Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 40
GÍSLI KRISTJÁNSSON, Foröagæzlu Búnaðarfélags íslands: MIKILVÆGT HLUTVERK FORÐAGÆZLUMANNA Hlutverk það, sem sveitarstjórnir fela forðagæzlumönnum, er venju fremur mikilvægt á þessum vetri, og á miklu veltur fyrir hvern bónda og bændastéttina í heild, að þar sé vel að verki verið og niðurstöður talninga og mats séu sem allra öruggastar. 1 sam- bandi við forðamálin og fóðrun og 238 meðferð búfjárins þarf allt að vera svo traust og öruggt sem framast er kost- ur. Eins og jafnan áður, munu hey- birgðir mjög misjafnar að gæðum. Votviðrin um landið sunnan og vest- an hljóta að segja sögu um eftirköstin frá sumrinu með laklegu fóðri að nokkru eða verulegu leyti. Um landið norðan- og austanvert er aðra sögu að segja, og þar ætti heyforðinn að vera í meðallagi og meira en það að gæðum. Við mælingu forðans fást tölur, sem segja til um rúmmálið, en með því er ekki öll sagan sögð. Fóðurgildið þarf að meta, og það getur verið vanda- samt í ýmsum tilvikum. Fyrst þarf að gera sér grein fyrir, hve fast heyið er í stæðunni og svo er að sýna ítrustu viðleitni til að meta fóðurgildið eftir því og eftir verkunarskilyrðunum og þá, hvort snemmslegið hefur verið og hvort heyið hefur hrakizt. Meðalgæði heys reiknum við, þeg- ar um 50 fóðureiningar eru í hverjum m3, en frávikin geta verið veruleg eða mikil. 1 eftirfarandi eru tölulegar staðreyndir, sem Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur fundið við efnagreiningar á heyi af svokölluðu óþurrkasvæði frá liðnu sumri. Af tölum þessum má draga ályktanir, og er því eðlilegt að nota þær sem mæli- kvarða eða viðmiðun, enda þótt þær séu aðeins árangur af rúmlega 200 sýnum frá umræddu svæði. Um Austur- og Norðurland mun óhætt að gera ráð fyrir, að fóðurgildið nemi 50—60 fóðureiningum i hverj- um m3 í stabba, en vestanlands og sunnan nokkru eða miklu minna yfirleitt. Þó er það hafið yfir allan vafa, að nókkur hluti fóðursins hjá mörgum bændum á „óþurrka- svæðinu" er í meðallagi og meira en það að gæðum. Þar er verulegur vandi að meta réttilega, þegar sumt af fóðrinu er gott, en annað laklegt eða afleitt. Votheyið er sennilega eitthvað misjafnt að gæðum einnig, en af sláttutima og hirðingarskil- yrðum má einnig ráða nokkuð um fóðurgildi þess. Þar má yfirleitt gera ráð fyrir, að 100—150 fóðureiningar séu í m . Við skýrslufærslu ber að fara eftir leiðarvísi á spjöldum eyðublaðanna. Vandaður frágangur er mikils virði, þegar meta skal réttilega heildar- niðurstöðurnar. Aríðandi er einnig, að tölur allar séu svo öruggar sem kostur er á. Má sérstaklega minna á talningu hrossanna, og er ástæða til að vekja athygli á bréfi, sem Hagstofa Islands hefur skrifað forðagæzlu- mönnum nú nýverið um það efni. Búnaðarfélag Islands hefur hlutazt til um, að í haust voru tekin heysýni til rannsókna um landið sunnan og vestanvert, í þeim tilgangi að fá sem fyrst nokkurt yfirlit yfir gæði þess fóðurs, sem bændur hafa í hlöðum að þessu sinni. Samandregnar heildar- niðurstöður þessara rannsókna gefa kynna, að fóðurgildi á umræddum svæðum muni vera: Gísli Kristjánsson, ritstjóri: SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.