 28 stjórnarfrumvörp og 36 þingmannafrumvörp. Samanlagt hafði þingið þannig til meðferðar 179 laga- frumvörp. Þar af voru 122 stjórnarfrumvörp og 57 þingmannafrumvörp. 75 voru lögð fram í neðri deild, 101 í efri deild og 3 í sameinuðu þingi. Auk lagafrumvarpa fjallaði þingið um 74 þings- ályktunartillögur, 67 í sameinuðu þingi, 1 í neðri deild og 6 í efri deild. 18 þeirra voru samþykktar sem álykt- anir Alþingis, 1 var felld, 9 vísað til ríkisstjórnarinnar og 46 urðu ekki útræddar. Fyrirspurnir voru 62, allar bornar upp í sameinuðu þingi. Málatala þeirra er tal- in 35 með því að oft eru fleiri saman á þingskjali. Mál til meðferðar á 97. löggjafarsamkomunni voru því samtals 289, 4 sinnum gáfu ráðherrar skýrslu og tala prentaðra þingskjala var 956. Úr A-deild Stjórnartíðinda 1976 Hér fara á eftir lög þau, sem sett voru síðara hluta þingsins og varða sveitarstjórnir. Tilgreint er númer laganna, fyrirsögn og blaðsíðutal Jteirra í Stjórnartíð- indum A-deild 1976, A 1 — A 11, að báðum með- töldum: Nr. Fyrirsögn • Bls. 9 Lög um ráðstafanir til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana á hitunarkostnað fbúða o. fl. 13 Nr. Fyrirsögn Bls. 20 Lög um fjáröflun til landhelgisgæzlu og fisk- verndar, ríkisfjármál og fjármögnun orkufram- kvæmda sveitarfélaga......................... 33 29 Lög um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ................................ 65 38 Lög um breyt. á lögum nr. 30 12. maí 1970, um Húsnæðismálastofnun ríkisins, sbr. 1. nr. 72 1. júní 1972 og 1. nr. 58 30. apríl 1973, um breyt- ingu á Jreim lögum........................ 80 39 Lög urn breyting á ljósmæðralögum, nr. 17 19. júní 1933..................................... 81 41 Lög um breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 58 frá 29. marz 1961............................. 83 43 Lög um breyting á lögum nr. 42/1969, um af- réttarmálefni, fjallskil o. fl............... 107 48 Lög um breyting á lögum nr. 8 22. marz 1972, um tekjustofna sveitarfélaga................. 120 50 Lög um almenningsbókasöfn ................... 122 51 Lög um viðskiptamenntun á framhaldsskólast. 124 56 Lög um sérstakt lögsagnarumdæmi í Austur- Skaftafellssýslu............................. 129 59 Lög um fjölbýlishús ......................... 137 60 Lög um skipulag ferðamála ................... 140 63 Lög um breyting á lögum nr. 93/1971, um Framkvæmdastofnun ríkisins .................. 149 64 Ábúðarlög ................................... 152 65 Jarðalög .................................... 161 66 Lög um Orkubú Vestfjarða .................... 172 75 Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörðina Reykhóla í Reykhólahreppi, A.-Barð. 185 89 Augl. um bráðabirgðavegaáætlun fyrir 1976 . . 206 Úr B-deild Stjórnartíðinda 1976 Hér fer á eftir yfirlit um þær reglugerðir, gjaldskrár, auglýsingar og tilkynningar, sem birzt hafa í B-deild Stjórnartíðinda á fyrri árshelmingi 1976, Jr. e. í B 1 til og með B 21, sem nær nokkuð fram eftir júní- mánuði. Hliðstætt yfirlit birtist seinast í 1. tbl. 1976 og náði til áramóta. Hér er stiklað á Jrví mikilvægasta, sem ætla má, að sveitarstjórnarmenn þurfi á að halda í starfi sínu. Til- greint er númer, fyrirsögn og blaðsíðutal þess, sem um er fjallað. Nr. Fyrirsögn Bls. 9 Reglugerð um breyt. á rg. nr. 245 31. des. 1963 um tekju- og eignarskatt með síðari breyt. .. 10 10 Auglýsing um breyt á skattvísitölu skv. 26. gr. 1. nr. 8 1972 sbr. 1. nr. 11 1975, um tekjustofna sveitarfélaga ............................... 12 11 Rg. um breyt. á rg. um byggingarsjóð verka- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.