Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 50

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 50
Jöfnunarsjóðs má nú áætla rúmlega 3.100 m. kr. 1976. Þegar útgjöld sjóðsins (þ. m. t. beinn hluti sveitar- félaga af landsútsvörum, framlög til Innheimtustofnunar og Lánasjóðs sveitarfélaga) hafa verið dregin frá, má áætla, að framlag sjóðsins verði nær 11.000 krónur á íbúa. Miðað við áætlun fjárlagafrumvarps um tekjur Jöfnunarsjóðs af söluskatti og aðflutningsgjöldum og lauslega áætlun um landsútsvör 1977, má búast við, að tekjur sjóðsins verði nær 3.800 m. kr. Sérstök útgjöld og auka- framlög, þ. m. t. 25% óskiptur hluti af landsútsvari, framlag til Innheimtu- stofnunar og 5% framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga, gætu að viðbættum tekjuafgangi numið um 1.000 m. kr. þannig, að um 2.800 m. kr. yrðu til skipta, eða um 12.700 kránur á íbúa. 5. Þéttbýlisfé Þéttbýlisfé til sveitarfélaga skv. 32. grein vegalaga verður 1.158 krónur á hvern íbúa á árinu 1976. I fjárlögum fyrir 1977 er þéttbýlisfé áætlað 1.340 krónur á íbúa. GJÖLD 1. Laun Samkvæmt kjarasamningum hækka kauptaxtar allra launþega um 5% 1. febrúar nk., en um áramót verða ýmsar flokkatilfærslur o. þ. h. hjá opinberum starfsmönnum. I febrúarbyrjun verður einnig reiknað síðasta rauða strikið samkvæmt al- mennum kjarasamningum, og skal kaup hækka 1. marz, ef vlsitala framfærslukostnaðar samkvæmt nánari ákvæðum samninga hækkar um meira en 4,4% milli október 1976 og 1. febrúar 1977. Enn er óljóst, hve þessi hækkun gæti orðið mikil. 1. júlí 1977 hækka laun opinberra starfs- manna um rúmlega 4% samkvæmt samningum. Sé tekið tillit til framangreindra hækkana og gert ráð fyrir svipaðri hækkun 1. júli hjá verkafólki og iðnaðarmönnum og verður hjá opinberum starfsmönn- um, er hækkun kauptaxta á árinu 1977 eftirfarandi: búvöru er hækkunin nokkru minni, eða 26—27%. Á sex mánaða tímabilinu 1. maí til 1. nóvember 1976 hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 14%, sem svarar til 30% hækkunar á heilu ári. Á síðari helmingi þessa árs hefur því heldur dregið úr verðbólgu frá því, sem verið hefur að undanförnu. Afar lausleg hugmynd um verðlagsþróun- ina fram undir mitt næsta ár bendir til þess, að enn gæti hægt á verð- hækkunum á fyrstu mánuðum næsta árs, ef ekki koma ný tilefni verulegra verðhækkana. Um verðlagsþróun á næsta ári verður hins vegar engu frekar spáð hér. Af einstökum útgjaldaliðum má nefna, að rafmagn hefur hækkað um nálægt 18% frá desember 1975. Verð á olíu til húsakyndingar var í nóvem- ber 1976 krónur 27,05 hver líter, en var krónur 24,30 í desember í fyrra. Hækkun frá dcs. 1975 Hækkun Hækkun til ársmcðalt. 1977 frá ársmeðalt. 1976 frá dcs. 1976 til ársmcðalt. 1977 til ársmcðalt. 1977 % % % Verkamenn 39 21 7 Iðnaðarmenn 36,5 20 7 Opinb. starfsmenn 45 26,5 10 Allir launþegar 40 22,5 7,5 Á árinu 1976 munu kauptaxtar launþega sennilega hækka um 26% að meðaltali frá árinu áður, og er hækkunin svipuð eftir starfsstéttum, en þó nokkru meiri hjá verkamönn- um eða 27%. Kauptaxtar opinberra starfsmanna hækka um 26% milli ára, og er þá miðað við rikisstarfsmenn, en hækkunin er nokkuð misjöfn hjá einstökum hópum ríkisstarfsmanna. Hinn 1. nóvember s. 1. höfðu kauptaxtar hækkað um 30% að meðaltali frá desember 1975 og voru jafnframt 14% hærri en þeir verða að meðaltali á árinu 1976. Á þessu tímabili hafa kauptaxtar verkafólks hækkað um 30%, kauptaxtar iðnaðarmanna um 28% og kaup- taxtar opinberra starfsmanna um 248 32—33%. Á árinu 1976 virðist hafa orðið talsvert launaskrið, þ. e. hækkun greiddra dagvinnulauna umfram hækkun kauptaxta, en ekkert tillit er tekið til þess í ofangreindum tölum. 2. Önnur útgjöld Nú er áætlað, að verðlag á vörum og þjónustu verði að meðaltali rúm- lega 30% hærra á árinu 1976 en árið 1975, og frá 1. nóvember 1975 til 1. nóvember 1976 hefur vísitala vöru og þjónustu (A-liður framfærsluvísitölu) hækkað um 32%. Er vlsitalan 1 nóvember 1976 um 10% hærri en hún verður að meðaltali á árinu 1976. Verðhækkun búvöru vegur allþungt í hækkun vísitölúnnar 1976, og án Gjaldskrá Pósts og síma hefur hækkað að meðaltali um 24% á árinu, akstur um 16%, og ýmis annar rekstrarkostnaður er talinn hafa hækkað um 20—25%. Vísitala byggingarkostnaðar verður sennilega 25% hærri að meðaltali 1976 en 1975, og frá nóv- ember 1975 til nóvember 1976 hækkaði vísitalan um 23% og var þá 7% hærri en hún var að meðaltali á árinu. Viðhaldskostnaður hefur sennilega hækkað svipað og vísitala byggingarkostnaðar. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.