Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1976, Blaðsíða 49
Þessar tölur leiða glöggt í ljós ónákvæmnina í heildaráætlunum Reykjavíkurborgar um fram- kvæmdir og fjárfestingu. Þó eru hér einvörðungu bornar sanian heildartölur um fjárfestingu, sem íjallað var um við afgreiðslu fjárhagsáætlunar livert áranna, sem hér um ræðir en það lætur að líkum að dæmi eru um mun meiri frávik í áætlun- um einstakra fyrirtækja eða málaflokka. Þessi frá- vik eiga sér í höfuðatriðum þrjár skýringar. Eðli- legasta skýringin er að frávik eigi rætur að rekja til breytinga á gildistíma áætlunarinnar svo sem verðhækkana og/eða breyttra ákvarðana af þeim sökum eða öðrum. Önnur skýringin er sú að ónóg- ar upplýsingar, eða hrein mistök hafi leitt til rangrar niðurstöðu í áætlun. Þriðju skýringar- innar er síðan að leita í einhvers konar sam- blandi hinna tveggja. Margir virðast þeirrar skoðunar, að frávik sem þessi séu einhlítur mælikvarði á hagnýtt gildi framkvæmda- og fjáröflunaráætlana og þess vegna sé ástæðulaust að leggja mikla rækt við gerð þeirra á verðbólgutímum. Þessi afstaða er ætíð skiljanleg og oft réttlætanleg, ef Jjess er ekki gætt að gera helztu forsendum í hverju til- viki rækileg skil jafnt í texta sem tölum. Tölurnar einar lýsa einvörðungu heildarum- fangi, en Jtær eru byggðar á yfirlýsingum og á- formum um tiltekna framkvæmda- og fjárfesting- aráfanga, svo sem um gerð mannvirkja af tiltek- inni stærð á tilteknunt stað, er skuli reist á til- teknum tíma. Sé þessum atriðum lýst sem greini- legast í áætlun jafnt í tölum sem mæltu máli og síðan fylgzt vel með breytingum, sem kunna að verða á gildistíma áætlunarinnar, kemur í ljós, að framangreind frávik eru langt frá Jtví að vera einhlítur mælikvarði á hagnýtt gildi áætlunar- gerðar á Jjessu sviði. Framkvæmda- og fjáröflun- aráætlanir eiga með öðrum orðum ekki að vera almennar yfirlýsingar um að liltekin fjárhæð skuli vera til ráðstöfunar á hvaða sviði fjárfest- ingar sem er miðað við almenn rekstrarskilyrði á Jteim tíma,' sem áætlanirnar eru gerðar. Það skal fúslega viðurkennt, að misjafnlega gengur að afla traustra gagna um einstök frani- kvæmdaáform og ákvarðanir, sem snerta Jjau, auk Jjcss sem oft er vanrækt að leita skýringa á frávikum ekki sízt í skjóli Jtess að skella megi skuldinni á verðbólguna. Slík vanræksla gefur þeim byr undir báða vængi, sem lialda fram til- gangsleysi umræddrar áætlunargerðar, og eykur mjög hættuna á Jjví, að menn missi sjónar á Jteim markmiðum, sem máli skipta. Þessi markmið eru nefnilega ekki bundin fjárhæðunum, sem slík- um, heldur tilteknum framkvæmdum og fjár- festingu. Með áætlunargerðinni er fyrst og fremst leitazt við að svara þremur spurningum. 1 fyrsta lagi hvað skuli gert, hvernig skuli staðið að því og hvað það kosti. í öðru lagi livað var gert, hvernig var staðið að því og Itvað kostaði Jtað. í Jjriðja lagi hvað breyttist, ef eitthvað, livers vegna og er hægt að taka Jjað nteð í reikninginn fram- vegis. Mælikvarðinn á hagnýtt gildi áætlanagerðar- innar er Jjví miklu fremur fólginn í svörurn við Jjessum spurningum en einstökum frávikum á samanburði á kostnaði samkvæmt niðurstöðutöl- um áætlunar og reiknings, sem ekki gefa neitt til kynna um raunveruleg markmið eða Jjað, hvern- ig Jjeim var náð. Við gerð framkvæmda- og fjáröflunaráætlunar Reykjavíkurborgar hefur með ári hverju verið lögð aukin áherzla á greinargerðir til skýringar einstökum áformum til Jjess að treysta forsendur áætlunargerðarinnar. Jafnframt hefur meiri rækt verið lögð við könnun á því, hvernig tekizt ltefur að ná einstökum framkvæmda- og fjárfestingar- markmiðum. Birtar eru skrár yfir helztu fram- kvæmdir og aðra fjárfestingu, sem fyrirhugað er að ráðast í á vegum einstakra stofnana og fyrir- tækja borgarsjóðs. Oft er reynt að gera nokkra grein fyrir Jjví, hvers vegna sé ráðizt í gerð til- tekinna mannvirkja, lýst er gerð og stærð mann- virkja og skýrt er frá fyrirhuguðum áfangaskipt- um í framkvæmdum. Jafnframt liefur í ýmsum tilvikum verið reynt að skýra frávik frá áætlun. Enginn vafi þykir leika á því, að Jjessi viðleitni hefur borið árangur og auðveldað stjórnendum borgarinnar undirbúning að ákvarðanatöku, svo sem ráða má af Jjví, að sífellt berast óskir um auknar upplýsingar og frekari sundurliðun gagna um áform einstakra stofnana og fyrirtækja borg- arinnar. 199 SVEITAUSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.