Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 26
mmmm Knattspyrnumenn é Akranesl hafa longum gert garSlnn Irœgan. VI8 vlgslu iþróttahússlns sýndl yngri kynslóðin hvaS i hennl býr á þvi sviSi. Á mynd- innl sér yfir áhorfendasvæSið, sem fullbúiS rúmar 1500 áhorfendur. ¦txr i' i ki*u '. . • , i » .. ^i -, * * ... * ^ "^* Jk'r r l með aðstöðuna í húsinu. Eg tel, að vel hafi tekizt til með þetta hús, t. d. með lýsinguna, sem víða hefur verið vandamál. Um hana segir í bréfi, sem við fengum frá badmintonráði I. A. nýverið, að þeir telja lýsinguna í húsinu vera þá beztu hér á Iandi fyrir badminton. Þegar Sirlíóníuhljóm- sveit Íslands hélt hljómleika í húsinu í febrúar- mánuði s.l. kom og í ljós, að hljómburður húss- ins er ágætur." — Hve mikið kostar húsið? „Um síðustu áramót var kostnaðurinn kominn í 90 milljónir króna. Þar af var unnið á síðasta ári fyrir 57 milljónir. Sjálíboðavinna íþrótta- manna við húsið hefur ekki verið metin til fjár, en hún er mikil. T. d. er allur frágangur á loft- inu yfir íþróttasal og áhorfendasvæði unninn í sjálfboðavinnu, bæði einangrun, klæðning, raf- lögn, málning og uppsetning lampa. Þessi upp- talning er alls ekki tæmandi. Hópar íþrótta- manna hafa unnið kvöld eftir kvöld í húsinu, og það framlag nemur milljónum." — Hvernig er aðstaðan til útiíþrótta á Akra- nesi? „Á s.l. ári var gert talsvert átak við frágang á íþróttasvæðinu við Langasand í sambandi við landsmót U. M. F. í., sem haldið var hér á Akra- nesi s.l. sumar. £g held, að þátttakendur í lands- mótinu hafi verið mjög ánægðir með aðstöðuna þar, t. d. hlaupabrautina og kast- og stökkað- stöðuna. Grasvöllurinn var einn af þeim beztu á s.l. sumri. A malarvellinum er flóðlýsing, 6 kastarar í 20 m hæð. Þegar lágsjávað er, verður Langisandur ákjósanlegur knattspyrnuvöllur, alltaf jafn mjúkur, hvernig sem viðrar. Eg tel því, að aðstaða til útiíþrótta sé góð." — Það var verið að opna hjá ykkur barnadeild við bókasafnið. Er mikill bókaáhugi á Akranesi? „Safnið okkar er mikið notað, eins og vera ber hjá bókmenntaþjóð. Þegar vinabæjamót var hald- ið hér 1972, vakti bókasafnið sérstaka athygli þátttakenda. Á síðasta ári voru lánuð út 38.646 bindi. Með tilkomu nýju barnabókadeildarinnar mun starfsemi safnsins enn aukast." — Hve stórt er bókasafnið nú eftir stækkunina? „Bókasafnið hefur nú til afnota 1. hæð bók- hlöðubyggingarinnar, en hún er 350 m2. Auk þess er sýningarsalur í kjallara hússins, þar sem haldnar eru málverka- og listsýningar á vegum safnsins. Um leið og barnabókasafnið var opnað, var tekinn í notkun lessalur, þar sem fólki gefst kostur á að skoða bækur og rit, sem ekki eru ætluð til útlána. Ég efast ekki um, að þessi við- bótaraðstaða í bókhlöðunni verður vel þegin af bæjarbúum." SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.