Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 34
eftir þær samþykktir, sem fundurinn boða til fundar um þau mál i hverri gerði að tillögu nefndarinnar: sýslu. 232 1. Fjölbrautaskóli Aðalfundurinn fagnar því, að haf- inn er undirbúningur að stofnun fjöl- brautaskóla á Suðurlandi, og telur, að sá hluti framhaldsskólans, sem helzt þurfi að ihuga nú þegar, sé verkmenntahluti, þar sem ljóst er, að meginhluti hvers aldursárgangs nemenda muni fara í slíkt nám. Fundurinn hvetur til þess, að fram- kvæmdum verði hraðað. 2. Könnun á skólahúsnæði Aðalfundurinn ályktar, að æskilegt sé, að könnun fari fram á skólahús- næði og tækjakosti skóla i umdæm- inu, svo að auðveldara sé að gera áætlun og úrbætur, þar sem þeirra er þörf. 3. Náttúrufræðistofur landshlutanna Aðalfundurinn telur sjálfsagt að mæla með drögum að frumvarpi um náttúrufræðistofur landshlutanna, sem menntamálaráðuneytið hefur sent samtökum sveitarfélaga til um- sagnar. 4. Iþrótta- og æskulýðsstarf Aðalfundurinn samþykkir að styðja eindregið íþrótta- og æsku- lýðsstarfsemi og hvetur sveitarstjórnir í því efni. 5. Ráðstefna um æskulýðs- og íþróttamál Aðalfundurinn fagnar þeirri ákvörðun menntamálaráðuneytisins og fræðsluskrifstofu Suðurlands að ætla að gangast fyrir ráðstefnu nú í sumar um æskulýðs- og íþróttamál á Suðurlandi, og væntir þess, að hún verði fjölsótt og árangursrík. 6. Skipting landsins í skólahverfi Aðalfundurinn beinir þvi til skóla- nefndarmanna svo og sveitarstjórnar- manna, skólastjóra og kennara að kynna sér vel nýjar tillögur mennta- málaráðuneytisins um skiptingu landsins í skólahverfi með það fyrir augum, að fræðsluráð muni í sumar 7. Úttekt á sérkennsluþörf Aðalfundurinn samþykkir að fela fræðsluráði að gera nákvæma úttekt á stöðu landshlutans varðandi sér- kennsluþörf og aðstoð við þroskaheft börn og vinna að úrbótum í þessum málum í samstarfi við foreldrafélag þroskaheftra á Suðurlandi. 8. Ráðgjafa- og sálfræðiþjónusta Fundurinn samþykkir, að vinna beri að því, að sem fyrst komist á ráðgjafa- og sálfræðiþjónusta fyrir skóla á Suðurlandi. 9. Námsflokkar stofnaðir Fundurinn beinir því til fræðslu- ráðs, að það beiti sér fyrir því, að sem víðast verði komið á námsflokka- og kvöldskólastarfsemi fyrir fullorðið fólk á Suðurlandi. 10. Fræðsluskrifstofan Aðalfundurinn ályktar, að sem fyrst verði tryggður nauðsynlegur fjárhagsgrundvöllur fyrir Fræðslu- skrifstofu Suðurlands, og að rikis- valdið standi við skuldbindingar sinar í því efni. Atvinnumál Brynleifur Steingrímsson á Selfossi hafði orð fyrir atvinnumálanefnd fundarins. Orkumál Garðar Sigurjónsson í Vestmanna- eyjum mælti fyrir áliti orkunefndar fundarins. Hér fara á eftir ályktanir, sem fundurinn gerði að tillögu nefndarinnar: 1. Skipan nefnda Aðalfundurinn þakkar orkumála- ráðherra, Gunnari Thoroddsen, já- kvæða afgreiðslu á beiðni samtak- anna um skipan nefnda, bæði varð- andi orkudreifingu og eignaraðild að Landsvirkjun. 2. Raforkumál Orkunefnd beinir þeim tilmælum til fulltrúa samtakanna í nefnd um skipulagsmál raforkudreifingar í kjördæminu, að gerð verði áætlun um rafhitun og einnig um fjarhitun á svæðum, sem ekki munu eiga kost á varmaveitu í náinni framtið. Lögð verði rík áherzla á, að Sunnlendingar annist sjálfir raforkudreifingu á orkuveitusvæði sínu. 3. Eignaraðild að I.andsvirkjun Orkunefnd beinir þeim tilmælum til fulltrúa samtakanna í nefnd um eignaraðild að Landsvirkjun, að störfum verði hraðað eftir föngum. 4. Orkufrekur iðnaður Aðalfundurinn bendir á hag- kvæmni þess að halda áfram með Hrauneyjarfossvirkjun og að komið verði upp orkufrekum iðnaði á Suðurlandi með hugsanlegri þátttöku sveitarfélaganna. 5. Jarðhitaleit Aðalfundurinn bendir á nauðsyn þess að stórauka jarðhitaleit og nýt- ingu jarðvarma til húshitunar og iðnaðar. Jafnframt óskar fundurinn þess, að rikið taki meiri þátt i kostnaði við jarðhitaleit en nú er gert. 6. Aukið lánsfé til hitaveitna Fundurinn beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að Lánasjóði sveitarfélaga verði séð fyrir auknu fjármagni, sem geri honum kleift að auka lán til hitaveitna. 7. Ráðstefna um orkumál Fundurinn beinir því til stjórnar samtakanna, að haldin verði ráð- stefna um orkumál á n. k. hausti. Frá allsherjarnefnd Hálfdán Guðmundsson á Hellu hafði orð fyrir allsherjarnefnd fundarins. Hér fara á eftir þær álykt- anir, sem fundurinn gerði að tillögu nefndarinnar: S VEI'IA R STJÓ RNARMÁI

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.