Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 25
mundsson, fram teikningar að íþróttahúsi, og voru þær samþykktar samhljóða. Framkvæmdir hófust síðan sumarið 1965." — Hverjir teiknuðu húsið? „Húsið er teiknað á Teiknistofunni Armúla 6, undir stjórn Gísla Halldórssonar, arkitekts. Verk- fræði- og teiknistofan s.f. á Akranesi hannaði innréttingar í samráði við Teiknistofuna Ar- múla 6. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hannaði burðarþols-, vatns- og loftræstilagnir. Óla'íur Gíslason, tæknifiæðirigur, teiknaði raf- og lýsingarkerfi." — Geturðu lýst húsinu í stuttu máli? „Húsið er 20.547 m* með 2328 m2 gólffleti. Það er steinsteypt með strengjasteypubitum, er bera þakið yfir íþróttasal og áhorfendasvæði. Gólfflötur íþróttasalar er 43x22,6 m. Salnum er unnt að skipta í fjóra minni sali, og verður þá hver þeirra 10x20 m að flatarmáli. Á gólfi er gerviefnið „SPOCNO" með svamp- og korkundir- lagi. Birta í salnum er 750—1000 lúx, en mun rýrna nokkuð við frekari notkun. Til sjónvarps- upptöku þarf 500 lúx. Ahorfendasvæði er fyrir 1200—1500 manns. Til hliðar við salinn eru bað- og búningsklefar. Þar verður aðstaða fyrir kenn- ara, þjálfara og starfsfólk hússins. Iþróttabanda- lag Akraness hefur fengið aðstöðu á þeirri hæð. Plltar í Gagnfræðaskólanum sýndu áhaldalelkflml undlr stjórn Halls Gunnlaugssonar, íþróttakennara. I kjallara hússins er talsvert rými, sem er óinn- réttað og ekki að fullu ráðstafað. Þótt húsið hafi nú verið tekið í notkun, er langt frá því að bygg- ingu þess sé lokið. Loftræstingartæki eru óupp- sett, eftir er að innrétta kjallara og hluta af 1. hæð. Ýmis tæki til íþróttaiðkana og kennslu vantar ennþá. Frágangi á húsi að utan er ólokið, og sama er að segja um lóðina." — Hvernig reynist aðstaðan í húsinu? „Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að hún sé mjög góð. I salnum er lögleg aðstaða fyrir bad- minton, blak, körfubolta og handbolta. Sjö bad- mintonvellir eru í húsinu. Forráðamenn íþrótta- mála á Akranesi hafa ítrekað látið í ljós ánægju Stúlkur í Gagnfræðaskóla Akraness sýndu flmleika með hljómllstarflutningi. 223 SVEITARSTJÓRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.