Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 6
Heitt vatn Séð yfir byggðina á Hólmarlfl, sem áður var kallað. Rafmagnsmál 204 Um orkumálin er það að segja, að við höfum raforku frá Þverár- virkjun 1 Hólmavíkurhreppi, sem er í eigu Rafmagnsveitna ríkisins. Sú virkjun var byggð á árunum 1952—1954 og tekin í notkun árið 1954. Afkastageta hennar þá var 7C0 Kw, en fljótlega var bætt við annarri vélasamstæðu, og er af- kastageta hennar nú 1700 Kw, og hafa 6 hreppar af 8 hreppum sýsl- unnar rafmagn frá virkjuninni, auk þess Geiradals- og Reykhóla- hreppur í Austur-Barðastrandar- sýslu ásamt Þangverksmiðjunni að Reykhólum, og hluti af Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu ásamt hey- kögglaverksmiðju þar. Er nú svo komið, að álagið á virkjunina er orðið alltof mikið, og er brýn nauð- syn að bæta þar úr. Virðist manni þá, að fljótlegasta leiðin verði sú að leggja línu úr byggðalínunni í Hrútafirði í Króksfjarðarnes með tengingu við Þverárvirkjun þar. Þetta tel ég fljótvirkustu leiðina til að leysa þann mikla vanda, sem nú er á orkuveitusvæði Þver- árvirkjunar, en um það má sjálf- sagt deila, hvort hún sé hagkvæm- ust. Ég held hins vegar að stefna beri að því að virkja heima i hér- aði og beinast þá augu manna helzt að virkjun Hvalár og Rjúk- anda i Ófeigsfirði á Ströndum, en þar standa nú yfir rannsóknir á virkjunaraðstöðu. Benda allar lík- ur til þess, að hagkvæmt verði að virkja þar. Ég vil minna á kosti þess að virkja á Ófeigsfjarðarsvæðinu. Með því að byggja orkuver þar mundi það treysta byggð íbúanna þar, og um leið uppbyggingu þess héraðs, sem hvað harðast hefur orðið úti varðandi íbúafækkun í kjördæm- inu á síðari árum, um leið tæki- færi fyrir stjórnmálamennina okk- ar að sýna það nú í verki, að þeir stuðli að jafnvægi í byggð lands- ins, því enn sem komið er, er það hugtak lítið annað en falleg loforð á pappírnum geymd í skrifborðs- skúffum þeirra. Það getur ekki verið talið þjóð- hagslega hagkvæmt, ef öryggissjón- armið eru höfð í huga, að stinga öllum stórvirkjunum á aðaleld- fjallasvæði landsins. Vestfjarða- kjálkinn er ekki eldfjallasvæði, því ekki að virkja meira þar, ef öryggis á að gæta? Um heitt vatn nálægt Hólmavík er ekki hægt að segja ennþá, en líkur eru á þvi, að boruð verði rannsóknarborhola fljótlega, og er það draumur okkar og von, að heitt vatn finnist hjá okkur, eins og í öðrum héruðum landsins, því alls staðar er heitt vatn í kringum okkur, s. s. í Hveravík, í Bjarnar- firði, á Reykhólum og víðar. Brunavarnir Árið 1972 sameinuðust 3 hrepp- ar, það er Hólmavíkurhreppur, Kirkjubólshreppur og Hrófbergs- hreppur í eitt brunamálasvæði og keyptu eina af slökkvibifreiðum þeim, er fluttar voru inn af Inn- kaupastofnun ríkisins, þannig að ég tel, að við séum nokkuð vel búnir slökkvitækjum. Hafnarmál Miklar endurbætur voru gerðar í hafnarmálum okkar Hólmvík- inga á árunum 1958—1960. Þá var hafnarbryggjan okkar endurbyggð að öllu leyti, en áður var hér gömul trébryggja frá árinu 1926, og var hún að verða ónýt. Lengd hafnar- garðsins er 120 metrar, en helm- ingurinn af lengd hans er grjót- fylling, og þar fyrir framan er stál- þil með steinsteyptri þekju, 12 m á breidd með 50x15 metra vinkil fyrir enda garðsins (sjá mynd). Þetta voru mikil umskipti hjá okkur í hafnarmálum á þeim tíma, en nú er orðin brýn nauðsyn að vinna að endurbótum á höfninni, og má þar helzt nefna dýpkun hafnarinnar, sem þolir enga bið vegna mikils sandburðar inn í höfnina, endurbætur á grjótgarð- inum, og steypa þarf þekju á efri hluta hafnargarðsins. Allar þessar SVEITARSTJORNARM/4L

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.