Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 36
234 hafa fengið úthlutun úr svokölluðum 25% sjóði. 2. Hraðbrautir Aðalfundurinn telur, að auka beri verulega hlut Suðurlandskjördæmis í hraðbrautarfé. Lögð verði áherzla á að hraða gerð bundins slitlags á eftir- taldar hraðbrautir: Austurveg að Akureyjarvegamótum, Eyrarbakka- veg, Þorlákshafnarveg að Suður- landsvegamótum, Skeiðaveg og Biskupstungnabraut. 3. Þjóðbrautir og landsbrautir Fundurinn telur, að miðað við lengd þjóðbrauta og landsbrauta sé hlutur Suðurlandskjördæmis í viðhaldsfé allt of lítill. Bent er á, að á árunum 1975 og 1976 er hlutur kjör- dæmisins í viðhaldsfé undir meðal- tali. Afleiðing þessa ástands er, að nú er stór hluti veganna ónothæfur. Fundurinn telur þvi, að auka beri hlut kjördæmisins verulega, sérstak- lega m. t. t. þess, að vegakerfið er höfuð samgönguleið kjördæmisins. 4. Sýsluvegir Fundurinn telur, að endurskoða beri stöðu sýsluvega innan vega- kerfisins. Enn fremur telur fundurinn eðlilegt, að sveitarfélögum sé heim- ilað að annast viðhald sýsluvega, að óbreyttu ástandi. 5. ölfusárbrú Aðalfundurinn telur, að bygging brúar á ölfusá við Óseyri megi ekki dragast lengur og leggur þvi áherzlu á, að framkvæmdir við brúargerðina hefjist þegar á þessu ári. 6. Herjólfur Fundurinn fagnar komu hinnar nýju Vestmannaeyjaferju, Herjólfs. Fundurinn mælir með, að sveitarfé- lög og fyrirtæki á Suðurlandi gerist hluthafar í H/f Herjólfi, enda mun ferjan stuðla mjög að auknum sam- skiptum Vestmannaeyja við aðra hluta kjördæmisins. Nefndin telur nauðsyn, að hraðað verði vinnu við hafnaraðstöðu ferj- unnar. Með tilkomu ferjunnar má búast við mikilli aukningu umferðar um Þrengslaveg og telur því eðlilegt, að hraðað verði lagningu bundins slitlags á veginn. Nefndin telur einn- ig, að til þess að eðlileg samskipti komist á milli Vestmannaeyja og annarra hluta kjördæmisins þurfi að hraða byggingu brúar á ölfusá. 7. Hafnarmál Fundurinn telur nauðsynlegt að veita fé til rannsókna á nýju hafnar- stæði á Suðurströndinni í samræmi við tillögur nefndar þeirrar, er skipuð var vorið 1974. 8. Hafnir Leggja þarf nauðsynlegt fé til hafnarframkvæmda í þeim höfnum, sem fyrir eru, svo að þær geti þjónað því hlutverki, sem þeim er ætlað. Milliþinganefnd um lagabreytingar Miklar umræður urðu á fundinum um tillögur laganefndar, og var ágreiningur í nefndinni. Jón Eiríks- son í Skeiðahreppi og Runólfur Guðmundsson í Hraungerðishreppi höfðu framsögu fyrir meiri og minni hluta nefndarinnar. Jón Gauti Jóns- son á Hellu og Þór Hagalín á Eyrar- bakka fluttu síðan tillögu til frávís- unar, sem fól í sér kosningu milli- þinganefndar til að fjalla um laga- breytingar fyrir næsta aðalfund. Frá- vísunartillagan var samþykkt sam- hljóða og er svofelld: Aðalfundur SASIS samþykkir að vísa þeim tillögum til lagabreytinga, sem fyrir fundinum liggja, til fimm manna milliþinganefndar, sem kjörin verði á þessum aðalfundi. Niður- stöður nefndarinnar skulu liggja fyrir með góðum fyrirvara fyrir aðalfund, þannig að sveitarstjórnir í samtökun- um geti fjallað um þær. I nefnd þessa voru síðar á fundin- um kosnir Svanur Kristjánsson, sveitarstjóri í Þorlákshöfn; Jón Ei- riksson, oddviti Skeiðahrepps; Eggert Haukdal, oddviti Vestur-Landeyja- hrepps; Sigurður Jónsson, bæjarfull- trúi i Vestmannaeyjum og séra Ingi- mar Ingimarsson, oddviti Hvamms- hrepps. Byggingarmál Svohljóðandi tillaga Eggerts Jóhannessonar á Selfossi var samþykkt á fundinum: Aðalfundurinn samþykkir að skipa 5 manna nefnd til þess að gera til- lögur að breyttu kerfi í sambandi við byggingar og önnur mannvirki á svæðinu. Stjórn samtakanna I stjórn samtakanna næsta starfsár voru kjörnir ölvir Karlsson, Asahreppi; Jón Eiríksson, Skeiða- hreppi; Óskar Magnússon, Eyrar- bakka; Einar Arnason, Hvolhreppi; Einar H. Eiríksson og Sigurgeir Kristjánsson, Vestmannaeyjum og séra Ingimar Ingimarsson, Vik í Mýrdai. Varamenn í stjórn voru kosnir Svanur Kristjánsson, ölfushreppi; Haraldur Einarsson, Villingaholts- hreppi; Eggert Haukdal, Vestur-Landeyjahreppi; Ólafur Sig- fússon, Hvolhreppi; Þórarinn Magnússon og Sigurður Jónsson, Vestmannaeyjum og Jón Ólafsson, Gaulverjabæjarhreppi. Stjórn og varastjórn var kosin með þorra atkvæða gegn 4. Endurskoðendur samtakanna voru kjörnir Steingrímur Jónsson á Stokkseyri og Hálfdán Guðmunds- son, Hellu. Til vara ögmundur Hannesson, Sandvíkurhreppi og Ari Þorgilsson, Hellu. Þrjár milliþinganefndir Fundurinn kaus þrjár nefndir til að starfa milli aðalfunda. Eru það orku- nefnd, atvinnumálanefnd og sam- göngunefnd, auk laganefndar, sem áður getur. Að kvöldi fyrri fundardags bauð bæjarstjórn Vestmannaeyja fundar- gestum til kvöldverðar. SVEITARSTJÓRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.