Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 7
framkvæmdir í hafnarmálum okk- ar hafa verið á áætlun hjá Vita- og hafnamálastofnuninni s.l. 3 ár, en aldrei náð svo langt að komast inn á fjárlögin, og er því von okkar nú, að við verðum ekki öllu lengur látnir bíða eftir þessum nauðsyn- legu endurbótum. Landbúnaður í Hólmavíkurhreppi eru 3 jarðir í byggð og að auki ein jörð, sem nytjuð er frá Hólmavík, fjöldi bú- penings í hreppnum um s.l. ára- mót voru 4 kýr og 3 aðrir naut- gripir, 1044 kindur og 59 hross. Til gamans mætti geta þess, að fyr- ir 20—25 árum áttu Hólmvíkingar um 40 kýr og framleiddu þá alla mjólk fyrir sig sjálfir, en nú er orðin breyting á, og erum við al- gerlega háðir öðrum, hvað mjólk- urframleiðslu snertir, og um margra ára skeið höfum við keypt mjólk beint frá framleiðendum úr næsta hreppi, þ. e. Kirkjubólshreppi. Eins og kemur fram hér, er rúm- lega 1000 fjár á fóðrum í hreppn- um og því svo til eingöngu um sauðfjárrækt að ræða, enda hefur hún jafnan reynzt vel, þar sem um hraustan og afurðagóðan bústofn er að ræða og beitiland mjög gott. Fyrst ég er farinn að tala um land- búnaðinn á annað borð, langar mig til að minnast svolídð á búskapar- hætti í Strandasýslu. Mikil votheysverkun Það sérstæðasta við búskap Strandamanna er hin mikla vot- heysverkun. Sumarið 1975 fóru 57% af heildar- heyfeng Strandamanna í vothey, en sambærileg tala fyrir landið allt er aðeins 10%. í einstökum hrepp- um fer þó miklu hærra hlutfall 'af heyfengnum til votheysgerðar, Hafnargarðurinn er 120 m langur og fremst í vinkil stálþil með stelnsteyptri þekju. Við hann geta legið öll skip íslenzka kaupskipaflotans. mest var það á s.l. sumri í Fells- hreppi, 92%, og á mörgum bæjum fer heyfengurinn allur í vothey. Með þessu hefur Strandamönn- um tekizt að leika á hina vætu- sömu veðráttu, sem þeir búa við, og halda því ótrauðir áfram sinum votheysbúskap, þó að bændur í Rækjan hefur reynzt Hólmavík mikil búbót. Nú binda menn einnig vonir vlð hörpudisk. Rækjubátur kemur að landi. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.