Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Síða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Síða 32
Tilhögun á greiðslu þéttbýlisvegafjár Þrítugasti fundur fulltrúaráðs Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga beinir þeim ákveðnu tilmælum til stjórnvalda, að nú þegar verði sett ákvæði, sem kveða á um skyldur Vegagerðar rikisins til að standa skil á greiðslum vegna þéttbýlisfjár vega og 25% sjóðsins á lögákveðnum gjalddögum, þannig að greiðslur dragist ekki úr hömlu eins og raun hefur orðið á. Ennfremur, að framlög úr sjóðnum miðist ein- göngu við framkvæmdir og gangi til allra vega i þéttbýli, en ekki eingöngu til þéttbýlisþjóðvega. Tekjustofn handa fræðsluskrifstofum landshlutanna Eftirfarandi tillaga var samþykkt sem viðaukatil- laga við álit nefndarinnar: Fulltrúaráðið leggur áherzlu á fyrri samþykktir, að ríkisvaldið tryggi fræðsluskrifstofum landshlut- anna tekjustofn nú þegar, svo að starfsemi þeirra geti verið með eðlilegum hætti i samræmi við grunn- skólalög. Túlkun á lögum sambandsins Séra Ingimar Ingimarsson, oddviti Hvamms- hrepps, hafði orð fyrir sveitarstjórnarlaganefnd. Að tillögu nefndarinnar voru gerðar eftirfarandi tvær ályktanir: Fulltrúaráðið telur, að túlka beri 14. gr. gildandi laga sambandsins þannig, að stjórnarmenn, kjörnir á landsþingi 1974, eigi sæti í stjórn þess, þar til nýtt stjórnarkjör hefur farið fram. Hins vegar telur fulltrúaráðið rétt, að nefndri grein verði breytt, þannig að umboð stjórnar- og fulltrúaráðsmanna falli niður, hætti þeir störfum fyrir sveitarfélögin eða flytjist burt af svæðinu, sem 230 þeir voru kjörnir fyrir. Endurskoöun sveitarstjórnarlaga Fulltrúaráðið telur nauðsynlegt, að fram fari endurskoðun á sveitarstjórnarlögum nr. 58/1961. Það samþykkir að fela stjórn sambandsins að ráða þrjá menn til þess að semja greinargerð um æskilegar breytingar á lögunum. Stefnt skal að því, að unnt verði að kynna hugmyndir þeirra á fulltrúaráðs- fundi 1977 og í framhaldi af því i formi lagafrum- varps á fundi fulltrúaráðs 1978 og á landsþingi á sama ári. Fulltrúaráðið bendir á nauðsyn þess, að tekin verði m. a. afstaða til eftirtalinna atriða: Hvort setja skuli ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, hvort hafa skuli sama kjördag við kosningu til sveitarstjórna, um kosningafyrirkomu- lag og kjörgengi, um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn- um, um réttarstöðu nefnda á vegum sveitarstjórna, um framkvæmdarstjórn sveitarfélaga, um nýja skipun hvað snertir fjármál sveitarfélaga og eftirlit með þeim, um réttarstöðu sýslunefnda í sambandi við sveitarstjórnarmál og um stöðu landshlutasam- taka, um samvinnu sveitarfélaga og sameignarfyrir- tæki og hvort efni séu til að koma á fót sérstökum stjórnsýsludómstóli um ágreiningsmál, er rísa kunna um sveitarstjórnarmálefni. Aukið samstarf um kjaramál Eins og áður er fram komið, fjallaði fjárhags- og kjaramálanefnd fundarins um ársreikninga sam- bandsins og Sveitarstjórnarmála og fjárhagsáætlanir fyrir árið 1976. Einnig fjallaði nefndin um kjara- samninga sveitarfélaga og lagði fram á fundinum svofellt álit, sem var samþykkt um það efni: Nefndin fellst á þá skoðun, að nauðsynlegt sé að auka samstarf sveitarfélaga um kjaramál og skipu- leggja upplýsingastarfsemi á vegum sambandsins á þessu sviði. Nefndin leggur til, að stjórn sambandsins verði falið að athuga, hvort grundvöllur sé fyrir stofnun vinnumálasamtaka sveitarfélaga. t þessu sam- bandi visar nefndin á hugmyndir þær, sem fram komu í erindi Magnúsar Óskarssonar. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.