Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 4
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga hrepps- nefndir og bæjarstjórnir fyrir lok desembermánaðar ár hvert að gera áætlun um tekjur og gjöld sveitar- félagsins næsta reikningsár. Félagsmálaráðuneytið getur þó veitt bæjarstjórnum og sýslunefndir hreppsnefndum undanþágu frá þessu ákvæði, „þegar brýnar ástæður eru fyrir hendi", en þó eigi lengur en til 31. marz næsta árs. Fjárhagsáætlun skal ræða á tveimur fundum sveitarstjórnar með a. m. k. einnar viku millibili. 1 hreppum með færri en 500 íbúa má þó afgreiða fjárhagsáætlun á einum fundi. Fjárhagsáætlun skal athuga lið fyrir lið, greiða atkvæði um hverja grein fyrir sig og um áætlunina í heild. Þessi skilmerkilega fyrirsögn löggjafans helgast af því, að fjárhags- áætlunin er meginregla um upphæð gjalda og alla fjárstjórn sveitarfélagsins á reikningsárinu. Hún ætti einnig að vera þegnum sveitarfélagsins nokkur trygging fyrir því, að sveitarstjórnin í heild hafi ná- kvæmar gætur á fjárstjórn sveitarfélagsins. Oft er því slegið fram, að misbrestur sé á, að fjár- hagsáætlanir séu gerðar hjá sveitarfélögum eins og lög mæla fyrir um. Slikt á væntanlega ekki víða við undir venjulegum kringumstæðum nú orðið. Á hinn bóginn hefur stundum ekki verið unnt að semja fjárhagsáætlun svo nokkurt vit væri í t. d. i desember vegna yfirstandandi breytinga af löggjafans hálfu á veigamiklum tekjustofnum eða jafnvel á sjálfri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þess verður þvert á móti vart, að margar sveitarstjórnir leggi metnað sinn í að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir jól eða sem allra fyrst á nýbyrjuðu ári, haldi jafnvel um hana almennan sveitarfund, sendi hana formönnum nefnda og öðrum trúnaðarmönnum sveitarfélagsins, fjölmiðlum, viðskiptabanka og lánastofnunum. Öhætt mun að taka undir þann sígilda sannleik, 202 sem rifjaður var upp nýlega hér í tímaritinu, að samþykkt fjárhagsáætlunar sé mikilvægasta ákvörðun hverrar sveitarstjórnar á árinu. Einnig er liklegt að gerð fjárhagsáætlunar sé einn lærdóms- ríkasti þátturinn í öllum sveitarstjórnarstörfunum. Þetta liggur raunar í hlutarins eðli. Við öflun gagna og aðra vinnu að áætlunargerðinni öðlast menn glögga yfirsýn um þau verkefni, sem að kalla, verða að vega þau og meta og skipa þeim síðan í fram- kvæmdaröð eftir mikilvægi. Við þá vinnu gefst hverjum sveitarstjórnarmanni tækifæri til að stuðla að því, að það takmarkaða framkvæmdafé, sem er til ráðstöfunar, þegar búið er að ætla til áður sam- þykktra, lögboðinna og óhjákvæmilegra rekstrarút- gjalda, nýtist sem bezt til að nálgast það markmið, sem menn hafa meðvitað eða ómeðvitað sett sér með starfsemi sveitarfélagsins. Það einkennir umsvif sveitarfélaga á síðari árum, að einstök verkefni þeirra hafa stækkað til muna í hlutfalli við sveitarsjóðstekjur hvers almanaksárs. Ákvörðun um nýtt mannvirki, nýja stofnun bindur því hendur sveitarfélagsins mörg komandi ár, fyrst í fjárfestingu og síðar væntanlega í auknum rekstrar- utgjöldum. Þessi breyting hefur vafalaust átt ríkan þátt í því, að sveitarstjórnir grannlanda okkar leggja nú vaxandi áherzlu á gerð framkvæmdaáætlana til nokkurra ára fram í tímann. Reykjavíkurborg hefur um árabil tekið mið af slíkri framkvæmda- og fjár- öflunaráætlun, eins og frá var sagt í seinasta tölu- blaði, og í þessu blaði segir frá framkvæmdaáætlun ísafjarðar. Vitað er, að fleiri sveitarstjórnir eru að vinna að gerð áætlana um einstaka þætti í rekstri sínum, svo sem gatnagerð, eða um búskap sinn í heild. Á því getur naumast leikið vafi, að slík áætl- anagerð verður mjög árangursrík, ef rétt er að mál- um staðið og auðveldar mönnum gerð hinna lög- boðnu fjárhagsáætlana til eins árs í senn. U.St. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.