Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 28
inni. Borgarstjóri ræddi einnig verkefnatilfærsluna og breytingar þær, sem orðið hefðu á þróun ein- stakra tekjustofna sveitarfélaga á seinustu árum. Vakti hann m. a. athygli á því, að gildi fasteigna- skatts í tekjuöflun sveitarfélaga hefur rýrnað frá ár- inu 1972, er hann var færður til núverandi vegar. I lok ávarps síns bauð borgarstjóri fulltrúaráðs- mönnum og gestum fundarins til hádegisverðar í Höfða. Endurskoðun sveitarstjórnarlaganna Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri og Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, höfðu síðan framsögu um sveitarstjórnarlögin og endurskoðun þeirra. Hallgrímur gerði grein fyrir sögu sveitar- stjórnarlaganna, þróun sveitarstjórnarmála hér á landi og þeim hugmyndum, sem uppi væru um breytingar á skipan þeirra, en Magnús skýrði frá helztu breytingum, sem orðið hefðu í þeim efnum í Danmörku og í Noregi á seinustu árum. Skýrsla stjórnar og ársreikningar Formaður sambandsins flutti fundinum skýrslu um starf stjórnarinnar frá seinasta fulltrúaráðsfundi, og framkvæmdastjóri gerði grein fyrir ársreikning- um sambandsins og Sveitarstjórnarmála fyrir árið 1975 og fjárhagsáætlunum fyrir árið 1976. Var hvoru tveggja vísað til fjárhagsnefndar fundarins og síðan samþykkt. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi sambandsins árið 1975 voru kr. 22.254.646.- og Sveitarstjórnar- mála kr. 4.139.559.-, en á efnahagsreikningi sam- bandsins kr. 25.164.145.-. Á fjárhagsáætlun fyrir árið 1976 er gert ráð fyrir, að tekjur og gjöld sam- bandsins nemi 23 millj. króna og Sveitarstjórnar- mála 4.7 millj. króna. Framsögumaður fjárhagsnefndar fundarins var Bjarni Einarsson, bæjarstjóri. Kjarasamningar 226 Magnús Óskarsson, vinnumálastjóri Reykjavík- urborgar, gerði fundinum grein fyrir gangi kjara- samninga við starfsmenn sveitarfélaga og svaraði síðan spurningum um meðferð þeirra mála. Varpaði Magnús þeirri hugmynd fram, hvort ástæða þætti til, að sveitarfélög, sem aðild ættu að kjarasamning- um við starfsmannafélög sín, stofnuðu til samstarfs sín á milli og mynduðu vinnumálasamband til þess að annast gerð kjarasamninga af hálfu sveitarfélag- anna og verða þeim til ráðuneytis um starfsmanna- málefni. Störf nefnda og tilhögun fundarins Að tillögu stjórnar sambandsins störfuðu á fund- inum fjórar nefndir, verkaskiptingar- og tekju- stofnanefnd, sveitarstjórnarlaganefnd, fjárhags- og kjaramálanefnd og allsherjarnefnd. Allir fundar- menn áttu sæti í einhverri þessara nefnda. 1 lok fundarstarfa fyrri fundardaginn kvöddu sér hljóðs Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri í Seltjarnar- neskaupstað, og Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og gerðu að umtalsefni tilhögun fundarins og umræðuefni hans. Nefndir störfuðu síðari hluta fyrri fundardags og fyrir hádegi hins síðari, en lögðu síðan fram niður- stöður sínar eftir hádegi síðari fundardaginn. Norræna sveitarstjórnarþingið Af hálfu allsherjarnefndar fundarins hafði Logi Kristjánsson, framsögu. Hér fara á eftir þær ályktanir, sem fulltrúaráðið gerði að tillögu nefndarinnar: 30. fundur fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga haldinn í Reykjavík 12. og 13. apríl 1976 samþykkir, að sambandið bjóðist til að halda norræna sveitarstjórnarþingið á Islandi 1977. Álagningu skatta verði hraðað Fulltrúaráðið beinir því til allra skattstjóra að hraða sem mest athugun á skattframtölum, svo að álagningu ljúki allsstaðar í júní. Forsenda þess er m. a. sú, að löggjafarvaldið sé ekki með síðbúnar breyt- ingar á skatta- og tekjustofnalögum. SVEITARSTJORNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.