Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 16
Þrjár leiðir í húsavernd Á ráðstefnunni var gerður glöggur greinarmunur á þeim leiðum, sem til greina koma við verndun húsa: I fyrsta lagi friðun, sem staðfest er af ráðherra og þinglýst sem kvöð á hlutaðeigandi húseign, sem þá má ekki breyta og ekki flytja úr stað nc rífa nema með leyfi stjórnvalda. I öðru lagi varðveizla eða húsavemd, sem byggist á sameiginlegum vilja yfirvalda og eigenda að halda húsi vel við í upprunalegu horfi samhliða eðlilegri nýtingu. Slík húsavernd ryður sér til rúms erlendis og með nánu samstarfi liúsráðenda og yfirvalda mætti glæða gömul hús lífi og gefa þeim verðugt hlutverk í samtíð og framtíð. Slík samvinna var talin bezta leiðin til árangurs í þeirri viðleitni að gefa fortíðinni framtíð svo vitnað sé til kjörorða húsfriðunarárs Evr- ópuráðsins. I þriðja lagi var rætt um friðun með þeim hætti að flylja hús af fyrri stað i safn eins og gert hefur ver- ið í nokkrum mæli í Reykjavík með flutningi liúsa í Árbæjarsafn. Slík húsasöfnun var talin hafa takmarkað gildi og aðeins eiga við í vissum tilvikum, þegar um væri að ræða sérstæð hús, sem ekki hefðu notagildi á upprunalegum stað eða ættu að geymast sem sýnishorn um gamlan húsbúnað almenningi til upplýsingar og fróðleiks. Ennfremur var talið nauðsynlegt að taka tillit til eldri byggðar, þegar unnið er að skipulagi, Jrar sem byggð er fyrir. Húsafriðun í höfuðborginni Á ráðstefnunni var sérstaklega gerð grein fyrir varð- veizlugildi gamalla húsa í Reykjavík. Skýrt var frá könnun, sem gerð var í höfuðborginni á árunum 1968—1970 og helztu niðurstöðum hennar. Könnun þessi fól í sér rannsókn á aldri húsa og ástandi, ásamt tillögugerð um varðveizlu. Fram kom, að liöfundar þessarar könnunar töldu sig bundna af þeim ramma, sem aðalskipulag Reykjavíkur 1962—1983 setti. M. a. að Jjví er varðaði samgöngukerfi við miðbæinn, þar á meðal í og við Grjótaþorpið. í könnun Jiessari voru sérstök svæði afmörkuð til friðunar og að lokum látið í té rökstutt mat á varðveizlugildi einstakra gatna og húsa. Alls var lagt til, að um 150 hús yrðu varðveitt á staðnum, 17 flutt í Árbæ, en um 100 hús rannsökuð nánar. f framhaldi Jressarar könnunar hefur húsafrið- unarnefnd friðlýst sex liús í Reykjavík: Alþingisliúsið, 166 Dómkirkjuna, stjórnarráðshúsið, Menntaskólann, SVEITARSTJÓRNARMÁL Iþöku og Landsbókasafnið, en frestað hefur verið að taka ákvörðun um önnur hús og svæði, svo sem norður- enda Tjarnarinnar, hegningarliúsið við Skólavörðu- stíg og Bernhöftstorfuna. Aðrir Jiættir könnunarinnar eru til meðferðar hjá skipulagsnefnd og byggingar- nefnd til frekari úrvinnslu og ákvörðunartöku. Sam- hliða Jjeirri vinnu, sem nú er hafin við endurskoðun að- alskipulags Reykjavíkur var á ráðstefnunni talið eðli- legt, að endurskoðað verði mat á varðveizlugildi ein- stakra húsa og bæjarhverfa, og jjað samhæft almennri endurskoðun aðalskipulagsins. Merkur áfangi í húsafriðun Stofnun húsafriðunarsjóðs snemma á [jessu ári var talinn merkur áfangi og verðugt spor í tilefni húsa- friðunarársins. Viðgerð og varðveizla gamalla húsa er mjög kostnaðarsöm og lítt viðráðanleg húseigendum og einstökum sveitarfélögum. Stuðningur hins opin- bera væri Jjví æskilegur, til dæmis með niðurfellingu fasteignaskatts lil sveitarfélags, sé vernduðu húsi vel við haldið. Talið var æskilegt, að stofnaður yrði nýr lánaflokkur í húsnæðislánakerfinu til endurbóta á húsnæði, sem talið er liafa varðveizlugildi. Talið var rétt að auka valdsvið húsafriðunarnefndar, sem starf- ar samkvæmt Jjjóðminjalögunum frá 1969, og að auka starfsfé liennar. Þá kom fram, að friðun verði ekki að- eins bundin við einstök tiltekin hús, heldur ged einnig náð til liúsaraða eða bæjarhverfa, svo varðveita megi andblæ hinnar varðveittu byggðar í heild. Fram kom sú skoðun, að gera Jjyrfti þjóðminjalögin frá 1969 víð- tækari, láta Jjau ná til fleiri fornminja, sem ástæða væri til að friðlýsa, og að lögbjóða Jjurfi nákvæma skráningu allra slíkra minja. Lagt var til, að stofnuð yrðu i hverjum landshluta embætti byggðaminjavarða, sem önnuðust eftirlit með menningarminjum, hver í sínum landshluta, en mestu varðaði Jjó, að hinn al- menni borgari í landinu léti mál þetta meira til sín taka heldur en verið hefur svo að viðhalda megi sem bezt þessum Jjætti íslenzkrar menningarsögu. Þótt friðun mannvirkja eins og náttúrufriðun eigi sér ekki langa sögu hér á landi, eru Jjetta málefni, sem nú fara sigurför um allan heim. Verndun um- hverfisins er einhver háværasta krafa okkar tíma. Kjörorð húsafriðunarráðstefnunnar á íslandi 1975 voru fólgin í ljóðlínum Einars Benediktssonar: „Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lyft upp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu Jjess liðna sést ei, hvað er nýtt.“

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.