Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 43
VATNSVEITA LOGÐ A OLL BÝLI f SAIMDVÍKURHREPPI Samtal við Pál Lýðsson, oddvita hreppsins. í Sandvíkurhreppi hefur verið lögð vatnsveita á öll býli hrepps- ins, 17 að tölu. Veitulögnin er samanlagt 13.5 km á lengd og kostaði ríflega 13 millj. króna. í hreppnum eru heimilisfastir 135 íbúar, svo hér er um að ræða eitt af stærstu mannvirkj- um, sem nokkurt sveitarfélag hefur tekið sér fyrir hendur, ef miðað er við fólksfjölda, eins og altítt er. Vatnsveitan er mesta fram- kvæmd, sem Sandvíkurhreppur hefur ráðizt í, en það er að nokkru leyti unnið í samvinnu við Selfosshrepp. I ár eru réttir þrír áratugir frá aðskilnaði hreppanna, sem varð með setn- ingu laga um sameiningu Sel- fosshrepps í eitt sveitarfélag á árinu 1946. Með þeim lögum voru hlutar Sandvíkurhrepps, Hraungerðishrepps og Ölfus- hrepps lagðir til hins nýja hreppsfélags, Selfosshrepps. Eftir stofnun Selfosshrepps var þó ákveðið, að skólamál yrðu áfram sameiginleg, og síðan hafa hrepparnir verið í sama skólahéraði. Á ýmsum öðrum sviðum hefur samstarf verið hið bezta milli hreppanna, og er vatnsveitan nýjasta dæmi þess. „Þegar Ijóst'varð, að Selfoss- hreppur hugðist stækka vatns- veitu sína með lagningu nýrrar vatnspípu frá Ingólfsfjalli, ákvað hreppsnefnd Sandvíkurhrepps að skrifa hreppsnefnd Selfoss- hrepps og fara fram á aðild að þessari viðbótarstofnæð frá Ing- ólfsfjalli að Selfossi. Var það auðsótt mál, og tók Sandvíkur- hreppur að sér 7% af kostnaði við stofnæðina ofan úr Fjalli. Bréf hreppsnefndar Sandvíkur- hrepps með þessum tilmælum var ritað í desember 1974, og samningurinn var s'ðan sam- þykktur af hreppsnefnd Selfoss- hrepps 2. júlí og af hreppsnefnd Sandvíkurhrepps 9. júlí 1975. Áður höfðum við munnlega komið okkur saman um megin- atriði málsins, enda fram- kvæmdir vel á veg komnar, þeg- ar samningurinn var formlega staðfestur af báðum hrepps- nefndum." — Var hreppurinn illa settur með neyzluvatn? „Við höfum lengst af búið við misjafnt vatn.“ sagði Páll Lýðs- son, oddviti hreppsins, er vatns- veitan var tekin í notkun við há- tíðlega athöfn við inntak veit- unnar við Selfoss hinn 5. des- ember s.l. „Brunnur og vatnsból hafa verið gerð á öllum bæjum, og vatnið var rennandi inn í húsin, en hvarvetna hefur orðið að dæla því. Þrýstidælur voru komnar víða, en einnig voru not- aðar venjulegar gamaldags dæl- ur, þar sem vatni var dælt í safn- tanka, sem síðan var miðlað úr. Rafmagn höfum við haft í hreppnum frá árinu 1947, og Frá vígslu vatnsveitunnar laugardaginn 6. desember 1975. Á brunnlnum standa Óli Þ. Guðbjartsson, oddviti Selfosshrepps og ávarpar vígslugesti. Lengst til vinstri með hon- um Páll Lýðsson, oddviti. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.