Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 10
Frá því um 1920 má segja, að gilt hafi nokkuð fast form í þessum efnum. En árið 1915 voru samþykkt lög frá Alþingi, er kváðu á um aðal- mat fasteigna á tíu ára fresti. Og var fyrsta aðal- mat samkv. lögum þessum staðfest 1. apríl 1922. Þessi mál renna síðan í nokkurn veginn sléttum farvegi næstu áratugi. Þannig eru næstu aðalmöt löpreilt 1932 og 1942 — en það mat var hækkað með framreikningi 1957 og gilti með þeirri breyt- ingu fram til 1971, þegar síðasta aðalmat var staðfest, en það byggir á verðlagi 1. jan. 1970. Þetta aðalmat var framkvæmt á grundvelli laga nr. 28/1963. Samkv. 21. gr. þeirra laga skal, milli aðalmata, starfa svokallað millimatsmannakerfi. Þannig eru starfandi í hverju sveitarfélagi tveir millimats- menn, sem framkvæma möt á nýjum eignum og sjá um að skrá eigendaskipti, meta viðbætur og endurbætur á eldri eignum og afskrá eydd mann- virki. Stjórn þessara mála hefur svo verið í höndum 3ja manna Yfirfasteignamatsnefndar og Fast- eignamats ríkisins, sem talið er deild í fjármála- ráðuneytinu. Segja má, að hin nýja löggjöf hafi verið í und- irbúningi allar götur frá árinu 1971. Hefur fjár- málaráðuneytið haft á hendi allan undirbún- ing. Það er þó ekki fyrr en á þessu ári, að Alþingi afgreiðir málið. Því er fullkomlega tímabært og eðlilegt að gera sér nú grein fyrir því, hvar við stöndum og hvaða breytingar eru í vændum. Eins og lög og reglugerðir bera með sér, þá eru störfin tvíþætt, þ. e. skráning og mat fasteigna. Aðalmöt lögð niður Um áratugi hafa fasteignamatsnefndir, ein í hverju lögsagnarumdæmi, annazt aðalmöt oftast á tíu ára fresti, en á milli aðalmata hafa milli- matsmenn unnið þessi störf, eins og áður segir. Eitt höfuðeinkenni nýju laganna er í því fólg- ið, að aðalmöt á vissu árabili eru lögð niður og millimatsmannakerfið sömuleiðis. 208 I stafiinn kemur sívinnandi mat, eins og fjár- málaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, gerði grein fyrir í framsögu fyrir frumvarpinu á Al- þingi. Og framreikningur árlega til rétts verð- lags sambr. 26. gr., sem verður að telja einn tryggasta gildisauka fasteignamatsins í allri verð- mætisviðmiðun og jafnvel í almennum viðskipt- um manna í milli, ef vel tekst til um framtíðar- skipulag og gagnavinnslu. Aukin áherzla á skráningu fasteinna Það kom einnig fram í ræðu fjármálaráðherra, að með þessum nýju lögum væri stefnt að auk- inni áherzlu á skráningu fasteigna. Með það í huga, hve ríkur þáttur fasteigna- skráning er að verða í margvíslegri stjórnun, s. s. skipulags- og umferðarmálum og í allri fram- tíðaráætlanagerð vekur þessi þáttur aukna at- liygli. Og hér er það einmitt sem byggingarfull- trúarnir koma inn á sviðið og ef svo mætti segja í aðalhlutverki. En öll fasteignaskráningin verð- ur byggð á upplýsingum þeirra. Um þetta segir svo í nýjum lögum um fast- eignaskráningu og fasteignamat í 9. gr.: „Viðkomandi svcitarstjórn er ábyrg fyrir, að Fasleignamati rikisins berist upplýsingar um lönd og lóðir og breytingar á þeim, svo og um 811 mannvirki, sem gerð eru i umdœmum þeirra hvers um sig, og um breytingar á þeim og eyð- ingu þeirra. Sveitarstjórn skal að jafnaði fela byggingar- fulltrúa viðkomandi sveitarfélags upplýsingagjöf um fyrrgreind alriði. Þar sem byggingarfulltrúar eru ekki starfandi, skal sveitarstjórn fela upp- lýsingalöggjöfina öðrum aðila i hendur að fengnu samþykki Fastcignamats rikisins. Eigendum fast- cigna er skylt að veita þœr upplýsingar um fast- eignir, sem um er beðið. Fasleignamat rikisins kveður á um form, efni og tímaselningu þessarar upplýsingagjafar. Bygg- ingarfulltrúar eða aðrir, sem sveitarstjórn hefur falið upplýsingagjöf, skv. 2. mgr., eru ábyrgir fyrir, að upplýsingar séu efnislega réttar. Sveitarstjórn gctur lagt fyrir þd aðila, sem leggja teikningar og önnur gögn fyrir byggingar- SVF.ITARSTJORNARMAI.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.