Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 37
UMRÆÐUR UM ÞRÓUN OG FRAMTÍÐARVERKEFNI SASÍR Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga ! Reykjanesumdæmi (SASÍR) var haldinn í félagsheimili Kópavogs 22. nóvember árið 1975. Fundinn sátu 34 fulltrúar frá 13 af 14 aðildarsveitar- félögum á félagssvæðinu, en Hafnar- fjarðarkaupstaður hafði sagt sig úr samtökunum frá því að næsti aðal- fundur á undan var haldinn. Einnig sátu fundinn þingmenn kjördæmisins og nokkrir aðrir gestir. Jóhann Einvarðsson, fráfarandi formaður SASlR, setti fundinn, en fundarstjóri var Stefnir Helgason, bæjarfulltrúi í Kópavogi og fundar- ritari Garðar Sigurgeirsson, bæjar- stjóri í Garðabæ. Matthías A. Mathiesen, fjármála- ráðherra, flutti ávarp á fundinum og lagði áherzlu á nauðsyn þess að efla sjálfstæði sveitarfélaganna með það fyrir augum að koma þannig á traustari stjórn á opinberri starfsemi i landinu. Einnig fluttu ávörp fram- kvæmdastjórarnir Askell Einarsson og Guðmundur Gunnarsson. Umræður um þróun og framtíðarverkefni SASI'R Fráfarandi formaður gerði grein fyrir störfum SASlR á undangengnu kjörtímabili og Axel Jónsson, fram- kvæmdastjóri skýrði ársreikninga samtakanna og tillögu að fjárhags- áætlun komandi starfsárs. Hlaut hvoru tveggja samþykki fundarins. Var miðað við' óbreytt árgjöld til samtakanna, en þau eru 5.000 króna fastagjald fyrir öll sveitarfélög og síðan 75 krónur á hvern ibúa. , Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir áliti nefndar, sem fjallað hafði ásamt stjórninni um þróun og framtíðarverkefni SASlR. Varð þetta álit aðalumræðuefni fundarins. Að umræðum loknum var sam- þykkt viðbótartillaga um einn tölulið þessa álits, en síðan var það borið undir atkvæði og samþykkt. Alit þetta um þróun og framtiðar- verkefni SASlR fer hér á eftir: 1. Lagt er til, að SASlR annist öll þau verkefni, sem snerta samskipti milli sveitarfélaga hinna þriggja svæða, t.d. áætlanagerðir og öll sam- skipti við Framkvæmdastofnun og aðra þá aðila, er að gerð heildaráætl- ana vinna. 2. Lagt er til, að SASlR verði samningsaðili við rikið um eignar- aðild sveitarfélaga í Reykjanes- umdæmi að Landsvirkjun. 3. Lagt er til, að SASlR hafi for- göngu um að útvega þeim sveitar- félögum, er þess óska, margs konar sérhæfða þjónustu, t.d. varðandi byggingareftirlit, heilbrigðiseftirlit, bókhald, endurskoðun, lögfræði- aðstoð o.fl., og er gert ráð fyrir, að greiðsla komi til frá viðkomandi sveitarfélagi. 4. Rekstur Krísuvikurskóla verði verkefni SASÍR og kjörinnar skóla- nefndar. Um kostnað visast til laga. 5. Rekstur sálfræði- og ráðgjafar- þjónustu verði að einhverju leyti undir stjórn SASlR, sbr. þó lög um grunnskóla. Stærri sveitarfélögin innan SASlR geta þó að sjálfsögðu leyst þessi verkefni sjálfstætt, ef þau óska. 6. Lagt er til, að SASÍR haldi áfram þeirri gagnavinnslu, sem hafin var í málefnum aldraðra og sjúkra, en stefnt verði að því, að svæðin þrjú innan SASlR leysi vandamál hvers svæðis í samvinnu sín á milli og/eða ríkisins. (Sjúkrahús, heilsugæzla, elli- heimili og hjúkrunarheimili). 7. Hafin er á vegum SASlR könnun á ástandi gatna i umdæminu og verður þeim upplýsingum ásamt kostnaðaráætlun safnað saman, en slík gagnasöfnun er algjör forsenda fyrir stuðningi ríkisins við varanlega gatnagerð sveitarfélaganna. Sam- vinna verði höfð við Framkvæmda- stofnun rikisins, en stofnunin hefur nú samþykkt sömu kostnaðarþátt- töku í áætlanagerð SASlR og ann- arra landshlutasamtaka. 8. Um skólamál er vísað til laga um grunnskóla. Lögð er áherzla á, að þeir aðilar, sem i dag reka sinar eigin fræðsluskrifstofur, haldi þeirri þjón- ustu. Gera verður ráð fyrir fræðslu- skrifstofu í Keflavík, er þjóni Suður- nesjum. Fræðsluskrifstofu umdæmis- ins í Garðabæ ætti því að takmarka við skipulag skólamála og þjónustu við smærri staðina, ásamt sam- ræmingu í starfi þeirra fræðsluskrif- stofa, sem gert er ráð fyrir (Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík). 9. Nokkur samstaða hefur tekizt um rekstur sædýrasafnsins í Hafnarfirði, ekki er óeðlilegt að ætla, að SASlR geti komið þar fram fyrir sveitar- félögin. 235 SVEITARSTJÓRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.