Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 38
10. SASlR fylgist með atvinnuþróun svæðisins og hafi áfram um það sam- starf við Reykjavíkurborg. Gefa ætti út reglulega upplýsingar um ástand og horfur á öllu svæðinu, sveitar- stjómum og aðilum vinnumark- aðarins til glöggvunar. 11. SASÍR hafi forgöngu um að leita samræmingar á kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaganna í Reykjanesumdæmi. 12. SASlR beiti sér fyrir því, að gjaldskrár sveitarfélaga umdæmisins verði samræmdar, þótt upphæðir þeirra kunni að vera breytilegar. 13. SASÍR beiti sér fyrir sam- ræmdum innheimtuaðgerðum sveitarfélaganna, t.d. með sameigin- legum auglýsingum eins og verið hef- 14. SASlR haldi áfram þeirri fræðslu- og kynningarstarfsemi, sem haldið hefur verið uppi. 15. SASlR hafi forgöngu um skipu- lagningu samgöngumála i um- dæminu, bæði milli einstakra sveit- arfélaga og um svæðið í heild. Fulltrúum fjölmennustu sveitarfélaganna fjölgað A fundinum var samþykkt sú breyting á lögum samtakanna, að fulltrúum sveitarfélaga með 12000 íbúa og fleiri er fjölgað úr 5 í 6, en sveitarfélög með íbúa milli 6000 og 12000 kjósa 5 fulltrúa, en hin fámennari tvo til fjóra. Einnig var samþykkt, að aðalfund samtakanna skuli halda í nóvember- mánuði ár hvert. Loks er stjórn samtakanna veitt heimild til að skipa sérstaka kjör- nefnd til að undirbúa uppástungur vegna kosninga á aðalfundi. Fræðsluráð skipað sjöfulltrúum Ákveðið var á fundinum, að fræðsluráð Reykjaneskjördæmis yrði skipað sjö fulltrúum. 1 fræðsluráðið voru kosnir Jónas Kristjánsson, Seltjarnarnesi; Gísli Pétursson, Kópavogi; Hjalti Einars- son, Garðabæ; Hörður Zophanías- son, Hafnarfirði; Ingólfur Aðalsteins- son, Njarðvíkum; Jón Hólmgeirsson, Grindavík og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Samstarf við Hafnfirðinga A fundinum var mikið rætt um þá stöðu, sem upp er komin, eftir að Hafnarfjarðarkaupstaður hefur sagt sig úr samtökunum. 1 sambandi við það var samþykkt svofelld tillaga: Aðalfundur SASlR 1975 felur stjórninni að ganga frá málum Hafn- firðinga bæði í sambandi við sál- fræðiþjónustu og auglýsinga- samvinnu og ennfremur þeim sam- eiginlegu málum, sem í gangi eru og stofnað verður til, t. d. sameiginlegrar fræðsluskrifstofu í Garðabæ. Stjórn SASÍR 1 stjórn SASfR hlutu kosningu Eirikur Alexandersson, Grindavík sem varð formaður stjórnarinnar, Jó- hann Einvarðsson, Keflavík; Björn Ólafsson, Kópavogi; Magnús Erlendsson, Seltjarnarnesi og Salóme Þorkelsdóttir, Mosfellshreppi. Sem endurskoðendur voru kosnir Einar Ólafsson í Bessastaðahreppi og Jón Baldvinsson i Mosfellshreppi. TVEIR NÝIR KAUPSTAÐIR í REYKJANESKJÖRDÆMI 236 Tveir hreppar í Reykjanes- umdæmi öðluðust kaupstaðarrétt- indi um seinustu áramót. Garða- hreppur varð Garðakaupstaður með lögum nr. 83 1975, og Njarðvíkur- hreppur varð Njarðvíkurkaupstaður með lögum nr. 86 1975. 1 hvoru tveggja lögunum var ákveðið, að sveitarstjórnir þær sem kosnar voru árið 1974, skuli sitja til loka kjörtímabilsins. Einnig voru sveitarstjórar beggja hreppanna ráðnir bæjarstjórar: Garðar Sigur- geirsson í Garðabæ og Albert K. Sanders í Njarðvíkurkaupstað. Mörk beggja sveitarfélaganna eru óbreytt frá því, sem þau voru. Bæði verða sérstök lögsagnarumdæmi. Sýslu- maður Kjósarsýslu og bæjarfógeti Hafnarfjarðar er bæjarfógeti Garða- bæjar, og sýslumaður Gullbringu- sýslu og bæjarfógeti Keflavíkur er jafnframt bæjarfógeti Njarðvíkur- kaupstaðar. Um fjárhagslegan aðskilnað sveitarsjóðanna og viðkomandi sýslu- sjóða fer eftir samningum milli hlut- aðeigandi aðila, eins og tíðkast í svona tilvikum. 1 Garðahreppi voru hinn 1. desember 1975 4108 íbúar og í Njarðvikurhreppi 1729. Hinir nýju kaupstaðir verða báðir kynntir í Sveitarstjórnarmálum. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.