Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 36
efna í samgöngumálum héraðsins. I>á itrekar fundurinn samþykkt- ir sínar frá í fyrra um þá lilekki, sem veikastir eru í samgöngukerfi Vesturlands, og telur, að leggja beri ntikla áherzlu á aukið fé til viðhalds á þjóðvegum á Vestur- landi, sem að dómi fundarins er mjiig áfátt. Norðurvegur Aðalfundurinn telur tímabært, að fram fari alhliða úttekt á kost- um þess, að væntanlegur Norður- vegur með varanlegu slitlagi verði lagður um Mýrar, Heydal, Skógar- strönd og Laxárdalsheiði. Fundurinn bendir á, að val þess- arar leiðar fyrir Norðurveg mundi hafa í för með sér, að hún þjónaði einnig byggðunum á Snæfellsnesi, í Dölum og á Vestfjörðum og að leið J>essi er að mestu um láglendi, sem er mikilvægur kostur með til- liti til iiryggis í vetrarsamgöngum. Úttekt þessari verði hraðað eftir Jrví sem föng eru á, m. a. með til- liti til gerðar Vesturlandsáætlunar, og er stjórn samtakanna falið að fylgja Jressu máli eftir. Brú yfir Borgarfjörð Aðalfundurinn mótmælir harð- lega Jreim árásum, sem haldið er uppi gegn eðlilegum samgöngubót- um á Vesturlandi, einkum gerð brúar yfir Borgarfjörð. Byggðir Vesturlands munu áreið- anlega ekki víkja sér undan að taka á sig réttmætan hluta af byrðum Jieirra erfiðleika, sem Jrjóðin verð- ur nú að taka á sig, en Jjað verður ekki liðið frá Jieirra hendi, að Jjjóð- hagslega mikilvægum samgöngu- framkvæmdum á Vesturlandi verði drepið á dreif um ótiltekinn tíma. Greiðslur úr Vegasjóði Aðalfundurinn felur stjórn sam- 186 takanna að vinna að Jjví, að tekjur SVEITARSTJÓRNARMÁL Vegasjóðs verði tryggðar, svo greiðslur úr Jjéttbýlissjóði og 25% sjóði dragist ekki, svo sem verið hefur. Póstsamgöngur Aðalfundurinn telur, að Jjað fyrirkomulag, að allur póstur milli Jjéttbýlisstaða á Vesturlandi fari unt Reykjavík, sé svo seinvirkt við sfvaxandi samskipti og þjónustu innan Jjessa svæðis, að ekki sé leng- ur viðunandi. Fundurinn beinir Jjví til við- komandi stjórnvalda að gera nú Jjegar nanðsynlegar ráðstafanir til að koma á greiðari póstsamgöng- um, t. d. með samræmdum póst- flutningum milli staða á Vestur- landi. Einnig bendir fundurinn á nauðsyn bættrar póstdreifingar í ýmsum sveitum á Vesturlandi. Dreifikerfi rafmagns og síma Að tillögu Sturlu Böðvarssonar, sveitarstjóra í Stykkishólmi, var svofelld tillaga samþykkt: Aðalfundurinn beinir Jjví til stjórnar samtakanna, að Jjau beiti sér fyrir Jjví, að Rafmagnsveitur ríkisins og Landssími fslands hraði uppbyggingu rafmagns- og síma- dreifikerfa í Jjéttbýlisstöðum vegna gatnagerðarframkvæmda, og verði gerð áætlun um framkvæmdir RARIK og Landssímans í tengsl- um við 10 ára áætlun um gatnagerð, sem nú er unnið að í samráði við Framkvæmdastofnun ríkisins og Vegagerðina. Orkumál á Vesturlandi 1. Aðalfundurinn áréttar fyrri ályktanir um virkjun Kljáfoss og stofnun Vesturlandsveitu. Skorar fundurinn á orkumálaráðherra að skipa nú Jjegar nefnd til að gera tillögur um skipulag raforkumála í Vesturlandskjördæmi, skv. beiðni stjórna Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Andakílsárvirkjun- ar. 2. Aðalfundurinn leggur áherzlu á, að hraðað verði jarðhitaleit á Vesturlandi, svo úr Jjví fáist skorið sem fyrst, hvaða Jjéttbýlisstaðir á svæðinu eiga kost á hitaveitu. Jafn- framt skorar fundurinn á stjórn- völd og AlJjingi að veita sveitarfé- lögum aukinn fjárhagslegan stuðn- ing til að standa undir kostnaði við Jjessar framkvæmdir. 3. A Jjeim svæðum á Vesturlandi, þar sem jarðhiti reynist ekki til- tækur, verði dreifikerfi rafveitna styrkt og endurbætt, svo unnt verði að taka upp almenna notkun raforku til húsahitunar. í þessu sambandi verði gerð athugun á hagkvæmni fjarhitunarstöðva, er nýti aðallega afgangsraforku, en aðra orkugjafa, Jjegar slík raforka er ekki fyrir hendi, sbr. skýrslu um orkumál á Vesturlandi, sem Njörð- ur Tryggvason hefur samið. Atvinnumál Örn Símonarson, hreppsnefnd- arfulltrúi í Borgarnesi, hafði orð fyrir fjárhags- og allsherjarnefnd fundarins. Að tillögu nefndarinnar gerði fundurinn m. a. svofelldar álykt- anir: Aðalfundurinn beinir því til stjórnar samtakanna og til Jjing- manna kjördæmisins, að unnið verði að athugun og framkvæmd- um í atvinnumálum í kjördæminu. a) Haldið verði áfram rannsókn- um á Búðardalsleir og perlu- steinsvinnslu í Sementsverk- smiðjunni. b) Uppbyggingu dráttarbrautar í Stykkishólmi verði hraðað, svo bæta megi Jjjónustu við fiski- skipaflotann á Breiðafirði, en einungis í Stykkishólmi er nú aðstaða til að veita fiskiskipum á Breiðafirði Jjjónustu. e) Byggð verði fiskimjölsverk- smiðja á Snæfellsnesi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.