Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 5
KARL E. LOFTSSON, oddviti: HUGLEIÐINGAR FRÁ HÓLMAVÍK /Vl II i=ni mhii ¦ _iJ FRÁ Q SVEITAR m STJÓRNUM Atvinnumál Á síðastliðnu sumri var hafin hér vinnsla á hörpudiski á vegum kaupfélagsins, og er það von okkar Hólmvíkinga, að sú vinnsla verði varanleg og geti komið á þeim tíma, er rækjuveiðum lýkur, og brúað þar með atvinnuleysistíma- bil. Á þessum tfma eru lfka stund- aðar grásleppuveiðar, og erum við Strandamenn stærstu framleiðend- ur grásleppuhrogna á landinu, þeg- ar miðað er við mannfjölda. Þykir okkur því súrt í brotið að sjá alla þessa framleiðslu flutta óunna úr landi, að ekki skuli vera hægt að fullvinna þessa vörutegund hér heima, þegar nógur er vinnukraft- urinn. Vinnsla hörpudisksins og framtíð hennar fer þó eins og um fleiri greinar sjávarútvegs eftir söluhorfum hverju sinni. Samgöngur Um samgöngurnar er ekki hægt að segja annað en að þær séu mjög góðar. Vængir h.f. fljúga til okkar tvisvar f viku allt árið, og áætlunar- ferðir á landi eru tvisvar í viku yfir sumarmánuðina og einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Þá er leiðin frá Brú í Hrútafirði jafnan mokuð, og má heita einsdæmi að ferð falli niður. Þá finnst mér sérstök ástæða til að geta um tengingu Djúpvegarifis við akvegakerfi Strandasýslu um Steingrímsfjarðarheiði Strandasýsla hefur verið mjög af- skekkt hvað samgöngur snertir við aðra hluta kjördæmisins og með byggingu Djúpvegarins finnst okk- Karl E. Loftsson, oddviti Hólmavíkur- hrepps. ur tími til kominn að tengja kjör- dæmið saman hvað samgöngur snertir með lagningu vegar yfir Steingrimsfjarðarheiði, því að sú tenging mundi veita margs konar þjónustu fyrir héruðin í kjördæm- inu. Ég vil að það komi fram, að við, sem í strjálbýlinu búum, kunnum að meta það, ef samgöngurnar eru í lagi, og vil ég sérstaklega þakka þeim aðilum, sem hafa séð okkur fyrir góðum samgöngum. Skólamál Á árunum 1973-1975 var byggð- ur hjá okkur mjög vandaður kenn- arabústaður með tveimur íbúðum fyrir kennara, og var þar með leyst- ur mikill vandi, sem fylgdi þvf að sjá kennurunum fyrir húsnæði, en til viðbótar þessum kennarabústað er nýlegur skólastjórabústaður, og ennfremur hafa einn til tveir kenn- arar jafnan haft aðsetur í skólahús- inu sjálfu. mw'^mmm^^T^^^^^^^^^^^1 1 m\ ;^l H rffiLng .. *¦ . Barna- og unglingaskóii Hólmavíkur. 203 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.