Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 41
Um Vestfirði og Barðastrandars. Um Dalasýslu Um Snæfellsnes og Borgarfjarðars. Um Kjósarsýslu Um Árnessýslu ofanverða Þess er vert að geta, að það hey- fóður, sem 4—5 kg eða meira þarf í fóðureiningu hverja, er ekki rétt að reikna til fóðurforða, af því að það hefur raunar ekkert fóðurgildi, nema sem fylliefni með kraftfóðri, ef ekki er á öðru gróffóðri völ. f þessu sambandi er rétt að beina athygli forðagæzlumanna að þeirri staðreynd, að bezta heyið mun að mestu eða öllu leyti vera það, er aflað var í júlímánuði. Þegar forðinn er metinn til fóðurgildis er því sjálfsagt að grennslast um á hverjum bce, hve mikill hluti forðans var hirtur í júlí og hve mikið á öðrum tímum sumarsins. f samráði við hvern bónda er svo Hey í F.E. Mest 1.6—2.6 6.2 1.7—2.7 3.6 1.6—3.6 10.0 1.7—2.3 8.2 2.0—4.0 8.0 rétt og sjálfsagt að meta fóðrið með tilliti til þess á hverjum stað. Til fróðleiks og yfirlits fylgja hér með tölur yfir fóðurgildi 216 sýna, sem rannsökuð voru á Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins og raðað eftir gæðum í 3 flokka og eftir lands- hlutum. Fóðurgildi. Sem leiðarvisi við mat forðans má og geta þess, að rannsóknirnar hafa sýnt, að af snemmslegnu grasi og vel verkuðu á síðasta sumri eru um 2.0 kg af heyi í F.E. en 2.6 kg af því, er hrakizt hefur. Af síðslægju, vel verk- aðri, eru aftur á móti um 2.4 kg af heyi í F.E., en af hrakinni síðslægju um 3.6 kg í F.E. Að lokum er rétt að minna á, að svo bezl verður aðstoð og fulltingi til úrbóta ráðið að þessu sinni, að niðurstöður mœlinga og mats á fóðurforða bænda á óþurrkasvæðunum komi til Forðagoezlu Búnaðarfélags fslands svo fljótt sem unnt reynisl. Ágætt KG. í F.E. 1.6—2.0 Sæmilegt 2.1—2.6 Lélegt 2.7—10 Fjöldi sýna Vestfirðir % 53 35 12 35 Vesturland % 35 31 34 77 Suður og V.Land % 25 50 25 104 GISLI ÞÓRÐARSON í MÝRDAL KJÖRINN HEIÐURSBORGARI KOLBEINSSTAÐAHREPPS Hreppsnefnd Kolbeinsstaðahrepps hefur kjörið Gísla Þórðarson, fv. odd- vita í Mýrdal, fyrsta heiðursborgara hreppsins. Var þetta gert í tilefni af 70 ára afmæli Gísla hinn 2. júní, en heiðursborgarabréfið var honum af- hent á almennum sveitarfundi hinn 5. júlí. Gísli í Mýrdal hefur verið oddviti hreppsins samtals i 24 ár, fyrst frá 1942 til 1950 og síðar milli áranna 1958 og 1974. Einnig hefur hann ver- ið hreppstjóri samfellt frá árinu 1928 eða hartnær hálfa öld. Þá hefur Gísli verið í stjórn Búnaðarfélags Kof- beinsstaðahrepps frá árinu 1929 og oft formaður þess og átt sæti í stjórn Búnaðarsambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu frá árinu 1960. 1 ræðu, sem Haukur Sveinbjörns- son á Snorrastöðum oddviti Kol- beinsstaðahrepps, flutti, er hann af- henti Gísla heiðursborgarabréfið, viðhafði hann lofsamleg ummæli um störf Gísla í þágu sveitarinnar í tæpan aldarfjórðung sem oddviti og nær hálfa öld sem hreppstjóri. Haukur sagði m. a.: „Hvernig Gísli hafði alltaf tíma til að sinna kvabbi okkar sveitunganna, skil ég ekki með öðrum þeim opinberu störfum, sem hann varð að inna af hendi fyrir sveit sína og á víðari vettvangi samhliða ágætum búrekstri. Og ekki er unnt að ræða svo um störf Gísla, að ekki sé Gísli Þórðarson í Mýrdal. getið um konu hans, Guðrúnu Þórðardóttur. Hún var ávallt tilbúin að bæta á sig störfum í sambandi við þann átroðning á heimilinu, sem störf Gísla leiddu af sér. Þakklæti tjái ég henni frá okkur sveitungunum fyrir það allt.“ SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.