Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 31
Vaxandi kröfur um aukið hreinlæti í fiskiðnaði kalla á stóraukna vatnsnotkun. Ljósmyndina tók Snorri Zophóníasson í fiskiðjuveri. þorpum með sláturhúsum má búast við mestri notkun á haustin í sláturtíð, í þorpum við sjáv- arsíðuna er þörfin mest, þegar vertíðin stendur hæst, o. s. frv. Notkunin er einnig mjög breytileg yfir sólar- hringinn. Mesta vatnsnotkun á heimilum er á morgnana og við matmálstíðir. Hámarksnotkun flestra atvinnufyrirtækja er um hádegisbil. Hér á eftir verður reynt að gera nokkra grein fyrir stærð þessara álagsþálta. III. 1. Mesta langtímanotkun Mesta langtímanotkun er yfirleitt mjög árs- tíðabundin og mjiig háð atvinnuuppbyggingu byggðarlagsins, einnig getur veðurfar haft veru- leg áhrif. Ekki er hægt að gefa neinar ákveðnar leiðbciningar um þetta atriði, en nauðsynlegt er í liverju tilfelli að mæla jænnan þátt við hönnun vatnsveitukerfa. III. 2. Mesta sólarhringsnotkun í Danmörku er rnælt með, að gert sé ráð fyrir, að mesta sólarhringsnotkun sé tvöföld meðal- sólarhringsnotkun (cjn). Hér liggja yfirleitt engar mælingar fyrir, svo að erfitt er að notast við jtessa rcglu. Tölurnar frá Danmörku gefa til kynna, að í minni bæjum sé mesta sólarhrings- notkun almennt 1,5—l,7q„, í stærri bæjum al- rnennt 1,3—l,4qn. I Þýzkalandi eru gildin mjög svipuð, 1,42— 1,84, og stækka eftir Jjví sem bæirnir eru minni. Erlendis ráðast þessi gildi víðast af þurrkum og miklum hitum. Hér á landi má búast við, að vertíð, sláturtíð o. þ. h. verði ráðandi. Matið jgj SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.