Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 48
FRAMKVÆMDIR FYRIR 28 MILLJARÐA Á FIMM ÁRUM I seinasta tölublaöi sagði Eggert Jónsson, borgarhag- fræðingur, frá framkvæmda- og fjáröflunaráætlun Reykjavíkurborgar, til 5 ára í senn, sem árlega fylgir endurskoðuð gerð fjárhagsáætlunar komandi árs. „Gögn um framkvœmda- og fjáröflunaráœtlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 1976—1980", sem borgarhagfræðingur fjallaði um í grein sinni, er fjölrituð bók, 104 bls. að stærð og hefur að geyma fjölmargar töflur og yfirlit um hina ýmsu þætti i rekstri borgarinnar allt frá árinu 1965 og áætlanir um helztu þætti borgarrekstursins til ársins 1980. Meðal annars efnis er þar að finna yfirlit um framkvæmdir borgarsjóðs og borgarfyrirtækja 1976—1980 og áætlun um fjáröflun til þeirra hvert árið um sig. Aætlað er, að framkvæmdir þessar nemi árlega frá 4.1 milljarði árið 1976 til 6,1 millj- arðs króna árið 1980 eða samanlagt tæpl. 28 milljörðum króna. Hér fer á eftir sem sýnishorn samandregið yfirlit, sem sýnir, hvernig þessari áætlun er stillt upp. Teknar eru saman allar framkvæmdir borgarsjóðs og borgarfyrir- tækja hvert áranna um sig 1976—1980 og hvernig fjár- öflun til þeirra er hugsuð. Aætlað er, að framlag borgarsjóðs til framkvæmdanna nemi 45,1% af heildarkostnaði, framlög ríkissjóðs nemi 15,3%, rekstrarafgangur og afskriftir séu 37%, en lán og tekjuauki séu 2,6%. Fjáröflunaráætlun 1976—1980, samandregið yfirlit, millj. kr. Fram- kvæmda áætlun Framlag borgar- sjóðs Framlag ríkis- sjóðs Rekstrar afg. og afskriftir Lán og/eða tekjuauki 1976 4.825.1 2.173.3 595.9 1.858.6 197.3 1977 5.669.0 2.549.5 867.5 2.116.0 136.0 1978 5.606.0 2.595.0 890.0 2.031.0 90.0 1979 5.729.0 2.590.0 945.0 2.057.0 137.0 1980 6.108.0 2.680.0 985.0 2.273.0 170.0 I. og II. alls: 27.937.1 12.587.8 4.283.4 10.335.6 730.3 % 100.0 45.1 15.3 37.0 2.6 SKJALDAR- MERKI GRUNDAR- FJARÐAR 246 Hreppsnefnd Eyrarsveitar hefur tekið upp skjaldarmerki fyrir hrepp- inn. Merkið gerði listamaðurinn Balt- asar og gaf það Grundfirðingum. Skjaldarmerkið á að sýna Kirkju- fellið, sem er helzta einkenni staðar- ins, fiskibát, sem á að minna á sjáv- arútveg sem undirstöðu atvinnulífs byggðarinnar og fugl, en fuglalíf er fjölskrúðugt í Grundarfirði, ekki sízt í Melrakkaey, sem raunar er alfriðuð fuglaparadis. Merkið er í bláum lit. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.