Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 50
FJÖLHÆF KANTSTEYPUVÉL Sveitarstjórnarmálum hefur ver- ið kynnt vél, sem leggur út steypu og er ætluð til notkunar við gerð rennusteina, kantsteina, gang- stétta og jafnvel við útlagningu steypu í götur, þar sem ekki er um stór verkefni að ræða. Útlagning- arvél þessi er frá fyrirtækinu POWER CURBERS í Bandaríkj- unum. Hún getur sinnt mjög fjöl- Útlagningarvélin aS störtum. Sýnlshorn af gerð gangstéttar með brún, en velja má úr nokkrum gerðum móta. Elnu glldlr, hvort gangstéttln er steypt áður eða eftlr að 152 akbrautln hefur verlð lögð. breytilegum verkefnum, lagt út gangstéttir, allt að 2.40 m á breidd, stokka og veggi allt að 60 cm á hæð, og unnt er að járnbinda steypu í stétt eða stokki, sem steyptur er. Tæknilega er tæki þetta vel bú- ið. Það er með elektróniskum þreifurum, sem stýra tækinu eftir snúru, og nákvæmu liallastýr- ingartæki. Vibratorar eru tveir, vökvaknúnir og stillanlegir. Tæk- ið er á fjórum beltum, og steypu- mótið getur verið á milli hjól- anna eða til hliðar við tækið, eins og sýnt er á skýringarmyndinni. Véftækni lif. i Reykjavík flytur inn vélina og rekur hana, en það fyrirtæki liefur annazt gatnagerð- arframkvæmdir í mörgum sveitar- félögum seinustu árin, m. a. á Vestfjörðum sem undirverktaki hjá Miðfelli lif. Tæki þetta er sér- liæft og eingöngu notað við þau verkefni, sem að framan er lýst. Sveitarfélög og verktakar þeirra eru ]:>ví nánast einu liugsanlegu notendurnir. Fyrirtækið leggur því mikla áherzlu á að geta boðið góða þjónustu þeim sveitarféfög- Þveranlö af nokkrum mögulelkum vélarlnn- ar. Efst steypir vélln gangstétt mllll hjól- anna. Á miöri myndlnnl steypir hún út frá sér brún, en þannig getur hún elnnig steypt gangstétt t. d. upp að girðingu eða vegg, þar sem þröngt er. Neðsta myndin sýnir fulla breldd vélarinnar og þversnlð af gang- stétt, sem er 2,29 m á breidd eða 71/2 fet. um, sem hafa gatnagerð á döfinni og býðst til að veita þeim nán- ari upplýsingar. Véltækni hf. hefur skrifstofu í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, símanúmer 84911. LAUNIN I UNGLINGAVINNUNNI Launin í unglingavinnunni í Reykjavík verða í sumar þannig, að ungl- ingar fæddir árið 1962 fá 130 krónur á klukkustund og unglingar fæddir árið 1961 145 krónur á klukkustund. Með hliðsjón af þessu þykir rétt að mæla mcð því, að laun unglinga í öðrum sveitarfélögum verði í sumar sem hér segir: Unglingar fæddir árið 1960 fái í laun 160 kr. á klukkustund - - 1961 - - - 145 - - - - - 1962 - - - 130 - - - - - - 1963 - - - 115 - - - - - - 1964 - - - 100 - - - Vinnutími í Vinnuskóla Reykjavíkur er 8 klst. á dag lijá unglingunum, sem læddir eru árið 1961, en 4 klst. á dag hjá yngri flokknum, þeim, sem fæddir eru árið 1962 og síðar. Hér er aðeins um að ræða upplýsingar og ábendingar, sem engan veg- inn eru bindandi, ef sveitastjórnir vilja haga launagreiðslum á annan veg. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.