Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 15
FRAMKVÆMDAÁÆTLUN ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR 1975—1978 Isafjarðarkaupstaður hefur samið og gefið út fjöl- ritaða framkvæmdaáætlun fyrir kaupstaðinn 1975—1978, sem bæjarstjórnin hefur unnið að með aðstoð Ráðgjafaþjónustu dr. Kjartans Jóhanns- sonar, verkfræðings. I inngangsorðum segir svo um verk þetta: „Framkvæmdaáætlun má gera úr garði með ýmsum hætti. Tilgangur áætlunarinnar hlýtur þó einkum að vera sá, að sýna sem gleggst, hvaða verk- efni séu einkanlega framundan, og hversu umfangs- mikil, leiða í ljós möguleika til að sinna þessum verkefnum og taka afstöðu til röðunar framkvæmda með tilliti til mikilvægis eða forgangs. Mat á mikil- vægi framkvæmda sveitarfélags og þá um leið upp- gjör á milli þeirra er stjórnmálalegt verkefni, sem sveitarstjórnir hafa fjallað og fjalla sífellt um, hvort sem framkvæmdaáætlun er fyrir hendi eða ekki. Hlutverk áætlunargerðarinnar er því öðrum þræði að veita yfirsýn til þess að auðvelda mat og val. Að hinum þræðinum er áætluninni ætlað að stuðla að því, að ákvarðanir um framkvæmdir séu teknar tímanlega, en það gerist æ mikilvægara eftir því sem tæknivæðing eykst og undirbúningur verður því bæði mikilvægari og tímafrekari, ef tryggja á skynsamlega nýtingu fjármagns og annarra fram- leiðsluþátta. Möguleikar til framkvæmda ráðast af mismun á tekjum og rekstrargjöldum ásamt fjáröflun frá aðil- um óháðum bæjarsjóði, sérstaklega ríkisframlögum og lánsfé. Umfang mögulegra framkvæmda hlýtur því að vera nokkuð teygjanlegt, eftir því hvernig til tekst um öflun lánsfjár og ríkisframlags. Verður að hafa það í huga við gerð og notkun áætlunarinnar. I áætlunargerðinni felst ekki ákvörðun um fram- kvæmdir, heldur áform um meginstefnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Áætluninni er ætlað að vera tæki til þess að auðvelda stjórnun með því að auka yfirsýn og líta til lengri framtíðar en við gerð árlegra fjárhagsáætlana. Allar áætlanir taka breytingum við breyttar aðstæður. Af þeim sökum þarf að endur- skoða framkvæmdaáætlun sem þessa reglulega, og sýnist horfa vel við, að sú endurskoðun sé árleg og fylgi frágangi fjárhagsáætlunar hverju sinni. Yrði það verk unnið með þeim hætti, að við afgreiðslu hverrar fjárhagsáætlunar yrði lögð fram fram- kvæmdaáætlun yfir fjögur ár og næði áætlunin þannig ætið til fjögurra ára, en jafnframt yrðu þá áætlanir fyrir þrjú hin fyrri árin endurskoðaðar.“ Greinargerðin skiptist í fimm meginkafla og allar tölur miðaðar við óbreytt verðlag svo raungildi framkvæmda sé hið sama öll árin og óháð verðlags- þróun. Kaflaskipan í greinargerðinni er eins og hér er sýnt: I. Tekjur og tekjustofnar Gerð er grein fyrir líklegri breytingu á tekju- stofnum sveitarfélagsins á árunum 1975—1978 og forsendum þeirra breytinga. Metnar eru horfur um tekjuöflun bæjarbúa á áætlunartímabilinu og gengið út frá 2% aukningu rauntekna á mann og 0,85% fólksfjölgun á ári, enda hafa atvinnutæki á ísafirði verið í mikilli endurnýjun og uppbyggingu. Er þetta mat lagt til grundvallar bæði útsvari og aðstöðugjaldi. Við mat á fasteignaskatti er m. a. miðað við lóðaúthlutun hvers árs og gengið út frá, að 25% íbúðarhúsnæðis komist á fasteignaskrá á öðru ári frá úthlutun lóðar, 50% á þriðja ári og 25% á fjórða ári og tekið til mats jafnskjótt og það er tekið í notkun. Þeirri reglu hefur verið fylgt á Ísaíirði, að fasteigna- skattur er ekki lagður á íbúðarhúsnæði fyrr en að tveimur árum liðnum frá því að það kemst í fast- eignamat. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.