Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 37
Kostnaði af sjúkrasamlögum létt af sveitarfélögum Aðalfundurinn telur, að kostnað- ur vegna heilbrigðisþjónustu sé orðinn sveitarfélögunum ofviða, og að óeðlilegt sé, að þau greiði kostn- að af þjónustu, sem þau liafa lílil áhrif á. Þeint tillögum er beint til yfirvalda, að kostnaðinum vegna sjúkrasamlaga verði létt af sveitar- félögunum. Úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs breytt Að tillögu Guðmundar Vésteins- sonar, bæjarfulltrúa á Akranesi, gerði fundurinn svofellda ályktun: „Aðalfundurinn samþykkir að beina því til Alþingis og stjórn- valda, að lög um Jöfnunarsjóð verði tekin til endurskoðunar í því augnamiði m. a., að framlög úr sjóðnum verði notuð til að jafna í ríkara mæli fjárhagslegan að- stöðumun sveitarfélaga vegna mis- munandi tekna þeirra af fasteigna- gjöldum, útsvörum og aðstöðu- gjöldum. Sýslunefnd sækir um aðild að samtökunum Fyrir fundinn var lögð beiðni sýslunefndar Dalasýslu um aðild að samtökunum. Hafði sýslunefnd á fundi 25. ágúst 1975 lalið oddvita sínum að sækja um aðild sýslufé- lagsins að samtökunum. I greinar- gerð frá oddvita sýslunefndar með inntökubeiðni sýslunefndar segir m. a., að í sýslunefnd hefðu verið taldir vissir annmarkar á því, að hin smærri sveitarfélög gætu fylgzt með starfsemi samtakanna, m. a. með fundarsókn úr fjarlægð. Væri því talið heppilegra, að hreppsté- lögin, sem ntynda sýslunefnd, ættu þess kost að eiga innan samtak- anna fulltrúa, sem hefði það hlut- verk að treysta enn frekar en ella samband stjórnar samtakanna og einstakra sveitarfélaga, einkum hinna smærri. Stjórn samtakanna hafði vísað erindi jtessu til aðalfundarins. Fjárhags- og allsherjarnefnd fjall- aði um Jjetta efni. Daníel Agústín usson talaði af hálfu nefndarinnar og mælti gegn aðild sýslunefndar að samtökunum Svofelld tillaga var síðan sam- jjykkt um málið: Vegna umsóknar sýslunefndar Dalasýslu mælir aðalfundurin n Húnbogi Þorsteinsson, formaður samtakanna. með því, að fulltrúum sýslunefnda verði boðið að sækja aðalfundi samtakanna sem áheyrnarfullttú- ar. Að öðru leyti verði umsóknin send öllum sveitarstjórnum í kjör- dæminu til umsagnar. Ársreikningur og fjárhagsáætlun Fundurinn samþykkti ársreikn- ing samtakanna og fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár. Rekstrar- reikningur var gerður upp frá 31. okt. 1974 til 15. nóv. 1975, og voru niðurstöðutölur hans 5.103.041 kr. og efnahagsreiknings pr. 15. nóv. 1975 1.874.947 krónur. Niðurstöðu- tölur fjárhagsáætlunar ársins 1975 til 1976 voru 6.4 millj. króna. Sam- þykkt var að miða reikningsupp- gjör við 1. júlí ár hvert. Samjtykkt var fjárhagsáætlun fræðsluskrifstofu Vesturlands fyrir árið 1976, og voru niðurstöðutölur hennar 7.980.000 krónur. Fjárhags- áætlun þessi var samjtykkt í trausti jiess, „að fjármagn fáist til frant- kvæmdanna og heimilar stjórn samtakanna að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að standa undir væntanlegum kostnaðarhluta sam- takanna í rekstri fræðsluskrifstofu Vesturlands á árinu 1976.“ Stjórn samtakanna 1 stjórn samtakanna komandi starfsár voru kosnir Agúst Bjart- niars, oddviti í Stykkishólmi; Hauk- ur Sveinbjörnsson, oddviti Kol- beinsstaðahrepps; Einar Ólafs- son, varahreppsnm., Laxárdals- hreppi; Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri í Borgarnesi; Sigurðut Sigurðsson, oddviti Skilmanna- hrepps og bæjarfulltrúarnir Valdi- mar Indriðason og Guðmundur Vésteinsson á Akranesi. Stjórnin skipti með sér verkuru á þann veg, að Húnbogi Þorsteins- son var kosinn formaður og Guð- mundur Vésteinsson ritari, og gegnir hann starfi formanns í for- föllum. Áður en gengið var til stjórnar- kjörs voru dregin út nöfn tveggja fyrrverandi stjórnarmanna, sem ckki yrðu kjörgengir næsta starfsár skv. lögum samtakanna. IComu upp nöfn þeirra Alexanders Stefánsson- ar og Haraldar Árnasonar. Endurskoðendur samtakanna voru kosnir hreppsnefndarmennirn- ir Magnús Óskarsson í Andakíls- hreppi og Örn Símonarson í Borg- arnesi. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.