Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 45
GUÐMUNDUR JÓNSSON, Kópsvatni: VERKEFNI OG SKIPULAG pöst- LANDSHLUTASAMTAKA holfinu Undanfarin ár hefur talsvert verið rætt um sam- einingu sveitarfélaga, og hafa verið færð veigamikil rök fyrir því, að slík sameining geti víða orðið til hagsbóta fyrir íbúa hinna dreifðu byggða. Samt sem áður hafa þessar sameiningartilraunir sem næst engan árangur borið, og er nauðsynlegt að finna orsökina til þess. Lýður Björnsson heldur fram þeirri skoðun í bók sinni, Saga sveitarstjórna á íslandi, að öllu landinu hafi verið skipt í hreppa um leið og Alþingi var stofnað um 930. Það eru miklar líkur til þess, að þessi skoðun sé rétt, og um leið fæst nokkur skýring á fastheldni manna í hreppaskipunina. Menn vilja halda í gamla siði og venjur, sem reynzt hafa vel um langan tíma, jafnvel þótt breyttar þjóðfélagsástæður kalli á annað skipulag. Þess vegna er ekki tímabært að knýja á með sam- einingu sveitarfélaga nema e. t. v. í þeim tilfellum, þar sem hreppum hefur áður verið skipt. Landshlutasamtökin Reynslan hefur samt sýnt, að menn hafa fundið nauðsynina fyrir aukið samstarf sveitarfélaga í ein- stökum landshlutum, og þess vegna hafa lands- hlutasamtökin verið stofnuð. Enn hafa þau þó ekki fengið lagalegan grundvöll til að byggja á, og þau hafa heldur ekki fengið ákveðin verkefni til að vinna að. Úr þessu þarf að bæta, og þess vegna verða hér settar fram nokkrar tillögur um verkefni þeirra og skipulag. Landshlutasamtökin skulu vera a. m. k. sex að tölu: 1. Reykjanes og Reykjavík., 2. Vesturland. 3. Vestfirðir. 4. Norðurland, 5. Austurland, 6. Suður- land. Fulltrúar á þing samtakanna skulu kosnir í al- mennum kosningum samtímis sveitarstjórnarkosn- ingum. Fulltrúafjöldi hvers sveitarfélags skal ákveð- inn þannig: Sveitarfélag með 400 íbúa eða færri 1 fulltrúi, sveitarfélag með 401—900 ibúa 2 fulltrúar, sveitarfélag með 901—1600 íbúa 3 fulltrúar, sveitarfélag með 1601—2500 íbúa 4 fulltrúar, sveitarfélag með 2501—3600 íbúa 5 fulltrúar, o. s. frv. Héraðsþing og héraðsstjórn Þing samtakanna, sem nefna má héraðsþing skulu haldin árlega, og einnig skulu nýkjörin þing koma saman til fundar innan mánaðar til þess að: a. kjósa stjórn samtakanna, héraðsstjórn, til næstu fjögurra ára. b. kjósa menn í dóm, héraðsdóm, til næstu fjög- urra ára. c. kjósa endurskoðendur sveitarreikninga í hverju sveitarfélagi til næstu fjögurra ára. Hlutverk landshlutasamtakanna skal vera: a. að starfrækja stjórnsýslu- og upplýsingastofnun fyrir héraðið, sem íbúar þess og sveitarstjórnir hafi aðgang að. b. að vinna að sameiginlegum hagsmunum hér- aðsins og áætlanagerð í samráði við Fram- kvæmdastofnun ríkisins. c. að annast eftirlit með öllum fjárreiðum allra sveitarfélaga innan samtakanna, endurskoðun og úrskurðun ársreikninga þeirra svo og allra fyrirtækja, sem rekin eru á vegum sveitarfélag- anna. d. að hafa umsjón með því, að sveitarstjórnirnar starfi samkvæmt gildandi lögum og reglu- gerðum. 243 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.