Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Qupperneq 47
endurskoðunardeildar eða endurskoðunarskrifstofu leysir ekki hina kjörnu endurskoðendur frá störfum, en auðveldar að sjálfsögðu störf þeirra. “ Þarna kemur fram, að margar hreppsnefndir töldu ekki rétt, að þær kysu endurskoðendur. Gamla aðferðin að kjósa endurskoðendur af hreppsbúum var miklu rökréttari, en hvers vegna var sýslunefnd- unum ekki falið þetta verk, sbr. kjör hreppstjóra? Alþingi ákvað svo að stytta kjörtímabil endurskoð- enda úr fjórum árum í eitt ár. Einn þingm., Halldór E. Sigurðsson, mótmælti þessari breytingu, en hún var samþ. með 21:2 atkv. Kannski var skýringin sú, sem mér var eitt sinn sögð, að sveitarstjórnir vildu auðveldlega geta losað sig við óþæga endur- skoðendur. Gerð fjárhagsáætlunar Það er mjög mikilvægt í allri sveitarstjórn, að fjárhagsáætlanir séu vel gerðar, en á því er trúlega mikill misbrestur víða, enda veldur verðbólgan nú nokkrum erfiðleikum. Það er mikilvægt verkefni fyrir landshlutasamtökin að koma þeim málum í betra lag. Gerð fjárhagsáætlunar ætti að fara þannig fram, að sveitarstjórn semji nákvæma fjárhags- áætlun í sama formi og ársreikningar eru gerðir, en hún má vera meira sundurliðuð eftir þörfum. Síðan skal áætlunin tekin fyrir til 1. umræðu á opnum sveitarstjórnarfundi eða hreppsfundi, og skulu ein- stakir þegnar sveitarfélagsins eiga þess kost að koma með ábendingar eða breytingartillögur. Við 2. umræðu skal ganga frá áætluninni til fulls og senda hana síðan héraðsstjórn ásamt greinargerð og athugasemdum einstakra sveitarstjórnarmanna eða annarra, ef einhverjar eru. Héraðsstjórn skal síðan taka áætlunina til athugunar og staðfestingar, eða hún leggur fram breytingartillögur við hana, ef hún telur það nauðsynlegt vegna hagsmuna al- mennings, og endursendir hana síðan sveitarstjórn. Þá er um tvennt að ræða fyrir sveitarstjórn, annað- hvort samþykkir hún breytingar héraðsstjórnar eða hún vísar þeim til héraðsdóms, sem síðan fellir endanlegan úrskurð eða vísar málinu undir úrskurð kjósenda í sveitarfélaginu í almennri atkvæða- greiðslu (sbr. Votmúlamálið á Selfossi). Ef sveitarstjórn telur nauðsynlegt að efna til verulegra útgjalda, sem ekki er getið í fjárhags- áætlun, skal hún leita eftir samþykki héraðsstjórnar. Efling héraðsstjórnar Samkvæmt þessum tillögum, sem hér hafa verið settar fram, geri ég ráð fyrir, að vald sveitarstjórna verði takmarkað í vissum tilvikum, ef þær hafa ekki gott samstarf við héraðsstjórn annars vegar og þegna sveitarfélagsins hins vegar. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Til þess að efla landshlutasamtökin svo, að þau fái óumdeilanlega forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum, verða bæði sýslunefndir og sveitarstjórnir að leggja nokkuð af mörkum. Því miður eru flestir kjósendur áhugalitlir um sveitarstjórnarmál, nema á sjálfan kosningadaginn, og þess vegna fá sveitarstjórnir stundum tækifæri til að gera axarsköft í fljótræði. Páll Líndal ræðir þetta vandamál í grein í Sveitarstjórnarmálum 2. tbl. 1976, sem nefnist: „Þátttaka almennings í stjórn eigin mála.“ Grein þessi vekur nokkrar spurningar, sem þörf er að svara. Þá má líka minna á verðlaunaritgerð Steingríms Gauts Kristjánssonar: „Réttindi og skyldur sveitar- stjórnarmanna.“ (Sveitarstjórnarmál, 6. tbl. 1973). Þar segir bls. 274: „Meðan sveilarsljórnarmaður heldur sig innan löglegra valdamarka, þarf hann ekki að hlýða nokkrum fyrirmælum félagsmálaráðuneytisins né annarra stjórnvalda um störf sín í sveitarstjórn. Honum er eigi heldur skylt að fara að vilja kjósenda sinna, heldur ber honum að fara eftir eigin sann- fœringu í starfi sínu. Loforð, sem sveitarstjórnarmaður hefur gefið fyrir kosningar um að taka afstöðu til mála á tiltekinn hátt, er honum þannig óskylt að halda, ef það brýlur gegn sannfœringu hans á þeirri stundu, þegar ákvórðun er tekin, og yfirleitt virðast svokölluð kosningaloforð ekki njóta lögvemdar. “ Mjög hörð gagnrýni kom fram á þessari ályktun í dómnefnd, en það er ástæða til að spyrja: Hver eru réttindi og hverjar eru skyldur hins almenna borg- ara? Rétt væri að efna til ritgerðasamkeppni um það efni. Það á að vera hlutverk landshlutasamtakanna að fylgjast með því, að sveitarstjórnir taki fyllsta tillit til vilja og hagsmuna þegnanna í starfi sínu og standi þar með vörð um raunverulegt sjálfstæði sveitarfé- laganna. 245 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.