Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Side 19
EINAR EYÞÓRSSON: SVEITARFÉLÖG Á ÍSLANDI — FRAMTÍÐARHLUTVERK Þegar spurt er um framtíðarhlutverk sveitarfé- laga, vakna um leið spurningar um framtíð íslenzks þjóðfélags. Hvort línurit hægvaxtar og veltu muni halda stefnunni uppávið, eða hvort efnahagskerfi Vesturlanda, og þar með okkar sé á heljarþröm. Hvað ísland snertir veltur allt á fiskistofnum, — hvort rányrkja heldur áfram eða létt verður á sókn svo há- marksnýting fáist. Fyrri kosturinn, verði hann tekinn, leiðir af sér annað, — hnignun landsbyggðarþorp- anna, og stórminnkaða möguleika á uppbyggingu innlends fullvinnsluiðnaðar. Traustið yrði þá sett á vatnsorkuna, — sem yrði nýtt fyrir stórar einingar orkufreks iðnaðar í eigu erlendra auðhringa. Þétt- býlisþróun myndi magnast, þar til megnið af lands- byggðarþjóðinni hefði safnazt saman á dálítið svæði umhverfis verksmiðjurnar í samfélag af Breiðholts- gerð. Fari svo, mun hlutverk sveitarfélaganna gjör- breytast frá því, sem nú er. I þessari ritgerð hef ég kosið að ganga útfrá seinni kostinum. Hlutverk sveitarfélaga „Það er hlutverk ríkis og sveitarfélaga að anna eftirspurn eftir þeim gæðum, sem ekki verður með góðu móti skipt upp né með þau verzlað við einstaka kaupendur á venjulegum markaði.“‘) 1) Tilvitnun í Handbók sveitarsfjórna númer 13, „Bú- skapur sveitarfélaganna 1950—1975“ eftir Jón Sigurðs- son, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar. (bls. 6). Þau gæði, sem falla undir þessa skilgreiningu, eru margvísleg, og skipting þeirra milli ríkis og sveitar- félaga hefur lengi verið ágreiningsefni. Hin almenna skilgreining á verkaskiptingu opinberra aðila er þó sú, að ríkið hafi umsjón með þeim málum, sem varða þjóðina í heild, en sveitarfélögin sjái um þá mála- flokka, sem staðbundnir eru. En hvernig er þessari verkaskiptingu háttað í reynd? Vegna smæðar íslenzka þjóðfélagsins og lýð- ræðisfyrirkomulags sveitarstjórna mætti ætla, að fs- lendingar byggju við eitt fullkomnasta lýðræðis- fyrirkomulag, sem þekkist í heiminum. Virk þátt- taka almennings í ákvarðanatöku og ráðstöfun almannafjár ætti hvergi að vera meiri en hér, þar með ætti félagsleg ábyrgð og þroski einstaklinganna að vera til mikillar fyrirmyndar. En svona er þessu þó ekki farið. Hvað veldur? Hér er komið að þeim hlut, er nefnist verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Þrátt fyrir fólksfæð, hefur okkur tekizt að koma okkur upp stétt skriffinna og ríkisbákni, sem vel myndi sóma sér austan járntjalds. Sveitarfélögin hafa stöðugt verið að tapa sjálfsforræði sínu í hendur ríkisstofnana, og nú eru þau í tölu ómaganna, sem á hverju ári fara í betlileiðangur til fjárveitinganefnd- ar Alþingis. Ástæðan er sú, að tekjustofnar sveitarfélaga hafa að meira eða minna leyti verið settir undir föðurlega SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.