Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Side 20
218 forsjá ríkisvaldsins, sem getur aukið þá eða minnkað að vild sinni. Þannig hefur álagning útsvara frá ár- inu 1962 verið bundin föstum útsvarsstiga, sem á- kveðinn er með lögum. En hluti útsvars af tekjum sveitarfélaga var árið 1974 56,1 %2). Á sama ári var hlutdeild jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem mynd- aður er af hlutdeild í söluskatti, aðflutningsgjöldum og landsútsvari rikisfyrirtækja 17,9% af tekjum sveitarfélaganna3'. Aðrir tekjustofnar; aðstöðugjald og fasteignaskattar voru 26%4), en þeir eru einnig að mestu fastbundnir með lögum, hvað álagningu snertir. Þetta fyrirkomulag hefur tekið af sveitarfé- lögunum allt svigrúm til sjálfstæðrar tekjuöflunar, enda sjást þess skýr merki i hlutdeild þeirra að skatttekjum hins opinbera, sem hefur lækkað úr 30,3% í 23% á timabilinu 1950—19735>. Bendir margt til þess, að ríkisvaldið hafi það að stefnu að gera sveitarfélögin algerlega greiðsluþrota. Nægir þar að nefna lög nr. 94 frá 31. des. 1975, sem velta verulegum útgjaldaliðum, svo sem viðhaldi skóla, rekstri dagheimila, stofnkostnaði elliheimila og rekstrar- og stofnkostnaði almenningsbókasafna yfir á sveitarfélög. En tekjustofn sá, sem þessu á að mæta, aukið framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, er skorinn svo við nögl, að ætla má, að hann mæti aðeins u. þ. b. þriðjungi útgjaldaaukningarinnar. (Hvað ísafjarðarbæ snertir, vex hlutfall sjóðsins í tekjum bæjarfélagsins um 2,4% frá fyrra ári, en fer bó ekki upp fyrir meðaltal síðustu 5 ára — 12,2%6). Ríkið hefur sem sagt tekið að sér þann starfa að fyrirbyggja alla sóun og óábyrga meðferð fjármuna á vettvangi sveitarfélaganna, — á meðan ríkisvaldið sjálft heldur áfram að sóa fé langt um efni fram og nýtir til þess hækkun yfirdráttarskuldar við Seðla- bankann, útgáfu verðtryggðra ríkisskuldabréfa og endalausar erlendar lántökur, sem nú eru komnar á það stig, að farið er að taka lán til að borga af eldri lánum. Það, sem kannske er furðulegast við þetta kerfi, er það, að þróunin til miðstjórnarvalds og ósjálfstæðis 2) Búskapur sveitarfélaganna, tafla 4. 3) Sama heimild. 4) Sama heimild. 5) Sama heimild, tafla 1. 6) Fjárhagsáætlun fsafjarðar fyrir árið 1976. sveitarfélaga virðist á einhvern dularfullan hátt hafa átt sér stað í óþökk þeirra, sem landinu stjórna. Allir stjórnmálaflokkar hafa lýst sig andvíga henni, og mest þó stærsti stjórnmálaflokkurinn, sem hefur verið forystuflokkur í ríkisstjórn lengst af þeim tíma, sem hér um ræðir. Reyndar hníga flest rök að því, að sveitarfélögun- um beri að fela aukna fjármuni og ábyrgð. Það er á allan hátt eðlilegra, að sveitarstjórn, sem þekkir þarfir síns sveitarfélags og vilja íbúanna, hafi ákvörðunarvald og umsjón með framkvæmdum, sem þetta sveitarfélag varða, fremur en fjarlægt ríkisbákn. Sveitarfélögin eru auk þess líklegri til að sníða sér stakk eftir vexti og nýta vel það fjármagn, sem þau hafa yfir að ráða en ríkið, sem hefur marg- sýnt getuleysi sitt í þeim efnum. Framkvæmdir á borð við hafnarmál, sem nú eru í umsjá einnar ríkisstofnunar, Hafnamálastofnunar ríkisins, sem ekki hefur reynzt hafa neina getu til að standa undir verkefnum sínum7), væru mun betur komnar í höndum sveitarfélaganna sjálfra, sem gætu orðið óháð stofnuninni með því að bjóða út tæknilega vinnu eða koma sér upp sameiginlegri tækniþjón- ustu á fjórðungsgrundvelli. Og sama má raunar segja um flest önnur verkefni, sem snerta einstök byggðarlög. Opinberar stofnanir geta haft útibú í hverju fylki8), en ef fylkjaskiptingin á að verða landsbyggðinni til hagsbóta, verður að búa svo um hnútana, að fylkin verði virkur og sjálfstæður valdaaðili í beinum tengslum við fólkið, en ekki valdalaus framlenging skriffinnskubákns höfuð- borgarinnar. Landsbyggðarmál í því þjóðfélagi, sem á íslandi hefur verið að þróast síðustu 50 árin, hefur fjármagn og vald leitað á einn blett á suðvesturhorni landsins. Þar eru staðsettar allar opinberar stofnanir og allar helztu greinar þjónustu. Úti um landið er aftur á móti nær ein- göngu stunduð frumframleiðsla, landsbyggðar- þjóðin samanstendur mestmegnis af bændum og búaliði í sveitum og sjómönnum og fiskvinnslufólki í 7) Sbr. ályktanir fjórðungsþings Vestfirðinga 1974. 8) Sbr. tillögur stofnananefndar. SVEITARSTJÖRNARMÁI.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.