Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 16
Holrœsagjald er á Isafirði reiknað sem 0.32% af fasteignamati húss og lóðar og breytist í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar, og lóðarleiga er 5% af fasteignamati lóða án álags. Framlag úr Jöfnunarsjóði er metið eins og aðrir tekjuþættir, annars vegar hið beina framlag og hins vegar hlutdeild í landsútsvari fyrirtækja í bænum. Aðrir tekjustofnar eru einkum húsaleigur og vextir og loks gatnagerðargjöld. II. Rekstrargjöld í áætlunargerðinni er reiknað með því, að rekstrargjöld í heild nálgist það að vera til jafnaðar 75% af þeim tekjustofnum, sem innifaldir eru í þeim tekjum, sem hlutfallstölurnar eru reiknaðar af á hverju ári áætlunartímabilsins. III. Fjármagn til ráðstöfunar Mismunur áætlaðra rekstrarútgjalda og tekju- stofna að viðbættu þjóðvegafé og gatnagerðar- gjöldum er þá ráðstöfunarfé sveitarfélagsins til ný- framkvæmda hvert árið um sig. IV. Helztu verklegar framkvæmdir framundan I kaflanum er gerð grein fyrir helztu fram- kvæmdum, sem fyrir dyrum standa og fjárþörf til þeirra metin í hverju tilviki. Undirfyrirsagnir í kaflanum segja til um þessar framkvæmdir: 1) Gatnagerð vegna lóðaúthlutunar Áformað er að úthluta lóðum undir nær 50 íbúðir til jafnaðar á ári eða 183 íbúðir á tímabilinu. Að jafnaði er talið, að þurfi 25 metra götulengd vegna hverrar lóðar undir einbýlishús, 15 metra í götu- lengd vegna hverrar lóðar undir einbýlishús, 15 metra í götulengd vegna íbúðar í raðhúsi eða stalla- húsi og 8,5 metra í götulengd vegna hverrar íbúðar í fjölbýlishúsi. Miðað við verðlag ársins 1975 var gert ráð fyrir, að slitlag á 10 metra breiða götu ásamt gangstétt kost- aði 17000 kr. á hvern lengdarmeter, en kostnaður við undirbyggingu væri milli 15000 og 25000 krónur á hvern lengdarmeter. Kostnaður af gatnagerð vegna nýbygginga fyrir 214 mismunandi húsagerðir var áætlaður þessi: Malargata (þús. kr.) Einbýlishús 400-625 Ibúð í raðhúsi 240-390 Ibúð í fjölbýlishúsi 135-220 Gata með slitl. (þús. kr.) 800-1050 480- 630 270- 360 2) Sjúkrahús. Ákveðið er að reisa nýtt sjúkrahús á ísafirði 6.100 m2 að stærð eða 22000 rúmmetrar. Kostnaðarhlut- deild ríkissjóðs er 85% í sjúkrahúsum, en sveitarfé- laga, sem þjónustu þess njóta, 15%. Þar af mun hlutur kaupstaðarins verða um 75% og annarra sveitarfélaga 25% og hlutdeild bæjarsjóðs í sjúkra- húsinu því nálægt 11,25% af heildarbyggingar- kostnaði. Gert var ráð fyrir, að heildarkostnaður yrði um 650 millj. króna á verðlagi ársins 1975, en mun nú talinn verða um einn milljarður. 3) Dagheimili eða leikskóli. Áform er um að reisa dagheimili fyrir 30 börn og leikskóla fyrir 50 börn. Gengið er út frá normum frá byggingardeild menntamálaráðuneytisins og kostn- aðartölum samkvæmt upplýsingum Reykjavíkur- borgar. 4) Dvalarheimili fyrir aldraða. Uppi eru hugmyndir um byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða fyrir 40 dvalargesti, sem skiptist í 20 einsmannsherbergi og 10 hjónaíbúðir. Áætluð stærð er 1950 m2 og 6000 m3.1 áætluninni var gert ráð fyrir ríkisframlagi, sem nú hefur verið fellt niður með lagabreytingunni um verkefnatilfærsluna með lögum nr. 95/1975. 5) Framlag til hafnarsjóðs Gert er ráð fyrir, að hafnarsjóður standi undir rekstri hafnarinnar að meðtöldum vöxtum og af- borgunum af lánum. Bæjarsjóður leggi á hinn bóg- inn móti 75% hlutdeild ríkissjóðs við nýfram- kvæmdir. 6) Slitlagsgerð Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. hefur gert áætlun um gatnagerð úr varanlegu efni í þétt- býli Vestfjarða. Er þar gert ráð fyrir, að gatnagerð á SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.