Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Qupperneq 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Qupperneq 24
NÝJA ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Á AKRANESI Magnús Oddsson, bæjarstjóri, segir frá íþróttahúsinu og nýrri barnadeild, sem opnuð hefur verið í bókasafninu. 222 Hinn 24. janúar s.l. var vígt og tekið í notkun nýtt íþróttahús á Akranesi. Húsið er annað stæ:sta íþróttahús landsins næst á eftir Laugar- dalshöllinni, og hið glæsilegasta í alla staði. I til- efni af þessu ræddi blaðið við Magnús Oddsson, bæjarstjóra á Akranesi. — Hvenær hófst smíði íþróttahússins? „Aðdragandann að byggingunni má rekja allt til ársins 1962. Hinn 17. janúar það ár var lagt fram í bæjarráði Akraness bréf frá Iþróttabanda- lagi Akraness, þar sem óskað er eftir, að bæjar- ráð boði til fundar um íþróttahúsnæði í bænum með stjórn 1. A., fræðsluráði og skólastjórum. A 'fundi bæjarstjórnar Akraness hinn 16. október 1964 lagði þáverandi bæjarstjóri, Björgvin Sæ- Magnús Oddsson bæjarstjóri á Akranesi. Frá vigslu Iþróttahússlns á Akrancsl. Á myndinni s|ást m. a. tallð trá vlnstrl: Jóhann Ársælsson, bæjarlulltrúl, GuSbJörg Róbertsdóttlr, kona hans; Friðjón Þórðarson, alþingismaður og Kristín Sigurðardóttir, kona hans; Halldór E. Sigurðsson, ráðherra; aftar sér á Benedikt Grön- dal, alþíngismann; Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ; Þorsteinn Einarsson, íþróttafulItrúi ríkisins; Anna Erlendsdóttir og Daníel Ágústínusson, bæjarfulltrúi, hennar maður; Svandís Pétursdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra og bæjarfulltrúarnir Ríkharður Jónsson og Guðmundur Vésteinsson, SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.