Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 30
228 Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitar- félaga haldinn í Reykjavík 12.—13. apríl 1976 ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um, að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð og gerð ein- faldari en nú er og jafnframt verði lögð áherzla á, að tekjustofnar sveitarfélaga samsvari verkefnum, sem ríki og almenningur fela þeim og að fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaganna verði tryggt. Fundurinn telur miður farið, að við setningu laga nr. 94/1975 skuli ekki hafa verið teknar til greina ábendingar Sambands íslenzkra sveitarfélaga, t. d. að því er varðar viðhald skólamannvirkja, þar sem slíkur verkefnaflutningur kemur misjafnt niður á sveitarfélögum, ekki sízt í sambandi við rekstur heimavistarskólanna. Fulltrúaráðið telur, að með setningu laganna hafi ríkissjóður ekki verið leystur undan greiðsluskyldu vegna áfallins kostnaðar við téð verkefni 1975, enda tóku lögin gildi 1. janúar 1976. Fulltrúaráðið mótmælir þvi gagnstæðri túlkun á ákvæði laganna, sem fram hefur komið hjá ríkis- valdinu og augljóslega verði til þess að skerða fjár- hagsstöðu sveitarfélaganna. Því beri að gera upp við sveitarfélögin hluta ríkissjóðs miðað við eldri lög til gildistíma þeirra 31. desember 1975. Fulltrúaráðið bendir á, að sveitarfélög geti ekki unað því, að ríkisvaldið standi þannig að breyting- um á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, að létt sé af ríkissjóði kostnaði án þess að tryggja sveitarfélög- unum nægjanlegan tekjuauka á móti. Fulltrúaráðið ítrekar þá skoðun, að við tilfærslu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga verði ávallt haft náið samband við Samband íslenzkra sveitarfélaga, áður en endanlega verður gengið frá slíkum laga- setningum og ábendingar þess teknar til greina. Undanþága frá greiðslu fasteignaskatta Fulltrúaráðið skorar á félagsmálaráðuneytið að beita sér fyrir þeirri breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga nr. 8 frá 1972, að því er varðar fasteignaskatta, að bætt verði við lögin nýrri grein svohljóðandi: „Með lögum þessum eru úr gildi felld ákvæði annarra laga um undanþágu frá greiðslu fasteigna- skatta". Verði ráðuneytið ekki við þessum tilmælum, beinir fulltrúaráðið því til stjórnarinnar að fela full- trúum þingflokkanna að flytja málið á Alþingi. Breytingar á tekjustofnalögunum Fulltrúaráðið lýsir ánægju sinni með framkomið frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga, varðandi aukaframlag úr Jöfnunarsjóði. Mjög mikilvægt er, að tryggt sé, að sveitarfélögin verði ekki fyrir tjóni vegna verkefna- flutnings hverju sinni, og þarf að gæta þess vel að það markmið náist fram. Það er ennfremur skoðun fulltrúaráðsins, að Samband íslenzkra sveitarfélaga eigi að vera ráðgefandi aðili í sambandi við fram- kvæmd laganna. Heilbrigðismál Fulltrúaráðið vekur athygli á lögum nr. 56/1973, um heilbrigðisþjónustu. Lögin hafa öðlazt gildi án þess að reglugerð um framkvæmd þeirra hafi verið gefin út. Mörg sveitarfélög þurfa að standa undir rekstri heilsu- gæzlustöðva, án þess að eiga trygga endurgreiðslu frá ríkissjóði í sambandi við áhalda- og tækjakaup, viðhaldi tækja og fasteigna og í sumum tilfellum launakostnaði. Ákvæðum laganna um 85% þátttöku ríkisins er því ekki fylgt fram. Beinir fulltrúaráðið því til stjórnar sambandsins að hefja viðræður við heilbrigðisyfirvöld um þessi mál. Innheimta gjalds til sjúkrasamlaga Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitar- félaga mótmælir þeim breytingum, sem gerðar voru á almannatryggingalögunum með lögum nr. 95/1975, sem gerir sveitarfélögum að innheimta 1% álag á gjaldstofn útsvara á árinu 1976 í þágu sjúkrasamlaga. Lög þessi ganga þvert á meginstefnu sveitarfélaga og hugmyndir um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. SVF.ITARSTJÖRNARMAl.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.