Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 43
Með tilkomu Mjólkár II verður framleiðslu- geta vatnsaflsvirkjana á svæðinu um 46 milljón kWst á ári. Áætlað er, að aukning raforkunotkunar á Vestfjörðum verði mjög ör á næstu árum. Er því ljóst, að brýna nauðsyn ber til aukinnar orku- öflunar á allra næstu árum. Nú þegar er ákveðið að auka orkuvinnslugetu Mjólkár I þegar í stað með svonefndri Hofs- árveitu, og eykst þá vinnslugetan um 7 milljón kwst. á ári og verður í heild um 53 millj. kwst. Kostnaður Hofsárveitu er áætlaður um 150 millj. kr. Áætlanir sýna j)ó, að þetta árlega vinnslumagn verður fullnýtt á árinu 1978. A því ári verður því önnur og aukin orkuöflun að koma til, ef ekki á að verða nauðsynlegt að grípa til vara- stöðvanna, dísilstöðvanna, til stöðugrar vinnslu. Fjallfossvirkjun — eða tengilína Rafmagnsveitur ríkisins liafa gert áætlanir um aukið vatnsafl inn á svæðið, og koma þá tveir valkostir til greina, eða báðir þeirra í hæfilegri tímaröð. Annars vegar er það virkjun Fjallfoss í Dynj- andisá, en þar er um 8300 kw virkjun að ræða og 53 millj. kwst vinnslugetu á ári. All ýtarleg áætlun hefur verið gerð um þá virkjun, og þar gætt í ríkum mæli náttúruverndarsjónarmiða. Kostnaður jjeirrar virkjunar er áætlaður 1500 millj. kr. og vinnslukostnaður, miðað við fulla nýtingu um kr. 3,70 á kwst. Hinn valkosturinn er tenging Vestfjarðakerfis- ins við Norðurlínu við Hrútafjörð, en Jaar með væru Vestfirðir komnir í samband við hinar stóru virkjanir sunnan- og norðanlands. Orku- öflun væri hér ótakmörkuð, miðað við fyrirsjá- anlega notkun á Vestfjörðum, en stofnkostnaður slíkrar tengingar áætlast 1450 milljón kr. Verð orkunnar, kominnar til Vestfjarða, er samsett af vinnslukostnaði virkjana, sem tengjast Norður- línu, svo og flutningskostnaði. Flutningskostn- aður er háður magni jaeirrar orku, sem flutt yrði til Vestfjarða, en sé miðað við vinnslugetu Dynjandivirkjunar, þá má lauslega áætla, að kostnaður verði til flutnings kr. 3.50 og til orku- kaupa um kr. 2.80 eða samt. um kr. 6.30 hver kwst. Af jaessu er ljóst, að það er fjárhagslega hag- kvæmast að velja virkjun innan héraðs á stærð við Dynjandiárvirkjun, í fyrsta áfanga, og fresta tengingu við Norðurlínu, þar til raforkumark- aður á Vestfjörðum hefur aukizt verulega. Stefnumið Rafmagnsveitna ríkisins hefur ver- ið að byggja vatnsorkuver heima í fjórðungi af hæfilegri og hagkvæmri stærð til að fullnægja raforkuþörf íbúa svæðanna til heimilisþarfa og atvinnurekstrar. Langar og kostnaðarsamar tengilínur eru æskilegar, þegar fjárhagslegur grundvöllur er fyrir þeim að því er varðar flutningskostnað á orkueiningu, svo og til bættrar hagkvæmni í rekstri liinna samtengdu orkuvera. Aðrennslispípan er gildust efst eða 90 cm, en mjókkar síðan eftir því sem neðar dregur í fallirtu og er 70 cm við stöðvarhús. í Mjólk- árvirkjun II er meiri fallhæð heldur en í annarri virkjun hérlendis. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.