Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 22
skólar erfitt með að halda uppi fullri kennslu í mörgum greinum. Það sama má raunar einnig segja um minni menntaskólana. Bezta framtíðarlausnin í þessu máli felst þess vegna í sameiginlegum fram- haldsskóla, fjölbrautaskóla, í hverjum landsfjórðungi (hverju fylki) en slíkir skólar geta boðið uppá mun fjölbreyttari námsleiðir en sérskólar. Það, sem hér stendur í vegi, er löggjöfin um kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna í slíkum skólum, sem gerir sveitar- félaginu að greiða 40% stofnkostnaðar þeirra, og 50% rekstrarkostnaðar, en þetta háa hlutfall kemur í veg fyrir, að nokkurt sveitarfélag utan Reykjavíkur og nágrennis sjái sér fært að ráðast í starfrækslu fjöl- brautaskóla með núverandi tekjustofnum. Fólksflóttinn af landsbyggðinni síðustu áratugi á að stórum hluta rót sína að rekja til alltof einhæfs atvinnulífs. Fiskvinnslan veitir takmarkaða at- vinnumöguleika, t. d. fyrir fólk, sem komið er yfir miðjan aldur. Auk þess veldur einhæfnin því, að fiskveiðiþorpin eru óskaplega viðkvæm fyrir sveifl- um á fiskmarkaði eða í aflamagni, og má búast við, að þau verði illa úti á næstu árum vegna ofveiði. Því er lifsnauðsyn að byggja upp við hliðina á fiskiðn- aðinum sem fjölbreyttastan smáiðnað, m. a. til full- vinnslu landbúnaðar- og fiskafurða. Slíkur iðnaður þarf að njóta betri kjara á fjárfestingarlánum og ódýrrar raforku. Það er í meira lagi öfugsnúið, ef útlendingar eiga að njóta þess að kaupa raforku ís- lenzkra fallvatna á margfalt lægra verði en okkar eigin iðnaður. Það hefur sýnt sig varðandi atvinnurekstur á landsbyggðinni, að það er nauðsynlegt, að fyrirtæk- in séu bundin einhvers konar átthagafjötrum, þ. e. almenningur verður að eiga hlutdeild í rekstri þeirra og stjórn. Að öðrum kosti getur eigandinn stungið af, þegar honum hentar og tekið fyrirtækið með sér. Þess vegna verða sveitarfélögin, samvinnufélög eða almenningshlutafélög að eiga hlutdeild í fyrirtækj- unum, — þá gjarnan í félagi við einstaklinga. Heimur á helvegi I upphafi þessarar ritgerðar var varpað fram spurningunni, hvort þjóðfélag hagvaxtar og síauk- 220 innar neyzlu eigi framtíð fyrir sér. Vísindamenn þeir, sem reynt hafa að meta framtíðarmöguleika mannkyns, eru sammála um, að svo sé ekki. Mengun og þurrð á hráefnum og orku mun innan tiltölulega skamms tíma binda enda á viðgang hins vestræna efnahagskerfis. í bókinni „Heimur á helvegi“, sem kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1967, er gerð grein fyrir þessum vanda og tillögur settar fram um, hvernig við honum skuli brugðizt. Höfundar bókarinnar telja að umskapa verði þjóðfélagið með sparsemi og gjörnýtingu fyrir augum, halda mengun í lágmarki, og síðast en ekki sízt að taka upp mannlegra gildis- mat en græðgisæði það, sem stjórnar nú athöfnum okkar flestra. Hið nýja þjóðfélag, sem þeir nefna „jafnvægisþjóðfélagið“, vilja þeir byggja upp úr smáum, tiltölulega sjálfstæðum og sjálfum sér nóg- um einingum eða sveitarfélögum. Þessar einingar eiga að innihalda u. þ. b. 500 íbúa hver og skapa eigin atvinnurekstur í smáum stíl í stað þeirra risa- fyrirtækja, sem nú tröllríða öllum atvinnurekstri í heiminum. Opinberum stofnunum beri að dreifa og leggja kapp á, að almenningur taki þátt í stjórnar- athöfnum, er varða málefni sveitarfélaganna, svo hann öðlist sem mesta samfélagsvitund og skilning á gildi jafnvægisþjóðfélagsins. Framtíðarverkefnín Ég tel engan vafa leika á því, að framtíðarspár áðurnefndra vísindamanna eiga við rök að styðjast í höfuðatriðum, og að valddreifingarleiðin er mann- úðlegri og vænlegri til raunverulegs árangurs en leið fjarlægs miðstjórnarvalds. Tíminn, sem vísinda- mennirnir telja, að við höfum til að breyta þjóðfé- lagsgerðinni til samræmis við aðsteðjandi vanda, er stuttur: 20—30 ár. Því er ekki til setu boðið. Ég tel, að þessi sjónarmið jafnvægisþjóðfélagsins sam- ræmist í aðalatriðum íslenzkri byggðastefnu. Það eru því framtíðarhagsmunir fslendinga að umskapa þjóðfélagið með þetta tvennt í huga. Með skipulegum vinnubrögðum og samvinnu sem flestra aðila má þetta takast, en verkefnin, sem leggja verður mesta áherzlu á í næstu framtíð, eru í stuttu máli þessi: sveitarstjórnarmAl

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.