Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 10
kerfisbreytingar 1976. Miðað við 0,85% aflagjald allt árið myndu tekjur af því nema um 35% af heildartekjum hafnarsjóðanna eða rúmlega 200 rnillj. kr. alls af um 570 millj. kr. Nokkrar ábendingar og niður- stöður úr skýrslunum 1) „Ekki er hægt að leysa fjárhagsvanda hafn- anna eingöngu með gjaldskrárhækkun nerna örfárra kaupstaðahafna og vöruhafna." (Úr skýrslunni 1974). 2) „Þrátt fyrir gjaldskrárhækkun, sem gekk í gildi fyrir flestar hafnir fyrri hluta ársins 1975, hefur afkoma hafnanna í heild ekki batnað að ráði. Nokkrar liafnir hafa að vísu betri alkomu, en rneiri hluti hafnanna hefur áfram mjög slæma afkömu þrátt fyrir hækk- unina. Á aukin lánabyrði nokkurn þátt í því.“ (Úr skýrslunni 1975). 3) „ . . . Fjármagnskostnaður, J). e. vextir og af- borganir af fösturn lánum, eru hins vegar yfir 50% af útgjöldunum. Hætta er á, að greiðslu- byrði liafnarsjóða verði sífellt meiri, ef fjár- vöntun hafnarsjóða verður eingöngu leyst með nýjurn lánum í framtíðinni . . (Úr skýrslunni 1975). 4) „Almennar tekjur hafnanna koma frá útgerð og fiskvinnslu annars vegar og eigendum flutningaskipa og vöru hins vegar. Hægt væri að bæta verulega afkornu fiskihafnanna með ])ví að hækka aflagjöld. 1,5% aflagjald myndi auka tekjur almennra hafna í ár (1975) um 60 millj. Hins vegar verður líka að hafa í huga gjaldþol greiðenda hafnargjalda. Nauðsynlegt er, að 1% aflagjald haldist óbreytt, þótt gerðar verði breytingar á sjóða- kerfi sjávarútvegsins, sem kynnu að leiða af sér hækkun á fiskverði." (Úr skýrslunni 1975). 5) „Heimild í hafnalögum um allt að 15% við- bótarstyrk úr hafnabótasjóði til framkvæmda verði notuð fyrir fiskihafnir." (Úr skýrslunni 1974). SVEITARSTJÓRNARMÁL Lokaorð Frá síðasta ársfundi Hafnasambandsins liafa ýmsar breytingar átt sér stað í hafnamálum, m. a. voru á síðasta Alþingi samþykkt lög um breyt- ingu á hafnalögum, sem lúta að innheimtu vöru- gjalda af afla og vörum, sem útskipað er eða uppskipað utan löggiltra hafnarsvæða og skulu þau renna í hafnabótasjóð. Til umræðu hafa verið tillögur um frekari og miklu meiri tekju- aukningu fyrir sjóðinn. Málefni hafnanna og fjár- hagsvandi voru tekin til umræðu í þingsályktun- artillögu á síðasta Alþingi. Aflagjaldsprósentan var lækkuð í 0,85% við breytingu á sjóðakerfi sjávarútvegsins, þrátt fyrir slærna afkornu fiski- hafnanna og þá staðreynd, að í rauninni var búið að skerða aflagjaldið 1973 og 1974 með olíusjóðnum, en niðurfelling hans leiddi af sér verulega hækkun á fiskverði, sem var talin ástæða fyrir lækkun aflagjaldsins. Fjárveitinganefnd notfærði sér heimild um styrkveitingar úr hafna- bótasjóði við síðustu úthlutun lána, en þá fengu nokkrar hafnir styrki til framkvæmda í ár, 1976. Samgönguráðherra sagði eitt sinn á ársfundi Hafnasambandsins eitthvað á þá leið, að liafn- argerðir, og umbætur og viðbætur í höfnum væru framkvæmdir, sem aldrei yrði lokið, ný fiskiskip og nýjar þarfir í flutningamálum myndu stöðugt kalla á nýjar framkvæmdir. Það eru vissulega orð að sönnu og jafnlengi og fram- kvæmda er þörf verða hafnamál til umræðu.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.