Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 12
ÁSGARÐUR
Inngangshlið hússins séð frá sam-
eiginlegu torgi skólans og íþrótta-
hússlns.
Húsið er um 1792 m2 með íþrótta-
sal, sem er 18X33 m og áhorfenda-
svæðl fyrir um 400 manns.
Að baki áhorfendasvæðis er salur
um 5X33 m að stærð, sem notaður er
fyrir borðtennis, þrekæfingar, dans-
kennslu o. fl. auk þess að vera forrými
að áhorfendasvæði.
Á gólfi íþróttasalar er „Spoknol"
gólf, en önnur gólf í húsinu eru lögð
leirfiísum.
í húsinu eru þrjár búnings- og bað-
deildir.
Við suðurgafl hússins er úti-
sundlaug, en til bráðabirgða nota
sundlaugargestir búnings- og bað-
aðstöðu íþróttahússins.
I húsinu er einnig gufubaðsaðstaða.
6
GARÐASKOLI
Skólahúsið og gafl íþróttahússins
séð frá aðkomustíg frá Vífilsstaðavegi.
Skólahúsið er samtals um 4680 m2 á
tveimur hæðum og samkvæmt for-
sögn hannaður fyrir um 600 nem-
endur.
Við form og uppbyggingu hússins er
mjög tekið tillit til þess, að sveigjan-
leiki sé sem mestur til aðlögunar
breyttum kennsluháttum og breyti-
legum nemendafjölda.
Á neðri hæð hússins eru handíðir,
tónlist, raunfög, félagsaðstaða og
stjórnunardeild skólans.
Á hæðinni er einnig stórt opið
miðrými, sem er jafnframt samkomu-
salur skólans. Tengist það matar-
aðstöðu nemenda og gróðurhúsi.
Gróðurhúsið er til yndisauka, en
einnig notað við kennslu.
Gert er ráð fyrir, að meginhluta
kennslusvæðis neðri hæðar megi nýta
til félagslegra starfa eftir kennslutíma
á daginn, þ. e. til ýmiss konar hóp-
vinnu og námskeiða, sem tengd væru
jjeirri aðstöðu, er hver fagstofa býður
upp á.
Uppdrættina að íþróttahúsinu og
Garðaskóla gerðu arkitektarnir Man-
freð Vilhjálmsson og Þorvaldur S.
Þorvaldsson.
SVEITARSTJÓRNARMÁL