Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 12
En við könnun á sölusamningum koma upp ýmis vafaatriði, sem ekki liggur í augum uppi, hvernig með skuli fara. Hverju húsi fylgir lóð eða réttur til lóðar. Sölusamningur hefur ekki að geyma neina sundurliðun á því, hvað sé hið eiginlega verðmæti hússins og hvað sé greiðsla fyrir lóð eða framsal lóðarréttinda. Þarna kemur augljóslega fram eitt af okkar vandamálum. Það er t. d. verið að gera mikinn mun á mati húss, eftir því, hvort það stendur í fínu um- hverfi í Reykjavík eða á hæð fyrir ofan síldar- verksmiðju á Raufarhöfn. Þessi hús gætu verið jafn stór og álíka í þau borið. Söluverð þeirra yrði aftur á móti mjög ólíkt. Það, sem gerir þennan verðmismun, er því augljóslega staðsetning lóðanna, sem þau standa á. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort ekki væri rétt að meta húsin til verðs nokkuð jafnt vegna efnisatriða, en láta aðstöðumuninn koma fram í lóðamatinu. í Reykjavík er þessi leið valin að nokkru leyti, en utan þess þá hefur raunar ekki verið gerð tilraun til að meta lóðir af hálfu Fasteignamats- ins. Við síðasta aðalmat fasteigna var lóðaverð ákveðið mjög lágt pr. m2 og næstum látið gilda sama fermetraverð um allar lóðir innan hvers sveitarfélags, án tillits til notagildis eða staðsetn- ingar. Hér var því fremur um skráningaratriði að ræða en raunverulegt mat. Það er mikið um- hugsunarefni, hvort þessu þarf ekki að breyta. En þetta er eitt af þeim verkefnum, sem ég held, að óhugsanlegt sé að vinna öðruvísi en í nánu samstarfi við viðkomandi sveitarstjórnir. Hér verður staðarþekking að koma til — til- finningin fyrir uppbyggingu hvers sveitarfé- lags, vitneskjan um framtíðaráætlanir þess — þarfir og möguleika á sviði atvinnu, viðskipta og annarra þátta, sem ráða framvindu mála í hverju sveitarfélagi. Samræming í mati 210 Um skipulega uppbyggingu matsstarfanna er kveðið á í 19. gr. laganna, en hún er svo- hljóðandi: „Fasteignamat ríkisins annast mat fasteigna samkvœmt lögum þessum. Fasteignamat rikisins skal leitast við að tryggja samrœmingu i mats- störfum og samræmingu upplýsinga, sem mdli skipta við framkvœmd mats. Þá er Fasteignamati ríkisins heimil útvegun sérfrœðilegrar aðstoðar við mat, eftir pvi sem þörf krefur. Fasteignamati ríkisins er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að ráða trúnaðarmenn i ein- stökum kjördœmum, er annist mat og/eða skoð- un fasteigna. Ef til kemur, skal i reglugerð setja nánatri ákvœði um ráðningu og starfssvið trún- aðarmanna." Með þessu ákvæði, að Fasteignamat ríkisins annist mat fasteigna, þá eru tekin upp sömu vinnubrögð og tíðkazt hafa um mat í Reykjavík undanfarið og komin er nokkur reynsla á. En það er í því fólgið, að skoðunarmenn fara á staðinn, skoða viðkomandi eign og lýsa henni á þar til gerð eyðublöð. Eftir að þessi eyðublöð hafa verið yfirfarin af sérfróðum mönnum í skrifstofunni, eru þær upp- lýsingar, sem þau hafa að geyma, flutt inn á gataspjöld og áfram til tölvuvinnslu til undir- búnings gerð nýrrar fasteignaskrár. Þetta á við um öll íbúðarhús og venjulega bíl- skúra. Hins vegar er óhjákvæmilegt að meðhöndla öll sérhæfð mannvirki á annan hátt, þann sem við köllum handmat, en í því er tekið tillit til sérhæfðra eiginleika hússins, s. s. lofthæðar og ýmiss frágangs o. fl. Öll gögn, sem búin eru undir tölvuvinnslu, krefjast nákvæmari vinnubragða, — en þau eiga líka að gefa aukið öryggi um réttar niðurstöður. Ákvæði greinarinnar um sérstaka trúnaðar- menn í kjördæmum er ekki fullmótað. Hins vegar er það augljóst, að byggingarfull- trúarnir hafa svo margvíslegum störfum að gegna, að þeir geta ekki, án aðstoðar, sinnt ölf- SVEITARSTJÖRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.