Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 8
ALMENNINGSBÓKASÖFN -
FRUMKVÆÐISAÐILAR
I MENNINGARMÁLUM
Orðið bókasafn felur í sér mikla stefnumörkun í
sjálfu sér. Sama má segja um orðið bókhlaða, sem
notað er, þegar viðhöfn er. Þessi orð eru þó ekki
annað en þýðing á gríska orðinu bibliotek, sem þýðir
bókageymsla. Þau benda ekki til þess, að almenningi
hafi verið heimill aðgangur að safni eða hlöðu, öðru
nær. Hér var fyrst og fremst um að ræða stofnanir í
þágu ríkis og kirkju ellegar þá eins konar stöðutákn
hefðarmanna, stofnanir ætlaðar útvöldum lær-
dómsmönnum einum.
Við eigum því miður ekki miklar heimildir um
einstök bókasöfn liðinna alda hérlendis. Fyrir daga
Gutenbergs var bókaverð bæði hér og annars staðar
óheyrilegt. Árið 1397 varð það t. d. að samkomulagi
hér á landi, að goldnar skyldu í bætur fyrir einn
saltara, þ. e. Davíðssálma, 11/12 af kýrvirði; ekki
mun það langt frá 100 þús. krónum í dag. En þótt
bækur væru svo dýrar, var bókaeign víða furðu
mikil. 1 fornbréfasafni kemur fram, að á dögum Jóns
ögmundssonar voru t. d. til í Grímsey 25 bækur, og
má það teljast gott, þegar haft er í huga, að íbúar þar
hafa sjaldan verið fleiri en 60—80. Reykholtskirkja
átti árið 1358 33 bækur, sem virtar voru til 10 kýr-
virða. Geta allir reiknað út verð þessara bóka, sam-
kvæmt því, sem ég sagði áður.
En það er ekki peningaverðmætið, sem skiptir öllu
máli. Ég lít stundum í Sturlungasögu; mörgum
verður starsýnt á vígaferli og slíkt. Nú orðið þykir
mér einna merkilegust frásögnin um Ingimund
prest. Hann missti sína bókakistu í skipbroti og gerði
þá áheit, að kistan skyldi finnast, og svo varð;
bækurnar fundust sjóreknar, en Ingimundur fór þá
þegar að sækja þær og þurrka. Hefur Ingimundur
sjálfsagt ekki talið þetta eftir sér. Því eins og segir í
Prestssögu Guðmundar góða, að ,,þar var yndi hans,
sem bækurnar voru.“
En það hafa ekki alltaf verið mikil föng til að afla
bóka. Ymsir framámenn komu sér að vísu upp álit-
legum einkasöfnum, eins og Jóhann Gunnar Ölafs-
son, bæjarfógeti, hefur gert grein fyrir í fróðlegri bók.
En slík söfn eru hér ekki á dagskrá.
Magnús Stephensen, dómstjóri, kom víða við í
sögunni. Hann lét sér ekki nægja að semja
doktors-ritgerð í lögfræði, skrifa bók um sveitar-
stjórnarmál, fjalla um jarðfræði, tónlist og aukin-
heldur matreiðslu. Hann átti og frumkvæði að því,
sem við gætum kallað fyrsta almenna bókasafnið á
íslandi eða lestrarfélagið. Árið 1790 beitti hann sér
fyrir stofnun félags, sem hét „Hið íslenzka bóka-
safns- og lestrarfélag Suðurlands.“ Þetta var ekki
almenningsbókasafn að því leyti, að hér áttu aðal-
lega í hlut embættismenn. Þetta félag mun úr sög-
unni árið 1828, og rann bókakostur þess til Lands-
bókasafns eftir ýmsum leiðum.
Stefán amtmaður Þórarinsson átti árið 1792
frumkvæði að stofnun samsvarandi félags á
Norðurlandi, en ekki varð það langlíft.
Fyrsta almenningsbókasafn, er því nafni mætti
nefnast, stofnaði sr. Ólafur Sívertsen í Flatey árið
1833, og ól það af sér ýmis önnur, þótt fæst yrðu
langlíf.
Áhugaverðust hljóta að verða lestrarfélögin í Mý-
vatnssveit. Mývetningar stofnuðu raunar sitt
lestrarfélag árið 1858 og mun það elzt á landinu,
þeirra, sem nú starfa. Svo kom aftur Bókakaupa- og
leslrarfélagið Ófeigur í Skörðum ogfélagar, stofnað 1874.
Það hafði þá stefnu, „að hlynna að menntun og
framförum ungmenna í Skútustaðahreppi, einkum
bóklegri þekkingu.“ Bókavali réð sá mikli braut-
ryðjandi í íslenzkum bókasafnsmálum, Benedikt frá
Auðnum.
Á þetta bókasafn óskólagengins fólks voru keyptar
SVBITARSTJORNARMÁL