Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 10
GARÐAR SIGURGEIRSSON, bæjarstjóri, Garðabæ:
GARÐABÆR -
NÝR KAUPSTAÐUR
Garðahreppur, nú Garðabær, bættist í tölu
kaupstaða frá ársbyrjun 1976 með 1. nr. 83/
1975. I allmörg ár hafði Garðahreppur verið
fjölmennasti hreppur landsins, en sveitarfélagið
er nú áttundi fjölmennasti kaupstaður landsins
með 4200 íbúa.
Garðahreppur varð til árið 1878, þegar Álfta-
neshreppi hinum forna var skipt í tvennt,
Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Til þess tíma
náði Álftaneshreppur yfir það svæði, sem nú er
Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur.
Ibúar Garðahrepps voru þá innan við 800. Árið
1908 varð Hafnarfjörður sjálfstætt sveitarfélag og
hvarf úr Garðahreppi. Eftir þá breytingu urðu
íbúar Garðahrepps talsvert innan við 300. Árið
1950 voru íbúarnir rúmlega 500, en upp úr því
fór byggð í Garðahreppi mjög vaxandi, og fjölg-
ar íbúum stöðugt.
Byggð hefur verið í sveitarfélaginu allt frá
landnámstíð. Landnáma getur þar tveggja land-
námsjarða, Vífilsstaða, þar sem Vífill, leysingi
Ingólfs Arnarsonar bjó, og Skúlastaða, þar sem
Fyrsta bæjarstjórn Garðakaupstaðar ásamt bæjarstjóra. Talið trá vlnstrl: Guðmundur Einarsson, verkfr., Guðrún Erlends-
dóttlr, lögfr., Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, Ágúst Þorsteinsson, öryggisfulltrúi og Hilmar Ingólfsson, kennari. Lengst
til hægri Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri, greinarhöfundur.
sveitarstjórnarmAl