Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 11
6. ÁFSSFUNDUR HAFNASAMBANDS SVEITARFELAGA Sjötti ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga var haldinn að Hótel Loftleiðum í Reykjavík 21. nóvem- ber 1975. Fundinn satu 40 fulltrú- ar 30 hafna af 46, sem aðild áttu að sambandinu, en á fundinum bættist við 47. höfnin, og var það Tálknafjarðarhöfn. Auk kjörinna fulltrúa sátu fundinn 15 gestir, þar á meðal Halldór E. Sigurðs- son, samgönguráðherra, og Aðal- steinn Júlíusson, hafnarmálastjóri. Gunnar B. Guðmundsson, for- maður sambandsins, setti fundinn og stjórnaði honum, en Jóhann Klausen, bæjarstjóri á Eskifirði, ritaði fundargerð. Mesta hafnargerðarár sögunnar Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, flutti ávarp við setningu fundarins. Gat liann þess, að árið 1975 myndi verða mesta framkvaemdaár í sögu íslenzkra hafnargerða. Unnið yrði fyrir meira en 2 milljarða króna. Mesta framkvæmdin væri við Þorláks- höfn, 727 millj. króna, og samtals færu til landshafna 844 millj. kr. Af almennum liöfnum væri mest unnið í Grindavík eða fyrir 140 millj. króna, en fjármagn til þess- ara tveggja hafna væri fengið að °/io hlutum að láni hjá Alþjóða- bankanum vegna eldsumbrotanna í Vestmannaeyjum árið 1973. Við fjórar aðrar hafnir myndi unnið á árinu fyrir meira en 100 millj. kr., á Neskaupstað, í Sandgerði og > í Karlsey á Breiðafirði vegna þör- ungaverksmiðjunnar, sem þar er í smíðum. 37 aðrar almennar hafnir hafa síðan fengið ámóta fjárhæð samanlagt til hafnarframkvæmda og framantaldar fimm hafnir. Ráðherra vék að málefnum Hafnabótasjóðs. Sjóðurinn liafði til útlána á árinu 281 millj. kr., þar af voru 165 millj. króna fengn- ar að láni hjá Viðreisnarjóði Evr- ópu. Ráðherra taldi nauðsynlegt að setja um það reglur, livað ríkis- framlagið ásamt lánsútvegun úr Hafnabótasjóði ætti að vera mik- ið, og taldi, að jietta fjármagn eigi ekki að fara yfir 90% af fram- kvæmdakostnaði. Engan veginn væri eðlilegt, að Hafnabótasjóður útvegi lánsfé að fullu til þess að fjármagna þann hluta hafnargerð- anna, sem ekki fengist greiddur með óafturkræfu framlagi úr ríkis- sjóði. Loks skýrði ráðherra frá því, að Reykjavíkurborg hefði nú f fyrsta skipti fengið aðgang að láni úr Hafnabótasjóði til byggingar ferjubryggju. Heildarframkvæmdir Reykjavíkurhafnar á árinu námu um 40 millj. kr. í lok ræðu sinnar sagði Halldór E. Sigurðsson: „Eg lýsi ánægju minni yfir því, sem áunnizt hefur i hafnarframkvæmdum á yfirstand- andi ári, en verð jafnframt að gera fundarmönnum grein fyrir Jiví, að úr hraða framkvæmdanna verður að draga a. m. k. á næsta ári til að treysta stöðu ríkissjóðs og draga úr spennu og verðbólgu i efnahagskerfinu. Eg treysti á gott samstarf um [já framkvæmd, þar sem fyllsta hagsýni og aðgæzla verður að ráða ferðinni, til þess að það fjármagn, sem til hafna verður varið, komi til nota eins fljótt og nokkur tök eru á.“ Skýrsla stjórnar Gunnar B. Guðmundsson gerði grein fyrir störfum stjórnar Hafna- sambandsins frá seinasta ársfundi. Stjórnin hafði haldið 7 fundi og mesta áherzlu lagt á breytingar á gjaldskrám hafnanna og á breyl- ingar á hafnalögum í sambandi við birtingu auglýsinga um gjald- skrárbreytingar. Einnig fjallaði hann um 4 ára áætlanir um hafnar- framkvæmdir, sem gera ber sam- kvæmt hafnalögum. Þá fjallaði for- maður um málefni Hafnabóta- sjóðs og hin miklu skipatjón í ltöfn- um, rafmagnssölu til skipa í höfn- um og nokkur önnur málefni, svo sem um gerð eyðublaða fyrir fiski- skipadagbók og aflagjöld, sem unn- ið ltefur verið að á vegum sam- bandsins. Pétur Bjarnason, liafnarstjóri á Akureyri, gerði grein fyrir árs- reikningum sambandsins, og voru Jieir samjiykktir samhljóða. Niður- stöðutölur rekstrarreiknings voru kr. 1.563.000 og efnahagsreiknings pr. 31. 10. 1975 627.764 krónur. Fjármál hafna og gjaldskrár Á fundinum voru flutt eftirfar- andi framsöguerindi: Gylfi ísaksson, verkfrœðingur, lagði fram skýrslu, sem hann hafði tekið saman fyrir stjórn sambands- ins um fjárhagsstöðu hafna og gjaldskrármál. Af þessari skýrslu höfðu og unnið þeir dr. Kjartan Jóhannsson, verkfræðingur, og Guðmundur Sigurðsson, viðskipta- fræðingur. í henni kom m. a fram, að flestar liafnir landsins hafa um skeið verið reknar með tapi. Þannig var talið, að rekstrartap 15 hafna, sem kannaðar voru sérstak- lega, næmi um 13 milljónum kr. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.