Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 9
ekki aðeins íslenzkar bækur (enda ekki um auðugan
garð að gresja), heldur og úrvalsbækur heimsbók-
menntanna. Þar eru nöfn eins og: Björnsson, Ibsen,
Brandes, Dostojevski, Henry George, Alexander von
Humboldt, George Eliot, Macauley, Schiller, Tolst-
oj, Emile Zola og sjálfur Plato, svo að dæmi séu
nefnd.
Þarna réði ríkjum Benedikt frá Auðnum, eins og
áður segir, en mér finnst, að Halldór Laxness hafi í
fallegri ritgerð lýst stefnumarki hans á þessa leið:
„ Þótt hann hneigðist að ýmsum kenníngum óðrum fremur,
var hann maður hleypidómalaus, óbundinn kerfum og skólum,
og sannaðist á honum, að fáir hafa víðari sjóndeildarhríng og
viðfeldnari menntun en gáfaðir sjálflœrðir alþýðumenn. Mér
er sagt, að hann hafi sem bókavörður alið menn þannig uþþ til
lesturs að senda þeim þcer bœkur sem hann taldi hvern og einn
mann til að ráða við í sviþ, en smáþýngdi lesninguna eftir því
sem honum þótti skjólstœðingnum fara fram að viti og
þekkíngu. “
Ég hef áður á fundi með bókavörðum lýst manni,
sem ég þekkti og hafði sömu eiginleika og Benedikt
sýslungi hans. Þá á ég við Sigurgeir Friðriksson frá
Skógarseli, sem reis upp frá búi sínu fyrir um það bil
60 árum, fór til náms í Danmörku og lauk prófi í
bókasafnsfræðum árið 1921, án þess að hafa nokkra
atvinnumöguleika. Mér finnst, að borgin hafi ekki
sýnt minningu Sigurgeirs, sem er raunar faðir Borg-
arbókasafnsins og starfaði þar við mjög erfjð skilyrði,
þá virðingu sem verðug er.
f bókasafnsmálum eins og öðrum málum verðum
við að horfa til beggja átta, eins og sá rómverski
Janus, bæði til fortíðar og framtíðar. Okkur sumum
hættir til þess að horfa of mikið til fortíðar, og má
víst víða sjást þess merki.
En við verðum fyrst og fremst að horfa til fram-
tíðar, enda hún hið eina athvarf, sem okkur er búið.
Deilt hefur verið á stefnu sambandsins í bóka-
safnsmálum, þ.e. að fela sveitarfélögum að öllu leyti
forsjá almenningsbókasafna án beins ríkisstyrks og
það er út af fyrir sig skiljanlegt frá sjónarmiði þeirra,
sem byggja traust sitt á ríkisvaldinu, en ber hins
vegar vitni um takmarkað raunsæi. Það er áratuga
reynsla, að framlög ríkisins til bókasa/na hafa löng-
um verið hégóminn einn og til þessfallin að slá ryki í
augu manna. Framlög ríkisins til almenningsbóka-
safna hafa nú um langt skeið ekki verið neitt annað
en lítil skrautfjöður — tæplega skipt sveitarfélögin
nokkru máli fjárhagslega. Okkur hjá Sambandi ís-
lenzkra sveitarfélaga fannst, þegar við vorum að
fjalla um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, kom-
inn tími til, að nú skyldi slíku sjónarspili lokið, enda
kom í ljós við lagabreytingar um áramótin 1975 —
1976, hversu mikils ríkið mat sinn stuðning. Það
voru hvorki meira né minna en 20 millj. króna til
rekstrar og byggingar um 250 bókasafna og lestrar-
félaga.
Mér koma helzt í huga orðin í aldamótasálminum
góða:
„En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem helzt skal i minningu geyma?“
Það er að minnsta kosti ekki stórkostlegur fjár-
stuðningur. Hins vegar skal ekki vanmetið það, sem
menntamálaráðuneytið hefur gert og þá ekki sízt
bókafulltrúi.
En nú eiga sveitarfélögin leik. Á þessu sviði er
mikið verk að vinna. Það þarf að skapa aukinn
skilning landsmanna, og þá ekki sízt sveitarstjórna, á
gildi bókasafna, og þau þarf að efla með öllum
ráðum, ekki sízt í samvinnu við skólana. Þau verða
að fá búnað þannig, að þau geti orðið menningar-
miðstöðvar í raun og meira en það — alhliða frum-
kvæðisaðilar í menningarmálum. Bókasafnið þarf að
verða eins konar stöðutákn sveitarfélagsins, stolt þess
og sómi.
En það vantar húsnæði, það vantar bókakost og
annan safnakost. Það vantar starfslið, sem kann til
verka. Ég hef þá trú, að einungis einhvers konar
miðbókasöfn geti með bókabílum veitt þá þjónustu,
sem þarf, en tillögur um þá skipan mála hafa enn
sem komið er fengið óblíðar viðtökur.
Bókasafn á ekki að vera geymsla eða hlaða, heldur
lifandi og virk menningarstofnun, sem skapar tengsl
við orðið. Það á ekki að bíða eftir viðskiptum, heldur
ganga á og örva til menningarstarfsemi.
Eg læt í ljós þá von, að almenningsbókasöfnin á
íslandi megi um alla framtíð starfa í anda þeirra
góðu manna, sem ég nefndi áður, Benedikts frá
Auðnum og Sigurgeirs frá Skógarseli.
Páll Líndal.
SVEITARSTJÓRNARMÁL