Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 18
NIÐURSTÖÐUR I RITGERÐARSAMKEPPNI SAMBANDSINS 1976 I tilefni af 30 ára afmæli sambandsins hinn 11. júní 1975 efndi stjórn sambandsins til ritgerðarsamkeppni um efnið: Sveitarfélög á hlandi — framtíðarhlutverk. Samkeppnin náði til nemenda á efsta stigi menntaskólanámsins. Fór hún fram á ofanverðum seinasta vetri með skilafresti til 31. marz. Skyldi ritgerðin vera milli 1500 og 2000 orð. Þrennum verðlaunum var heitið fyrir beztu úrlausnir, 100 þúsund krónum í 1. verðlaun, 50 þús. krónum í 2. verðlaun og 25 þús. krónum í þriðju verðlaun. Stjórnin leitaði samstarfs við menntamálaráðuneytið og samstarfsnefnd menntaskólastigsins um framkvæmd samkeppninnar og tilnefndi hvor sinn fulltrúa í dóm- nefnd. Dómnefnd ritgerðarsamkeppninnar skipuðu Páll Lín- dal, formaður sambandsins, Árni Gunnarsson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu og Tryggvi Gíslason, skólameistari á Akureyri. Trúnaðarmaður dómnefndar var Unnar Stefánsson, ritstjóri. Þrjár ritgerðir bárust i samkeppninni. Hér fer á eftir umsögn dómnefndarinnar um þær. Mánudag 26ta júlí 1976 kom dómnefnd í ritgerdarsam- keppni Sambands íslenzkra sveitarfélaga saman til að fjalla um ritgerðir, er borizt höfðu í ritgerðarsamkeppni, er efnt var til meðal nemenda á síðasta vetri mennlaskólastigsins. Rit- gerðarefnið var: Sveitarfélög á íslandi — framtíðar- hlutverk. / dómnefndinni áttu sæti Arni Gunnarsson, full- trúi í menntamálaráðuneytinu, Páll Líndal, borgarlögmaður, og Tryggvi Gíslason, skólameistari. Ritari dómnefndar og trúnaðarmaður þátttakenda var Unnar Stefánsson. Þrjár ritgerðir höfðu borizt. Dómnefndin varð sammála um, að engin rilgerðanna vœri hœf lil að hljóta fyrstu verð- laun, par sem pœr gerðu ekki framtíðarhlutverki sveiiarfélaga á Islandi viðhlítandi skil, enda pótt lýsing á starfsemi sveitarfélaganna og sögulegt yfirlit væri allgott. Dómnefndin varð sammála um að veita ónnur verðlaun, 50 púsund krónur, fyrir ritgerð eftir „Hrafn". Reyndist hann 216 vera Einar Eypórsson, nemandi í Menntaskólanum á Isafirði. SVEITARSTJÓRNARMAL Rilgerðin væn efnismikil og höfundur gerði víða skarplegar alhugasemdir, en málfari væri hins vegar mjög ábótavant og sums staðar kæmi hann með fullyrðingar, sem ekki væru rökstuddar og víða felldir harðir dómar, sem ekki var talið að ætti við í ritverki af pessu tagi. Á kóflum var ritgerðin hroðvirkmslega unmn og á stöku stað efnistök laus, par sem hlaupið var úr einu í annað. Þriðju verðlaun, 25 púsund krónur, voru veitt fyrir ritgerð eftir „Klæng". Hann reyndist vera Bergsteinn Vigfússon, nemandi í Mennlaskólanum við Tjörnina í Reykjavík. 1 ritgerð hans komu fram margar staðreyndir, en efnið var sundurlaust og víða stuttaralega um pað fjallað, pannig að ritgerðin bar nokkurn svip af pví, að um væri að ræða sam- líning, sem lítil afstaða hefði verið tekin til. Málfar var ekki gott og á stöku stað málvillur. í ritgerðinni var og farið ranglega með heimildir. Þriðja ritgerðin, sem barst, eftir hófund, sem notaði nafnið „Disco", var afar stutt upptalning á staðreyndum. Enda pótt ntgerðin væri heilsteypt og engin stórlýti á henni, pótti dóm- nefnd ofyfirborðslega um efniðfjallað til pess að unnt væri að veita henni verðlaun, enda var lítið vikið að sjátfu framtíðar- hlutverki sveitarfélaga á íslandi. Hérfer á eftir ritgerð sú, sem hlaut 50.000 króna verðlaun í ritgerðarsamkeppninni. Höfundur hennar er, eins og áður segir, Einar Eypórsson, nemandi í Menntaskólanum á ísa- ftrði, en paðan lauk Einar stúdentsprófi s. I. vor. Einar erfrá Kaldaðarnesi í Sandvíkurhreppi. Lagfænngum og leiðréttingum á handriti ritgerðarinnar var hagað með sama hætti og um annað efni, sem birtist i tímantinu að pví er varðar augljóst málfar og greinar- merkjasetningu en ekki neinu breytt, sem efni varðar. Af því leiðir að sjálfsógðu, að ekki má bera timaritið fyrir skoðunum eða staðhæfingum hófundar, sem ekki purfa allar að reynast réltar- Ritstj.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.