Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Síða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Síða 21
sjávarplássum. Þessar stéttir skapa meirihlutann af útflutningsverðmætum landsmanna, en arðinn af starfi þeirra hefur höfuðborgin tilhneigingu til að draga til sín, svo hann bætir ekki lífsskilyrði þeirra, sem skapa hann. Þannig hafa margir þeirra útgerðarstaða, sem hvað mest leggja í þjóðarbúið, verið í algerri niður- níðslu, hvað snertir húsnæði og félagslega þjónustu. Með tilkomu skuttogara kom nokkur fjörkippur í þessa staði, en húsnæðisleysi, léleg heilbrigðisþjón- usta, einhæft atvinnulíf og skortur á menntunar- möguleikum hafa komið í veg fyrir frekari upp- byggingu þeirra. Sveitarfélögin hafa ekkert bolmagn til að byggja upp ofangreinda þætti, takmarkaðar tekjur þeirra hafa farið í að bæta hafnaraðstöðu fyrir nýju togarana og stuðla að viðgangi þessara at- vinnutækja á annan hátt, (t. d. með malbikun kringum frystihús) auk fastra útgjalda, sem mörg hver hvíla þyngra á þessum stöðum en á bæjum á borð við Hafnarfjörð eða Garðabæ, t. d. útgjöld vegna eigin rafveitna, elliheimila og sjúkrahúsa, svo eitthvað sé nefnt. Þótt útgerðin sé víða blómleg, skilar hún litlu sem engu í sjóði sveitarfélaganna með núverandi skattafyrirkomulagi. I baráttunni gegn syfjulegu ríkisbákni rússneska sarsins var kjörorðið: „allt vald í hendur ráðanna“. Nú ættu íslenzkir sveitarstjórnarmenn að taka upp sama kjörorð eða „allt vald í hendur sveitarstjórna“. Samvinna sveitarfélaga Raunar er ljóst, að sveitarfélög á íslandi eru mis- jafnlega við því búin að taka á sig aukin verkefni. Sumir dreifbýlishreppanna eru svo fámennir, að þeim er tvímælalaust hagur í að sameinast. Treglega hefur þó gengið að koma á sameiningu sveitarfélaga hér á landi, þrátt fyrir talsverða viðleitni. Nefndin, sem vann að athugun þessa máls fyrir u. þ. b. áratug, fékk daufar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum, en tillögur hennar miðuðust við að fækka sveitarfé- lögum úr 227 í 66. Þótt of fjölmenn sveitarfélög séu óæskileg, þar sem þau draga úr áhrifum hvers einstaklings, þá eru of fámenn sveitarfélög jafnóæskileg, því þau valda oft ekki verkefnum sínum vegna smæðarinnar. Annað mál er það, að sveitarfélög geta haft og hafa margvíslega samvinnu sín í milli, án þess að um sameiningu sé að ræða. Mörg sveitarfélög hafa t. d. sameinazt um byggingu og rekstur skóla og heilsu- gæzlustöðva, og möguleikarnir eru margir, t. d. sameinuðust sveitahrepparnir í Flóa um vatnsveitu árið 1975, og einnig mætti nefna samvinnu ýmissa landsbyggðarkauptúna um varanlega gatnagerð. Landshlutasamtök sveitarfélaganna eru helzti vettvangur slíkrar samvinnu. Yfirlýst markmið þeirra er að vinna að hagsmunamálum sveitarfélag- anna í umdæmum þeirra, einkum í atvinnu-, efna- hags-, skipulags-, samgöngu-, heilbrigðis- og félags- málum. Slík samtök eru nú 6 að tölu og takmarkast af kjördæmaskiptingu, nema á Norðurlandi. Enn sem komið er, hafa landshlutasamtökunum þó ekki verið falin nein meiriháttar verkefni, en í framtíðinni gætu þau orðið stór liður í dreifingu valdsins. Rætt hefur verið um að breyta þeim í nýtt millistig í stjórnkerfinu „fylki“, sem taki á sig mörg af verkefnum ríkisvaldsins. Fylkin myndu með þessu fyrirkomulagi annast sameiginleg mál ríkis og sveitarfélaga og sjá landsbyggðinni fyrir opinberri þjónustu, sem nú þarf að sækja til Reykjavíkur. Fyrir u. þ. b. 4 árum ákvað Alþingi að koma fiskiplássunum til aðstoðar vegna húsnæðisleysis og vegna þess, hve húsnæði, sem fyrir var, var víða gamalt og lélegt. Sett voru lög um byggingu leigu- íbúða á vegum ríkis og sveitarfélaga, sem ríkið á að fjármagna að 80 hundraðshlutum. Það er skemmst frá að segja, að þessar íbúðir eru enn að villast í frumskógi opinberrar skriffinnsku, og óvíst, hvenær sú villa tekur enda. I heilbrigðismálum landsbyggðarinnar ríkir víða neyðarástand, en læknar eru tregir til að starfa úti á landi, meðan þeir eiga völ á störfum í þægilegra umhverfi, þ. e. á höfuðborgarsvæðinu. Þessu verður ekki breytt, nema með því að bæta starfsaðstöðu læknanna á landsbyggðinni. Nú eiga flestir unglingar kost á að ljúka skyldu- námi heima í héraði, en framhaldsnám hefur til skamms tíma þurft að sækja til Reykjavíkur eða þá Akureyrar. Nú er þess þó væntanlega skammt að bíða, að menntaskólar verði starfandi í öllum lands- fjórðungum, en mikið vantar á, að verk- og tækni- menntun hafi hlotið sama sess, enda eiga litlir iðn- 219 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.