Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 24
sérsmíða hurð í stíl við þá gömlu og vandséð, að hægt sé að fá iðnaðarmenn til að vinna verkið. í þessu sambandi dettur mér í hug lítið og geð- þekkt hús, sem ég geng oft framhjá. í húsinu hafa alla tíð búið fjórar fjölskyldur, misjafnlega efnum búnar. Nú hafa allir eigendur endurnýjað útidyrahurðina hjá sér og við augum blasir þró- unin í liurðagerð síðustu 25 árin — fjórar mis- munandi hurðir. Nú kann einhver að segja, að þetta eigi byggingaryfirvöld ekki að láta við- gangast — hér sé eftirlitsleysi um að kenna. Vissu- lega eru það sterk rök, en spurningin er, hver treystir sér til að segja öldruðum verkamanni, sem ef til vill lifir af ellistyrknum einum, að liann megi ekki kaupa ódýrustu hurðina, sem völ er á, hann verði að Iáta sérsmíða fyrir sig hurð, enda þótt hún sé 3—4 sinnum dýrari? Það séu áhugasamir húsafriðunarmenn í bænum, sem eindregið óski eftir því. Ég geri ráð fyrir, að blessaður öldungurinn myndi hrista höfuðið. Hvað geta sveitarstjórnir gert? Hugsanlegt er, að hér geti sveitarstjórnin grip- ið inn í og tekið að sér að greiða mismuninn, til þess að varðveita upprunalegt svipmót byggðar- innar. Ég veit dæmi þess, að slíkt hefur verið gert í Suður-Noregi, í Mandal og Flekkufirði og ef til vill víðar. Þar hefur tekizt að varðveita stór bæjarhverfi af gömlum húsum, sem rnynda mjög skemmtilega heild í bæjarmyndinni. Hætt er þó við, að slík ráðstöfun á almannafé kynni að verða gagnrýnd og ýmsum þætti því fjármagni betur varið til annarra þarflegri hluta. Seinustu forvöð Ég tel miklu máli skipta, að takast megi að varðveita sýnishorn af fyrstu þéttbýlismyndun landsins, hér í Reykjavík, á ísafirði og Akureyri og ef til vill víðar. Ennþá er þetta hægt, en eftir nokkur ár verður það ógerlegt. En við skulum ekki loka augunum fyrir því, að þetta er miklu kostnaðarsamara verkefni en svo, að litil sveitar- félög fái risið undir þeim kostnaði, ef þau ættu að bera kostnaðinn af því. En þau geta með ýmsu móti liaft áhrif á, að þessum gömlu bæjar- hverfum verði ekki spillt að óþörfu, t. d. með steinkumböldum, sem ekki falla inn í þessa bæj- armynd. Auðar lóðir mætti hæglega nýta með því að flytja þangað gömul hús úr öðrum hverfum, t. d. hús, sem nauðsynlegt reynist að flytja til vegna aukins umferðarþunga. Einnig mætti hugsa sér, að Húsnæðismálastofnun ríkisins veitti liag- stæð lán til endurbóta og viðhalds á ytra útliti þessara húsa. Með því móti væri hægt að hafa áhrif á, að þau glötuðu ekki upprunalegu útliti sínu. Yrði þá stofnaður sérstakur lánaflokkur til að sinna þessu verkefni, og þyrfti þá meðmæli húsafriðunarnefndar og viðkomandi sveitarstjórn- ar til þess að fá lán úr honum. Hugsanlega gætu viðkomandi sveitarfélög veitt einhverja fyrir- greiðslu í þessum efnum og stutt við bakið á íbúum þeirra. Kjarni málsins er, að ákveðið verði, livað við höfum hug á að ganga langt í þessum efnum, áð- ur en við glötum dýrmætum tíma, og mótum stefnuna fremur af raunsæi en óskhyggju. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.